fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Jón Sigurður Eyjólfsson

Jón Sigurður skrifar – Slaufusaga 101

Jón Sigurður skrifar – Slaufusaga 101

Eyjan
01.09.2024

Við Íslendingar höfum okkar rómantísku hugmyndir um upphaf byggðar hér á landi. Þetta var þægileg saga um víkinga, ljósa á brún og brá. Allt var gúddí, þannig séð, fyrstur kemur fyrstur fær, en snemma nær ráðdeildasama fólkið og það fræknasta yfirhönd. Það var gaman að vera Íslendingur undir þessu guðspjalli. En þá kemur til skjalanna Lesa meira

Jón Sigurður skrifar: Ronaldo og bölvað sjálfstraustið

Jón Sigurður skrifar: Ronaldo og bölvað sjálfstraustið

Eyjan
30.06.2024

Eitt er það atvik sem breytti hjartalagi heimsbyggðarinnar í einu vetfangi. Það var þegar Rögnvaldur Reiginskytta, stundum kallaður Ronaldo, var í dauðafæri en frekar að freista þess að opna eigin markareikning gaf hann tuðruna á félaga sinn sem þurfti þá ekki annað en pota henni í markið. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og hjartalag Lesa meira

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Lattelepjandi listamannsaumingjar

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Lattelepjandi listamannsaumingjar

EyjanFastir pennar
01.06.2024

Ekki birtist sú stórfrétt af heiman öðruvísi en að listaspírur lands vors leggi þar orð í belg. Ferst þeim það venjulega vel úr hendi, eða munni öllu heldur. Undirtökur mínar fóru þó, lengi vel, síst eftir því hvað þeir höfðu að segja heldur frekar eftir því hvernig mér leið í sálinni. Forsaga þess máls er Lesa meira

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar: Snillingar í lágkúrunni

EyjanFastir pennar
22.05.2024

Þegar ég var ungur drengur vestur á Bíldudal stóð ég í þeirri trú að Reykvíkingar væru mun merkara fólk en við sveitafólkið fyrir vestan. Það gat borðað hamborgara allan ársins hring óháð því hvort einhver nennti að standa í því að reka Vegamót, það borðaði ís sem var ekki seldur í olíuskúr og var því Lesa meira

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

Jón Sigurður skrifar: Ung, gröð og rík í flutningi Svedda tannar

EyjanFastir pennar
09.05.2024

Reglulega heyrum við fréttir af fangelsismálum Svedda tannar enda ekki óskemmtilegt að heyra af manni sem áður hélt til í partíhöll, umkringda sportbílum en dvelur nú bakvið lás og slá í Brasilíu. Eflaust eru margir fanganna ágætir innvið beinið en ekki er laust við að lesandinn fái á tilfinninguna að hagur hans hafi síst vænkað. Lesa meira

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Eyjan
25.04.2024

Þess minnist ég að mér og þessu Júróvisjóni hefur komið misjafnlega saman síðustu áratugi. Helst er um að kenna tónlistarsmekknum sem þar ríkir og fer svo öndvert á minn að innanum allt þetta lagaflóð finnst, ef ég er heppinn, kannski einn eða tveir smellir sem mér finnst hlustandi á. Þó eru þarna undantekningar einsog þegar Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af