Er Deltaafbrigði kórónuveirunnar búið að eyða sjálfu sér? Ótrúleg þróun faraldursins í Japan
PressanEr Deltaafbrigði kórónuveirunnar búið að eyða sjálfu sér í Japan? Það er spurningin sem margir japanskir vísindamenn spyrja sig þessa dagana eftir ótrúlega fækkun smita af völdum afbrigðisins þar í landi. Japan Times er meðal þeirra fjölmiðla sem skýra frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi sett fram þá kenningu að Deltaafbrigðið sé eiginlega orðið þreytt og Lesa meira
Mikið áfall á sjúkrahúsinu – Sjúklingar og starfsfólk drukku klósettvatn í 30 ár
PressanÍ 30 ár var ekki allt eins og það átti að vera á Háskólasjúkrahúsinu í Osaka í Japan hvað varðar vatnslagnir. Þegar sjúkrahúsið var byggt fyrir um 30 árum voru gerð mistök við vatnslagnir og hafði það í för með sér að í þrjá áratugi drukku sjúklingar og starfsfólk klósettvatn og böðuðu sig upp úr Lesa meira
Sjálfsvíg japanskra barna hafa aldrei verið fleiri
PressanÁ síðasta skólaári frömdu 415 japönsk börn sjálfsvíg og hafa aldrei verið fleiri á einu skólaári síðan skráning hófst árið 1974. Börnin voru á aldrinum 8 til 18 ára. Þetta kemur fram í skýrslu sem menntamálaráðuneytið birti nýlega. Japanska fréttastofan NHK segir að margvíslegar ástæður liggi að baki sjálfsvígunum. Þar á meðal eru fjölskylduvandamál, slæmur námsárangur, samband Lesa meira
Ósáttur við dómarann eftir dómsuppkvaðningu – „Þú munt sjá eftir þessu“
PressanÍ síðustu viku var hinn 74 ára japanski mafíuleiðtogi Satoru Nomura dæmdur til dauða af dómara í Japan. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að Satoru hefði fyrirskipað morð og árásir á fjölda fólks. Satoru er leiðtogi Kudo–kai mafíunnar, eða yakuzahópsins, sem er talin samanstanda af um 220 manns. Hann þvertók fyrir aðild að umræddum málum. Ekki er útilokað að það sé rétt hjá honum Lesa meira
Japanar hafa miklar áhyggjur af stöðu Taívan
PressanJapönsk herskip tóku nýlega þátt í heræfingum í Adenflóa með bandarískum, breskum og hollenskum herskipum. Á sama tíma birti japanska varnarmálaráðuneytið skýrslu um stöðu mála varðandi Taívan og segir hana vera ógn við öryggi Japan. Þetta er í fyrsta sinn sem stöðu mála varðandi Taívan er lýst sem ógn við öryggi Japan. Nokkrum dögum áður en skýrslan Lesa meira
Bandaríkin ráða fólki frá ferðum til Japan
PressanVegna stöðu kórónuveirufaraldursins í Japan ráða bandarísk stjórnvöld fólki frá því að fara til Japan. Ástæðan er auðvitað hættan á að fólk smitist af kórónuveirunni. Þetta kemur á slæmum tíma fyrir Japan en nú eru aðeins um tveir mánuðir þar til Ólympíuleikarnir eiga að hefjast í Tókýó. Samkvæmt ferðaráðleggingum bandaríska utanríkisráðuneytisins kemur fram að Japan sé Lesa meira
Norður-Kórea keppir ekki á Ólympíuleikunum vegna smithættu – Er ástæðan kannski önnur?
PressanStjórnvöld í Norður-Kóreu sendu frá sér tilkynningu í gær um að landið muni ekki senda íþróttamenn til keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Ástæðan er að þeirra sögn að of áhættusamt sé fyrir íþróttamennina að keppa vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Áður hafði verið tilkynnt að engir erlendir áhorfendur fái að sækja leikana og Lesa meira
Norður-Kórea skaut tveimur eldflaugum í átt að Japan í gær
PressanHer Norður-Kóreu skaut tveimur eldflaugum í átt að Japan í gær. Búist hafði verið við þessu vopnabrölti því venjan er að Norður-Kórea geri tilraunir með eldflaugar eða önnur vopn í tengslum við valdaskipti í Bandaríkjunum. Japönsk stjórnvöld segja að önnur eldflaugin hafi flogið um 450 kílómetra áður en hún hrapaði í sjóinn utan við japönsku Lesa meira
Nú verður ekki aftur snúið – Ólympíuleikarnir verða haldnir í Tókýó í sumar
PressanEnn er margt óljóst í tengslum við Ólympíuleikana í Tókýó í sumar nema hvað nú liggur fyrir að þeir verða haldnir. Þeir áttu að fara fram á síðasta ári en var frestað vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Enn liggur þó ekki fyrir hvort áhorfendur fái að sækja viðburðina á leikunum. Alþjóða Ólympíunefndin hefur nú ákveðið að leikarnir fari fram Lesa meira
Sprautunálaskortur gæti eyðilagt bólusetningaáætlun Japana fyrir Ólympíuleikana
PressanJapönum gengur erfiðlega við að útvega sérstakar sprautunálar sem þarf að nota til að ná bóluefni gegn kórónuveirunni úr lyfjaglösum. Þetta gæti eyðilagt bólusetningaáætlun þeirra fyrir Ólympíuleikana sem eiga að fara fram í Tókýó í sumar. Japönsk stjórnvöld skrifuðu í janúar undir samning við Pfizer um kaup á 144 milljónum skammta af bóluefni fyrirtækisins. Það dugir til að bólusetja Lesa meira