fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025

jarðskjálftar

Ragnar telur að kvika á sjö kílómetra dýpi sé að þrýsta sér upp

Ragnar telur að kvika á sjö kílómetra dýpi sé að þrýsta sér upp

Fréttir
02.03.2021

Skjálftavirknin á Reykjanesskaga heldur áfram og hefur jörð skolfið í alla nótt og gerir enn. Síðdegis í gær var skýrt frá því að vísindamenn telja að nú sé ekki útilokað að gosið geti á svæðinu og var það mat byggt á nýjum gervihnattarmyndum og öðrum gögnum.  Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafræðingur, segir skjálftahrinuna skýrustu vísbendingu síðari ára um að nýtt Lesa meira

Sterkur skjálfti klukkan 05.36

Sterkur skjálfti klukkan 05.36

Fréttir
02.03.2021

Tveir sterkir skjálftar urðu á Reykjanesskaga um klukkan þrjú í nótt en síðan tók við smá hlé þar sem skjálftarnir voru frekar veikir. Klukkan 05.36 lauk því hléi þegar skjálfti upp á rúmlega 3 reið yfir. Frá miðnætti hafa 11 skjálftar, yfir 3, mælst en á milli klukkan 03.05 og 05.20 mældist enginn skjálfti yfir Lesa meira

Páll Einarsson segir að fólk þurfi að vera við öllu búið

Páll Einarsson segir að fólk þurfi að vera við öllu búið

Fréttir
25.02.2021

Dr. Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að skjálftahrinan á Reykjanesskaga í gær sé hluti af atburðarás sem hófst í desember 2019 og sé staðfesting á að þessi atburðarás haldi áfram og sé síst í rénun. Morgunblaðið hefur þetta eftir honum í dag. Haft er eftir Páli að þetta sé í fyrsta sinn sem svo mikil umbrot hafi sést Lesa meira

22.000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga síðasta árið

22.000 jarðskjálftar á Reykjanesskaga síðasta árið

Fréttir
28.01.2021

Frá því að umbrot hófust við Grindavík þann 26. janúar á síðasta ári hafa 22.000 jarðskjálftar mælst á Reykjanesskaga. Flestir hafa þeir verið vægir og undir 3 að styrk. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að þegar umbrotin við Grindavík hófust hafi komið í ljós að þar hafði jörð risið um tvo sentimetra Lesa meira

Stóri skjálftinn í gær er merki um að hrinur færist nær Reykjavík – „Við getum alveg reiknað með hrinum næsta árið“

Stóri skjálftinn í gær er merki um að hrinur færist nær Reykjavík – „Við getum alveg reiknað með hrinum næsta árið“

Fréttir
21.10.2020

Stóri skjálftinn sem reið yfir suðvesturhornið í gær mældist 5,6. Upptök hans voru sex kílómetra vestan við Kleifarvatn. Skjálftinn fannst víða um land. Í kjölfar hans fylgdu mörg hundruð eftirskjálftar, þar af að minnsta kosti tveir yfir 4 stig en upptök þeirra voru vestar á Reykjanesi. Ekki urðu slys á fólki og eignatjón var smávægilegt. Lesa meira

Fjórir sterkir jarðskjálftar nærri Gjögurtá

Fjórir sterkir jarðskjálftar nærri Gjögurtá

Fréttir
06.10.2020

Klukkan 05.47 varð jarðskjálfti af stærðinni 4,0 um 4 km NA af Gjögurtá. Nokkrum mínútum áður urðu þrír skjálftar af stærðinni 3,8, 3,7 og 3,5. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að tilkynningar hafi borist víða að af Norðurlandi um að skjálftarnir hafi fundist. Rúmlega 30 minni skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Þetta er stærsti skjálftinn Lesa meira

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7

Tveir sterkir skjálftar fyrir norðan – 4,6 og 3,7

Fréttir
08.08.2020

Klukkan 03:42 varð jarðskjálfti af stærðinni 4,6 um 11 km norðvestur af Gjögurtá. Klukkan 03.52 varð annar skjálfti af stærðinni 3,7 á svipuðum slóðum. Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að skjálftarnir hafi fundist víða á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Rúmlega 40 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fram Lesa meira

Enn skelfur jörð á Reykjanesi – Áfram má búast við skjálftum

Enn skelfur jörð á Reykjanesi – Áfram má búast við skjálftum

Fréttir
20.07.2020

Jörð hefur haldið áfram að skjálfa á Reykjanesi í nótt og morgun í kjölfar stóra skjálftans sem varð rétt fyrir miðnætti. Hann mældist 5,0. Á sjötta tímanum varð skjálfti við Fagradalsfjall og mældist hann vera 4,6. Skjálftarnir hafa fundist víða á Suðvesturhorninu og allt austur í Vík í Mýrdal. Vísir.is hefur eftir Bjarka Kaldalóns Friis, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af