Jafn stór og tennisvöllur og jafn þunnur og mannshár – Geimsjónaukinn er búinn að breiða úr sólarskildi sínum
PressanLíklegt má teljast að margir hafi varpað öndinni léttar í gær þegar staðfest var að James Webb geimsjónaukinn hafi breitt úr sólarskildi sínum en hann skiptir gríðarlegu máli fyrir starfhæfni sjónaukans. Sólarskjöldurinn er á stærð við tennisvöll og jafn þunnur og mannshár. Sjónaukinn á að nema merki sem berast frá fjarlægustu kimum alheimsins. Hann er gríðarlega viðkvæmur Lesa meira
Eru geimverur til? James Webb sjónaukinn getur kannski varpað ljósi á það
PressanJames Webb geimsjónaukanum var skotið á loft á jóladag. Þetta er öflugasti sjónauki heimsins og er vonast til að hann geti gjörbylt skilningi okkar á alheiminum og stöðu okkar í honum. Vísindamenn segja að „nýtt tímabil í stjörnufræði“ geti verið í uppsiglingu með tilkomu James Webb. Sky News skýrir frá þessu. Sjónaukinn er samvinnuverkefni Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA og Lesa meira
„Stærsta auga heims“ verður skotið út í geim á aðfangadag
PressanKlukkan 12.20 á aðfangadag, að íslenskum tíma, er fyrirhugað að skjóta James Webb geimsjónaukanum á loft. Þetta er stærsti geimsjónaukinn sem nokkru sinni hefur verið sendur á loft frá jörðinni. Með honum er ætlunin að skyggnast langt aftur í tímann, eins nálægt Miklahvelli og hægt er. Sjónaukinn verður sendur á braut í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð Lesa meira
James Webb geimsjónaukinn er loksins tilbúinn
PressanÁrið 1996 hófst vinna við geimsjónaukann James Webb en hann á að leysa geimsjónaukann Hubble af hólmi. Verkið hefur dregist á langinn en nú er því loksins að ljúka og hefur bandaríska geimferðastofnunin NASA lokið lokatilraunum sínum og er að undirbúa flutning sjónaukans til Kourou í Frönsku Gíneu en þaðan verður honum skotið á loft. Þegar vinnan við Lesa meira
Ný pláneta fundin – Líkist jörðinni
PressanFundur fjarlægrar plánetu, sem líkist okkar, gefur vísindamönnum, sem leita byggilegra pláneta í öðrum sólkerfum, aukinn kraft. Órafjarri, í um það bil 3.000 ljósára fjarlægð, nálægt stjörnunni “Kepler 160”, sem minnir um margt á okkar sól, hafa vísindamenn kannski fundið plánetu, sem minnir á jörðina. Allt bendir til þess að plánetan, sem hefur hlotið nafnið Lesa meira