fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Jeff Bezos

Elon Musk ekki lengur ríkasti maður heims

Elon Musk ekki lengur ríkasti maður heims

Pressan
05.03.2024

Elon Musk, stofnandi Teslu, Space X og fleiri fyrirtækja, er ekki lengur í efsta sætinu yfir ríkustu einstaklinga heims. Jeff Bezos, eigandi Amazon, er nú kominn á toppinn samkvæmt milljarðamæringavísitölu Bloomberg. Eru eigur Bezos nú metnar á 200 milljarða Bandaríkjadala, 27.600 milljarða króna, á meðan eigur Musk eru metnar á 198 milljarða dala, 27.300 milljarða króna. Bezos er enginn nýgræðingur á toppi listans því hann var þar Lesa meira

Tryllt sextugsafmæli Jeff Bezos – Var með mjög stranga reglu um gjafir

Tryllt sextugsafmæli Jeff Bezos – Var með mjög stranga reglu um gjafir

Fókus
25.01.2024

Jeff Bezos, stofnandi netverslunarrisans Amazon og einn ríkasti maður heims, fagnaði sextugsafmæli sínu á dögunum. Veislan var haldin í stórhýsi unnustu hans, Lauren Sánchez, í Beverly Hills. Þetta var meiriháttar partý með svakalegum gestalista. Samkvæmt Page Six voru Jay Z, Beyoncé, Ivanka Trump, Jared Kushner, Ciara, Russell Wilson, Oprah Winfrey, Gayle King, Kim Kardashian, Kris Lesa meira

Fékk 38 milljarða dollara við skilnaðinn – Útnefnd valdamesta kona heims

Fékk 38 milljarða dollara við skilnaðinn – Útnefnd valdamesta kona heims

Pressan
13.12.2021

Árum saman var hún „aðeins“ eiginkona eins ríkasta manns heims. En það breyttist þegar hjónabandinu lauk. Hún fékk 38 milljarða dollara í sinn hlut og varð þar með ein ríkasta kona heims. Hún hefur ekki legið eins og dreki á gulli á auði sínum og hefur af miklu örlæti gefið háar fjárhæðir til góðgerðarmála. Þetta Lesa meira

Jeff Bezos og Bill Gates fjárfesta í verkefni á Grænlandi

Jeff Bezos og Bill Gates fjárfesta í verkefni á Grænlandi

Pressan
10.08.2021

Fyrirtækið Bluejay Mining hefur fengið 15 milljónir dollara frá nokkrum af ríkustu mönnum heims til að fjármagna leit að sjaldgæfum málmum á Grænlandi. Þetta eru málmar sem er hægt að nota í rafbíla. Meðal fjárfestanna eru Jeff Bezos, stofnandi netverslunarinnar Amazon, og Bill Gates, stofnandi Microsoft. Samkvæmt frétt Jótlandspóstsins þá verður fjármagnið notað til að hrinda leitarverkefninu Disko-Nuussuaq í gang á vesturströnd Grænlands. Peningarnir koma frá KoBold Metals Lesa meira

Fer út í geim 60 árum eftir að henni var meinað það vegna kynferðis hennar

Fer út í geim 60 árum eftir að henni var meinað það vegna kynferðis hennar

Pressan
05.07.2021

Þann 20. júlí næstkomandi verður New Shepard geimflaug Blue Origin, geimferðafyrirtækis Jeff Bezos stofnanda netverslunarinnar Amazon, skotið út í geim frá Texas. Meðal farþeganna verður Wally Funk, 82 ára, sem hlaut þjálfun sem geimfari á sjöunda áratugnum en fékk ekki að fara út í geim vegna kynferðis síns. Sky News segir að Bezos hafi valið Funk til ferðarinnar og verður hún heiðursgestur. Funk er að vonum ánægð með þetta og segir frábært að fá loks Lesa meira

Jeff Bezos segir að Blue Origin ætli að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins

Jeff Bezos segir að Blue Origin ætli að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins

Pressan
12.12.2020

Geimferðafyrirtækið Blue Origin, sem er í eigu Jeff Bezos, stofnanda Amazon, ætlar að sjá um að koma fyrstu konunni til tunglsins. Þetta sagði Bezos nýlega í færslu á Instagram. NASA mun fljótlega taka ákvörðun um hvaða einkafyrirtæki mun flytja geimfara til tunglsins en það á að gerast á næstu þremur árum. „Þetta er geimflaugin sem mun flytja fyrstu konuna til tunglsins,“ skrifaði Bezos Lesa meira

Elon Musk er nú jafn ríkur og Bill Gates

Elon Musk er nú jafn ríkur og Bill Gates

Pressan
26.11.2020

Elon Musk heldur áfram að klífa upp listann yfir ríkasta fólk og er nú næst ríkasti maður heims ásamt Bill Gates. Þeir félagar verða því að deila sætinu sín á milli um sinn. Auður Musk er nú metinn á 128 milljarða dollara samkvæmt úttekt Bloomberg Billionaires index sem fylgist með og skráir auð 500 ríkustu jarðarbúanna. Musk var meira að segja aðeins Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af