Talningu er lokið í fyrsta kjördæminu í Bandaríkjunum – Biden fékk öll atkvæðin
EyjanÍ dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og kjósa sér forseta til næstu fjögurra ára. Þeir kjósa einnig til þings og um eitt og annað í hinum ýmsu ríkjum. Talningu atkvæða í forsetakosningunum er lokið í Dixville Notch í New Hampshire. Joe Biden fékk öll greidd atkvæði. Tólf búa í bænum og fimm greiddu atkvæði. Það tók því ekki langan tíma að telja atkvæðin Lesa meira
Maðurinn sem hefur alltaf rétt fyrir sér – „Trump tapar kosningunum“
EyjanKosningabarátta og skoðanakannanir er eitthvað sem sagnfræðiprófessorinn Allan Lichtman, 73 ára, er ekki hrifinn af en samt sem áður hefur hann árum saman spáð rétt fyrir um úrslit bandarísku forsetakosninganna. „Gleymið ræðunum og sjónvarpskappræðunum. Gleymið skoðanakönnununum og því sem sérfræðingar segja. Gleymið auglýsingunum, fjársöfnununum og óheiðarlegu brögðunum. Þetta skiptir engu!“ þetta segir Lichtman sem er prófessor við American University í Washington. Lesa meira
Söguleg tíðindi – Íhaldssamt dagblað lýsir yfir stuðningi við Joe Biden
PressanKosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokasprettinum en landsmenn ganga að kjörborðinu næstkomandi þriðjudag og kjósa forseta og þingmenn. Þegar litið er aftur og sagan skoðuð þá er eiginlega hefð að dagblöð landsins lýsi yfir stuðning við ákveðinn frambjóðanda á lokasprettinum. Það hefur einnig gerst í ár og hafa sumar stuðningsyfirlýsingarnar komið nokkuð á óvart. Lesa meira
Spáir óvæntum úrslitum í forsetakosningunum – Spáði rétt um úrslitin í 49 af 50 ríkjum síðast
PressanJoe Biden, frambjóðandi Demókrata, er með gott forskot á Donald Trump, sitjandi forseta og frambjóðanda Repúblikana, í baráttunni um forsetaembættið miðað við skoðanakannanir. En tölfræðingurinn og prófessorinn Bela Stantic, sem segist ekki hafa hundsvit á pólitík, spáir Trump sigri. Þetta byggir hann á greiningu á milljónum tísta á Twitter og viðbrögðum við þeim News.com.au skýrir frá þessu. Fram kemur að Stantic spái því að Trump fái 270 Lesa meira
Það eru fleiri en Trump og Biden í framboði í bandarísku forsetakosningunum
PressanÞað hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að Joe Biden og Donald Trump takast á um forsetaembættið í Bandaríkjunum en forsetakosningarnar fara fram þann 3. nóvember næstkomandi. En fáir hafa kannski heyrt um aðra frambjóðendur en því fer fjarri að Trump og Biden séu einir í framboði. Meðal frambjóðendanna má finna ýmsa undarlega kvisti. Það er auðvitað ekki auðvelt að bjóða sig fram Lesa meira
Trump og Biden tókust á í kappræðum í nótt – Mun betri en þær síðust en breyta litlu
PressanDonald Trump og Joe Biden tókust á í sjónvarpskappræðum í nótt en þetta voru síðustu kappræður þeirra áður en Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu þann. 3. nóvember næstkomandi. Kappræðurnar fóru fram í Nashville og voru með breyttu sniði. Nú var lokað fyrir hljóðnema frambjóðendanna í tvær mínútur þegar þeir svöruðu ákveðnum spurningum svo mótframbjóðandinn gæti tjáð sig í friði en fyrri kappræður þeirra Lesa meira
Trump fer mikinn en Biden er rólegur á lokaspretti kosningabaráttunnar
PressanÞað styttist óðum í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og síðari sjónvarpskappræður þeirra Donald Trump og Joe Biden, sem takast á um embættið, en þær fara fram í nótt að íslenskum tíma. Óhætt er að segja að Trump og Biden hafist ólíkt að þessa síðustu daga. Trump fer mikinn í kosningabaráttu sinni en Biden tekur því rólega. Lesa meira
Sakar Rússa og Írani um íhlutun í forsetakosningarnar
EyjanFyrir fjórum árum taldi bandaríska alríkislögreglan FBI að Rússar hefðu haft afskipti af forsetakosningunum þar sem Donald Trump og Hillary Clinton tókust á um forsetaembættið. Nú telja leyniþjónustustofnanir að bæði Rússar og Íranir hafi blandað sér í kosningarnar og reyni að hafa áhrif á niðurstöðu þeirra. John Ratcliffe, forstjóri leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna (National Intelligence), sagði þetta á fréttamannafundi í Washington í gærkvöldi. Hann sagði að Rússar og Lesa meira
Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum
EyjanHeimsfaraldur kórónuveirunnar og áhyggjur margra af löngum biðröðum á kjörstöðum þegar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 3. nóvember valda því að milljónir kjósenda velja að kjósa heima núna og senda atkvæðaseðla sína í pósti. Þetta á sérstaklega við um stuðningsfólk Demókrata. Það er auðvitað jákvætt að fólk nýti kosningarétt sinn en þessi mikli fjöldi Lesa meira
Reikna með að minnst ein milljón utankjörstaðaratkvæði verði úrskurðuð ógild
PressanMiklu fleiri Bandaríkjamenn munu kjósa utan kjörfundar, bréfleiðis, í kosningunum þann 3. nóvember en að jafnaði í forsetakosningum þar í landi. Ástæðan er heimsfaraldur kórónuveirunnar. Donald Trump, forseti, hefur lýst yfir efasemdum um slíkar atkvæðagreiðslur og segir þær ávísun á kosningasvindl en hefur ekki sett fram neinar sannanir til stuðnings þessum ummælum. Kjörstjórnir vísa þessu á bug Lesa meira