fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

jarðskjálfti

Myndband sýnir vel skelfilegan kraft jarðskjálftans á Taiwan

Myndband sýnir vel skelfilegan kraft jarðskjálftans á Taiwan

Pressan
03.04.2024

Eins og greint hefur verið frá reið jarðskjálfti yfir Taiwan í nótt, að íslenskum tíma, um klukkan 8 að morgni að staðartíma. Skjálftinn er sagður hafa verið á bilinu 7,2-7,7 að stærð. Um 700 manns hafa slasast og að minnsta kosti 7 manns hafa látist. Íslenska utanríkisráðuneytið hefur beitn þeim tilmælum til Íslendinga á Taiwan Lesa meira

Íslendingar í Marokkó beðnir um að láta vita af sér

Íslendingar í Marokkó beðnir um að láta vita af sér

Fréttir
09.09.2023

Utanríkisráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á Facebook-síðu sinni vegna jarðskjálfta sem reið yfir Marokkó í gærkvöldi en á sjöunda hundrað eru látin af völdum skjálftans. Borgaraþjónusta ráðuneytisins biður alla Íslendinga sem kunna að vera staddir í Marokkó um að láta vita af sér. Tilkynningin hljóðar svo: „Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hvetur Íslendinga í Marokkó til að Lesa meira

Skjálfti upp á 4,6

Skjálfti upp á 4,6

Fréttir
03.08.2022

Snarpur skjálfti, sem mældist 4,6, varð um klukkan 05.35 á Reykjanesskaga. Stærð hans hefur ekki verið staðfest af sérfræðingum Veðurstofunnar. Þetta er stærsti skjálfti næturinnar en klukkan hálf tvö varð einn upp á 3,3 og annar álíka sterkur reið yfir skömmu eftir miðnætti. Mikill fjöldi skjálfta hefur mælst í nótt en langflestir voru undir 1 Lesa meira

Skjálfti upp á 3,5 við Vatnafjöll

Skjálfti upp á 3,5 við Vatnafjöll

Fréttir
26.11.2021

Klukkan 03.17 varð jarðskjálfti upp á 3,5 við Vatnafjöll. Hann átti upptök sín á sömu slóðum og skjálftinn upp á 5,2 sem reið yfir 11. nóvember. Nokkur skjálftavirkni hefur verið á þessum slóðum síðan þá og er þetta næst stærsti eftirskjálftinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni sem segir að engar tilkynningar hafi borist Lesa meira

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu – Að minnsta kosti sjö látnir

Öflugur jarðskjálfti í Indónesíu – Að minnsta kosti sjö látnir

Pressan
15.01.2021

Jarðskjálfti, af stærðinni 6,2, reið yfir indónesísku eyjuna Sulawesi í síðdegis í gær að íslenskum tíma, miðnætti að staðartíma. Staðfest hefur verið að sjö hafa fundist látnir. Upptök skjálftans voru um sex kílómetra norðan við bæinn Majene. Margir sterkir eftirskjálftar hafa fylgt. Reuters segir að allt að 650 hafi slasast í skjálftanum. rúmlega 300 hús eyðilögðust í Mamuju, þar á Lesa meira

Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu – Skjálftar úti af Vesturlandi og Snæfellsnesi

Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu – Skjálftar úti af Vesturlandi og Snæfellsnesi

Fréttir
16.12.2020

Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan 04.33. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofu Íslands urðu tveir jarðskjálftar á 17 sekúndum NNA af Reykjanestá. Sá fyrri 3,4 klukkan 04.33.10 og sá síðari 4,1 klukkan 04.33.27. Sá fyrri átti upptök sín 8,5 km NNA af Reykjanestá og sá síðari 7,5 km NNA af Reykjanestá. Á vefsíðunni kemur einnig Lesa meira

Jarðskjálfti upp á 5 á Reykjanesi – Margir eftirskjálftar

Jarðskjálfti upp á 5 á Reykjanesi – Margir eftirskjálftar

Fréttir
20.07.2020

Jarðskjálfti, af stærðinni 5,0, varð við Fagradalsfjall á Reykjanesi klukkan 23.36 í gærkvöldi. Skjálftinn fannst vel víða á Suðvesturhorni landsins. Fjöldi eftirskjálfta hafa mælst, þeir stærstu 3,5 klukkan 00.08 og 3,4 klukkan 00.55 og 03.09. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir einnig að tilkynningar hafi borist um að eftirskjálftarnir hafi fundist vel á Lesa meira

Flóðbylgjur hafa sést í kjölfar skjálftans í Nýju-Kaledóníu – Íbúar hvattir til að forða sér af láglendi

Flóðbylgjur hafa sést í kjölfar skjálftans í Nýju-Kaledóníu – Íbúar hvattir til að forða sér af láglendi

Pressan
05.12.2018

Bandaríska flóðviðvörunarstofnunin gaf út flóðbylgjuviðvörun fyrir ákveðin svæði í Kyrrahafi í nótt í kjölfar skjálfta, sem mældist 7,6, við frönsku eyjaþyrpinguna Nýju-Kaledóníu. Flóðbylgjur hafa sést á svæðinu og eru íbúar á Nýju-Kaledóníu hvattir til að forða sér af láglendi. Það sama á við á Vanúatú. Ekki er talin hætta á ferðum að svo komnu máli Lesa meira

Skjálfti upp á 7,6 við Nýju-Kaledóníu – Flóðbylgjuviðvörun gefin út fyrir Kyrrahaf

Skjálfti upp á 7,6 við Nýju-Kaledóníu – Flóðbylgjuviðvörun gefin út fyrir Kyrrahaf

Pressan
05.12.2018

Jarðskjálfti, sem mældist 7,6, reið yfir við Nýju-Kaledóníu í Kyrrahafi fyrir stundu. Nýja-Kaledónía er um 1.800 km austan við Ástralíu. Eyjarnar tilheyra Frakklandi. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið send út og gildir hún fyrir ríki við Kyrrahaf. Upptök skjálftans voru um 20 km suðaustan við eyjarnar. Ekki hafa borist frekari fregnir af málinu.

Mest lesið

Ekki missa af