fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024

Kærunefnd húsamála

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér álit í deilumáli milli eigenda eignarhluta í fjöleignarhúsi sem samkvæmt álitinu er ófullgert. Voru eigendur eins eignarhluta af fjórum ósáttir við steypta veggi á lóðarmörkum milli hinna þriggja eignarhlutanna og sameiginlegs bílastæðis allra eignarhluta í húsinu. Vildu umræddir eigendur láta fjarlægja veggina en nefndin tók hins vegar ekki undir Lesa meira

Leigjandi sagði leigusalann ekki hafa getað sannað tjón vegna meintra vanþrifa og skemmda

Leigjandi sagði leigusalann ekki hafa getað sannað tjón vegna meintra vanþrifa og skemmda

Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér úrskurð í deilumáli tveggja kvenna en önnur þeirra leigði íbúð af hinni. Leigusalinn hafði haldið eftir hluta tryggingar vegna að eigin sögn skemmda af völdum leigjandans og þess að hún hefði aldrei þrifið íbúðina. Leigjandinn neitaði því en sagði aðalatriðið vera að leigusalinn hafi ekki borið fram neinar sannanir Lesa meira

Vildi fá skaðabætur eftir að ósamþykkti sólpallurinn var rifinn

Vildi fá skaðabætur eftir að ósamþykkti sólpallurinn var rifinn

Fréttir
Fyrir 5 dögum

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér álit í máli sem eigandi íbúðar beindi til nefndarinnar. Krafðist eigandinn þess að viðurkennt væri að sólpallur sem væri fyrir eignarhluta hans í fjöleignarhúsi hefði ekki verið þar í óleyfi. Einnig krafðist viðkomandi þess að viðurkennt væri að húsfélagið í húsinu ætti að bæta tjón sem varð á sólpallinum Lesa meira

Segir stanslaus högghljóð koma frá íbúð nágrannans og úrbætur hans vera sýndarleik einan

Segir stanslaus högghljóð koma frá íbúð nágrannans og úrbætur hans vera sýndarleik einan

Fréttir
Fyrir 6 dögum

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér álit vegna ágreinings milli tveggja nágranna í fjöleignarhúsi. Eigandi kjallaraíbúðar í húsinu krafðist þess að viðurkennt væri að  eigandi íbúðar á fyrstu hæð ætti að gera úrbætur á högghljóðum sem bærust frá íbúð hans niður í kjallaraíbúðina. Vildi hann meina að högghljóðin hefðu mikil áhrif á daglegt líf heimilisfólks Lesa meira

Sögðu leigjandann hafa skilið íbúðina eftir þakta myglu en þurfa að endurgreiða trygginguna

Sögðu leigjandann hafa skilið íbúðina eftir þakta myglu en þurfa að endurgreiða trygginguna

Fréttir
Fyrir 6 dögum

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli manns sem krafðist þess að tveir einstaklingar sem eiga íbúð sem maðurinn leigði myndu endurgreiða honum tryggingarfé sem hann hafði lagt fram. Leigusalarnir höfðu haldið fénu eftir á þeim grundvelli að leigjandinn bæri ábyrgð á því að mygla væri mikil víða í íbúðinni sem og frekari Lesa meira

Sagður ganga um þvottahúsið eins og sína persónulegu geymslu – Kettir leiki lausum hala og ekki sé þrifið og loftað út

Sagður ganga um þvottahúsið eins og sína persónulegu geymslu – Kettir leiki lausum hala og ekki sé þrifið og loftað út

Fréttir
Fyrir 1 viku

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér álit í máli sem maður nokkur sem er eigandi að eignarhluta í fjöleignarhúsi beindi til hennar. Kvartaði maðurinn yfir umgengni manns, sem er eigandi að öðrum eignarhluta í húsinu, í sameign einkum í hinu sameiginlega þvottahúsi. Sagði maðurinn sem kvartaði að hinn maðurinn notaði þvottahúsið sem sína eigin persónulegu Lesa meira

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni

Segja leigjandann hafa valdið tjóni en voru of sein og sitja í súpunni

Fréttir
28.05.2024

Kærunefnd húsamála hefur sent frá sér úrskurð í máli sem þrír leigusalar beindu til nefndarinnar. Leigusalarnir eiga saman íbúð sem þeir leigðu leigjanda nokkrum sem þeir sögðu hafa valdið tjóni á íbúðinni. Kröfðust þeir þess að nefndin myndi heimila þeim að halda eftir tryggingarfé en leigjandinn krafðist þess að leigusölunum yrði gert að endurgreiða honum Lesa meira

Seldi húsnæðið án þess að láta leigjandann vita

Seldi húsnæðið án þess að láta leigjandann vita

Fréttir
27.05.2024

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð í máli sem eitt fyrirtæki beindi að öðru fyrirtæki. Fyrrnefnda fyrirtækið hafði leigt skrifstofuhúsnæði af hinu síðarnefnda og krafðist þess að fá tryggingarfé endurgreitt en húsnæðið hafði verið selt án þess að fyrirtækið sem leigði það hefði verið upplýst um söluna. Í úrskurðinum segir að aðilar málsins hafi gert Lesa meira

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Tókst ekki að sanna að leigjandinn hefði ekki þrifið húsnæðið en fær vangreidda leigu greidda

Fréttir
20.04.2024

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð í máli þar sem leigusali krafðist þess að fyrrum leigjanda hans yrði gert að greiða leigu fyrir bæði október og nóvember 2023. Nefndin féllst á hluta krafna leigusalans en hafnaði því sem eftir stóð þar sem honum hafði ekki tekist að færa sönnur á að viðskilnaður leigjandans við húsnæðið Lesa meira

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Fréttir
18.04.2024

Kærunefnd húsamála hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli sem varðaði kvörtun konu nokkurrar sem krafðist þess að fá afslátt af leigu á íbúð á grundvelli þess að leigusalinn, sem einnig er kona, hafi ekki sinnt viðgerðum. Krafðist leigjandinn einnig bóta vegna ólöglegrar ljósmyndunar í gegnum glugga á íbúðinni, fyrirvaralausrar komu eiginmanns leigusalans og þriggja Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af