Meirhluti Íslendinga styður Biden – Kjósendur Miðflokksins helstu stuðningsmenn Trump
EyjanTæplega 8% íslenskra kjósenda myndu kjóst Donald Trump, Bandaríkjaforseta, ef þeir gætu kosið í forsetakosningunum í byrjun nóvember. Tæplega 82% myndu kjósa Joe Biden. 8% segjast ekki vita hvað þeir myndu kjósa og tæplega 3% vildu ekki svara. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerði fyrir Fréttablaðið 23. til 28. september. Fréttablaðið Lesa meira
Hvað segja fréttaskýrendur um kappræður næturinnar?
EyjanFréttaskýrendur eru flestir sammála um að kappræður næturinnar á milli Joe Biden og Donald Trump hafi verið ruglingslegar og nánast stjórnlausar. Chris Wallace, sem stýrði þeim, gekk illa að hafa stjórn á frambjóðendunum og þá sérstaklega Trump. Margir fréttaskýrendur segja að Trump hafi haldið tryggð við harðasta kjarna stuðningsmanna sinna en Biden hafi reynt að vera rödd skynseminnar. En kappræðnanna verður kannski einna helst minnst fyrir að Lesa meira
„Geturðu haldið kjafti maður?“ – Biden og Trump lenti saman í kappræðum næturinnar
EyjanÞað hafði verið beðið eftir kappræðum Donald Trump og Joe Biden, sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma, með mikilli eftirvæntingu en þetta voru fyrstu kappræður þeirra. Óhætt er að segja að hiti hafi verið í umræðunum allt frá fyrstu mínútu. Orð eins og „trúður“, „rasisti“ og „haltu kjafti“ voru notuð og Trump vildi ekki taka afstöðu gegn öfgahægrimönnum þegar Lesa meira
Hópur herforingja og þjóðaröryggisráðgjafa fer gegn Trump – „Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess“
Pressan„Við elskum landið okkar en óttumst um framtíð þess.“ Þetta kemur fram í opnu bréfi sem tæplega 500 háttsettir bandarískir herforingjar og þjóðaröryggisráðgjafar skrifa undir. Í því lýsa þeir yfir stuðningi við Joe Biden. Í bréfinu kemur fram að Trump hafi í forsetatíð sinni sýnt að hann standi ekki undir þeirri „gríðarlegu ábyrgð sem tengist embætti hans“. Einnig kemur Lesa meira
Fyrstu kappræður Trump og Biden eru í kvöld – Skattamálin verða væntanlega ofarlega á baugi
PressanÍ kvöld mætast Donald Trump og Joe Biden í sjónvarpskappræðum fyrir forsetakosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Skattamál Trump verða væntanlega ofarlega á baugi í kjölfar umfjöllunar New York Times um skattamál hans. Trump mun líklega mæta til leiks í ákveðinni vörn vegna afhjúpana New York Times á skattamálum hans en óhætt er að segja að þær séu Trump ekki til framdráttar. Í þeim kemur fram að Trump hafi komið sér hjá því að greiða skatta Lesa meira
Nýjasta útspil Trump vekur áhyggjur af lýðræðinu í Bandaríkjunum
PressanÁ fréttamannafundi í Hvíta húsinu á miðvikudagskvöldið sáði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, einn einu sinni efa um hvort hann muni láta friðsamlega af völdum ef svo fer að hann tapi fyrir Joe Biden í forsetakosningunum þann 3. nóvember næstkomandi. Fréttamaður spurði hann þá hvort hann myndi láta friðsamlega af völdum og afhenda Biden völdin. „Við verðum að bíða og sjá hvað gerist,“ Lesa meira
Cindy McCain styður Joe Biden – „Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn“
PressanCindy McCain, ekkja John McCain, hefur lýst yfir stuðningi við Joe Biden frambjóðanda Demókrata til forsetaembættisins í Bandaríkjunum. McCain er Repúblikani eins og eiginmaður hennar var en hann sat á þingi fyrir flokkinn og tókst á um forsetaembættið við Barack Obama og Joe Biden 2008. „Eiginmaður minn, John, lifði eftir einni reglu: Ættjörðin fyrst. Við erum Repúblikanar en fyrst og fremst Bandaríkjamenn,“ segir í tilkynningu sem Cindy sendi frá sér á Lesa meira
Hafa haldið sig frá kosningabaráttu síðustu 175 ár – Blanda sér nú í bandarísku forsetakosningarnar
PressanÍ 175 ára sögu Scientific American hefur tímaritið aldrei tekið afstöðu í stjórnmálum. En nú hefur þessi sögulega hefð verið rofin í nýjasta tölublaðinu. Þar segir að forsetakosningarnar þann 3. nóvember næstkomandi snúist bókstaflega um líf og dauða. Samkvæmt frétt The Washington Post er tímaritið elsta tímarit landsins sem hefur komið út án nokkurra hlé á útgáfunni. Í grein í nýjasta tölublaðinu Lesa meira
Þetta er munurinn á stefnu Trump og Biden í umhverfismálum
PressanEf bandarískir kjósendur láta stefnu forsetaframbjóðendanna tveggja, þeirra Donald Trump og Joe Biden, í umhverfismálum ráða hvorn þeir kjósa þá ætti valið ekki að vera erfitt því stefna þeirra er skýr og gjörólík. Kjósendur geta valið að hafa áfram forseta sem segir hnattræna hlýnun vera blekkingu eina og er allt annað en hrifinn af vísindum Lesa meira
Rússneskir tölvuþrjótar reyndu að brjótast inn í tölvur kosningabaráttu Joe Biden
PressanRússneskir tölvuþrjótar, sem eru á mála hjá rússneska ríkinu, reyndu að sögn að brjótast inn í tölvukerfi fyrirtækis sem starfar fyrir kosningaframboð Joe Biden. Microsoft er sagt hafa varað fyrirtækið við þessu. Tölvuþrjótarnir eru sagðir hafa beint spjótum sínum að fyrirtækinu SKDKnickerbocker, sem vinnur við samskiptamál og skipulagningu kosningabaráttunnar, undanfarna tvo mánuði. Fyrirtækið starfar einnig fyrir fleiri demókrata. Þrjótunum tókst Lesa meira