Biden segir að Bandaríkin hafi mikla þörf fyrir að loftslagsmálin verði leyst
EyjanJoe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur tekið allt aðra stefnu í loftslags- og umhverfismálum en Donald Trump forveri hans í embætti. Hann hefur nú boðað til leiðtogafundar um loftslagsmál í apríl og vill að Bandaríkin taki forystu í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og hnattrænni hlýnun. Á miðvikudaginn skrifaði hann undir fjölda tilskipana sem eiga að hafa áhrif til hins betra í Lesa meira
Rannsaka hvort starfsfólk í dómsmálaráðuneytinu hafi reynt að breyta úrslitum forsetakosninganna
PressanBandaríska dómsmálaráðuneytið hefur hafið rannsókn á hvort núverandi eða fyrrverandi starfsmenn þess hafi reynt að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. Michael Horowitz, ráðuneytisstjóri, tilkynnti þetta á mánudaginn. Rannsóknin á að leiða í ljós hvort starfsfólk í ráðuneytinu hafi „tekið þátt í ólöglegum tilraunum“ til að breyta niðurstöðu forsetakosninganna. Ákvörðunin um rannsóknina var tekin eftir að New York Times skýrði frá Lesa meira
Biden kynnti COVID-19 aðgerðaáætlun byggða á „vísindum en ekki stjórnmálum“
PressanÍ gær var fyrsti heili dagur Joe Biden í embætti forseta Bandaríkjanna. Hann sat ekki auðum höndum og skrifaði undir fjölda forsetatilskipana um mál sem þola enga bið að hans mati. Meðal þess sem hann skrifaði undir voru tilskipanir um að ferðamenn, sem koma til Bandaríkjanna, þurfi að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr kórónuveirusýnatöku. Einnig skrifaði hann undir tilskipun Lesa meira
Segir að lýðræðið hafi nærri dáið
PressanÞað eru ekki auðveld verk sem bíða Joe Biden, sem nú er tekinn við sem forseti Bandaríkjanna, og strax á fyrsta degi þurfti hann að láta hendur standa fram úr ermum. Hann hafði skipulagt sannkallaða útdælingu forsetatilskipana á fyrstu tíu dögum sínum í embætti en þær getur hann gefið út og látið hrinda í framkvæmd án þess Lesa meira
Tókstu eftir þessu í innsetningarathöfninni í gær?
PressanInnsetningarathöfn Joe Biden og Kamala Harris í embætti forseta og varaforseta Bandaríkjanna í gær var ólík fyrir athöfnum. Nær engir áhorfendur, fráfarandi forseti fjarstaddur og smá snjókoma. Að auki voru gríðarlegar öryggisráðstafanir og hafa þær aldrei verið meiri við innsetningarathöfn forseta landsins. En það var eitt og annað sem við gátum séð í sjónvarpinu sem Lesa meira
Biden hvetur öldungadeildina til að taka á fleiri málum en ákærunni á hendur Trump
PressanJoe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hvetur öldungadeild þingsins til að leitast við að ná jafnvægi þegar ákæra á hendur Donald Trump, núverandi forseta, vegna embættisafglapa verður tekin fyrir og sinna fleiri málum um leið, þar á meðal þeim málum sem Biden leggur mikla áherslu á. Þetta sagði Biden þegar hann tjáði sig í fyrsta sinn eftir að Lesa meira
Biden – Ef þau væru frá Black Lives Matter hefðu þau fengið allt aðra meðferð
PressanÞví hefur verið velt upp í Bandaríkjunum og víðar hvað hefði gerst í árásinni á Capitol Hill á miðvikudaginn ef um svarta mótmælendur hefði verið að ræða en ekki hvíta hægrimenn sem styðja Donald Trump sitjandi forseta? Margir eru þeirrar skoðunar að þá hefði verið tekið öðruvísi og harðar á mótmælendunum en gert var á miðvikudaginn. Joe Biden, verðandi forseti, segir að Lesa meira
Joe Biden gagnrýnir „óábyrgan“ Trump
EyjanJoe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, gagnrýnir Donald Trump, sitjandi forseta, og stjórn hans fyrir deila ekki upplýsingum varðandi varnarmál og þjóðaröryggi með starfsliði verðandi forseta. Biden segir þetta ekki vera neitt annað en ábyrgðarleysi. Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Biden segi að starfsfólk hans, sem vinnur að undirbúningi innsetningar hans í forsetaembætti, fái ekki enn þær upplýsingar um varnarmál og Lesa meira
Joe Biden er búinn að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
PressanJoe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var bólusettur gegn kórónuveirunni í gær. Bólusetningin var send út í beinni sjónvarpsútsendingu frá sjúkrahúsi nærri heimili Biden í Delaware. Útsendingin var liður í aðgerðum til að sannfæra Bandaríkjamenn um öruggt sé að láta bólusetja sig. Biden fékk skammt af bóluefninu frá Pfizer. Nokkrum klukkustundum áður hafði eiginkona hans, Jill Biden, fengið sinn skammt á sama sjúkrahúsi. Biden Lesa meira
Biden segir að Demókratar verði að sigra í Georgíu ef framfarir eigi að eiga sér stað í Bandaríkjunum
PressanÞann 5. janúar verður kosið um tvö sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í Georgíu. Þetta eru gríðarlega mikilvægar kosningar því þær hafa mikil áhrif á skiptingu valdsins í Bandaríkjunum. Joe Biden, verðandi forseti, heimsótti Georgíu á þriðjudaginn og hvatti kjósendur til að kjósa frambjóðendur Demókrataflokksins. Á kosningafundi í Atlanta sagði hann að hætta sé á að pólitísk stefna hans Lesa meira