fbpx
Mánudagur 04.nóvember 2024

Jarðakaup

Enn bætir Ratcliffe við sig jörðum – Nú talinn eiga 1.4% af Íslandi – Beðið eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar

Enn bætir Ratcliffe við sig jörðum – Nú talinn eiga 1.4% af Íslandi – Beðið eftir frumvarpi ríkisstjórnarinnar

Eyjan
06.11.2019

Jim Ratcliffe, breski auðjöfurinn sem hefur keypt upp mikið landsvæði á Norðausturlandi, er nú talinn eiga um 1.4% jarða hér á landi. Í frétakýringaþættinum Kveik í gær kom fram að Ratcliffe ætti nú meirihluta í 30 jörðum, eða rúmlega tvöfalt meira en í ársbyrjun 2018. Þá er hann minnihlutaeigandi í níu jörðum og á veiðirétt Lesa meira

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Framsókn leggur til leyfisskyldu á jarðakaupum – Forsenda fyrir eignarhaldi verði skilgreind tengsl við Ísland

Eyjan
19.09.2019

Eitt af forgangsmálum þingflokks Framsóknar á þessu þingi er þingsályktun um aðgerðaráætlun í jarðarmálum. Í ályktuninni er lagt til að ríkisstjórnin hrindi í framkvæmd aðgerðaráætlun í 7 liðum, til að styrkja lagaumgjörð og reglur um ráðstöfun og nýtingu auðlinda á landi, ásamt aðgerðum til að styrkja grundvöll til eftirfylgni slíkra reglna, eins og segir í Lesa meira

Segir Sjálfstæðismenn andvíga hertum reglum um jarðakaup auðkýfinga: „Opnuðu landið aftur upp á gátt“

Segir Sjálfstæðismenn andvíga hertum reglum um jarðakaup auðkýfinga: „Opnuðu landið aftur upp á gátt“

Eyjan
30.07.2019

Stefán Ólafsson, félagsfræðiprófessor og sérfræðingur hjá Eflingu, fjallar um jarðakaup erlendra auðmanna á Eyjubloggi sínu í dag, í tilefni þess að meirihluti landsmanna vill herða reglur um jarðakaup útlendinga, samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Stefán telur að Sjálfstæðismenn vilji ekki herða reglurnar, heldur þynna málið út. Hann minnist á orð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um að slíkar takmarkanir Lesa meira

Þjóðernisrembingur mörlandans

Þjóðernisrembingur mörlandans

Eyjan
18.07.2019

Jón Steinar Gunnlaugsson ritar: Fjöldinn allur af Íslendingum hefur fest kaup á fasteignum í öðrum löndum. Það finnst okkur sjálfsagt að þeir geti gert. Auðvitað. Þjóðerni eiganda fasteignar á ekki að skipta neinu máli fyrir heimaríkið. Um fasteignirnar gilda lög og reglur viðkomandi ríkis án tillits til þjóðernis eigenda þeirra. Þegar við ræðum hins vegar Lesa meira

Guðmundur Andri: „Ríkur kall á Englandi eigi ekki að geta keypt hér jarðir út í það óendanlega“

Guðmundur Andri: „Ríkur kall á Englandi eigi ekki að geta keypt hér jarðir út í það óendanlega“

Eyjan
16.07.2019

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segist andvígur jarðakaupum erlendra auðkýfinga, sem innlendra, hér á landi. Hann segir það stefnu jafnaðarmanna að auður eigi ekki að safnast á fárra hendur, í hvaða formi sem sá auður er: „Ég held að það sé einhver starfshópur á vegum ríkisstjórnarinnar að klóra sér í hausnum yfir því hvernig eigi Lesa meira

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Jim Ratcliffe á meira en 1% af Íslandi – Kallað eftir skattrannsókn – Þingmaður vill selja ríkisjarðir fyrir 6 milljarða

Eyjan
15.07.2019

Fjárfestingarfélagið Sólarsalir ehf. sem er í eigu Jim Ratcliffe, eins ríkasta manns Bretlands, hefur keypt jörðina Brúarland 2 í Þistilfirði, samkvæmt frétt RÚV. Frekari jarðakaup eru ekki sögð áformuð, en Ratcliffe hefur keypt margar jarðir í Þistilfirði og Vopnafirði undanfarin ár. Er talið að hann, ásamt viðskiptafélögum sínum, sem telur einnig Jóhannes Kristinsson, gjarnan kenndan Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af