fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Jakob Frímann Magnússon

Steinunn Ólína leitaði ásjár hjá öllum þingmönnum og ráðherrum – Aðeins einn svaraði

Steinunn Ólína leitaði ásjár hjá öllum þingmönnum og ráðherrum – Aðeins einn svaraði

Fréttir
Fyrir 2 vikum

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og fyrrum forsetaframbjóðandi hefur greint frá því á Facebook-síðu sinni að hún hafi leitað ásjár hjá öllum alþingismönnum og ráðherrum en aðeins einn þeirra hafi svarað bón hennar. Sendi Steinunn Ólína þingmönnunum og ráðherrunum tölvupóst þar sem hún bað þá að beita sér fyrir því að hinn ellefu ára gamli Yazan Lesa meira

Orðið á götunni: Jakob Frímann liggur undir feldi

Orðið á götunni: Jakob Frímann liggur undir feldi

Eyjan
22.03.2024

Orðið á götunni er að talsverður og vaxandi þrýstingur sé nú á að Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður og þingmaður, láti til skarar skríða og bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. Jakob er reynslubolti á ýmsum sviðum og hefur látið sig margt varða á löngum og fjölbreyttum ferli. Hann hefur reynslu af utanríkismálum, var m.a. Lesa meira

Jakob Frímann: Áttræðir Ameríkanar í göngugrindum höfuðkúpubrjóta sig á fjölförnustu ferðamannastöðunum hér á landi

Jakob Frímann: Áttræðir Ameríkanar í göngugrindum höfuðkúpubrjóta sig á fjölförnustu ferðamannastöðunum hér á landi

Eyjan
17.09.2023

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins segir helstu ferðamannastaði hér á landi vera slysagildrur þar sem aldraðir ferðamenn, gjarnan áttræðir Ameríkanar í göngugrindum, detti og fótbrotni eða höfuðkúpubrotni vegna þess að aðstaðan þar beri ekki álagið sem nú er orðið vegna fjölda ferðamanna. Jakob er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni. „Skemmtiferðaskipin hafa Lesa meira

Jakob Frímann: Óprúttnir aðilar nota stríðið í Úkraínu sem yfirvarp til að okra á íslenskum almenningi

Jakob Frímann: Óprúttnir aðilar nota stríðið í Úkraínu sem yfirvarp til að okra á íslenskum almenningi

Eyjan
16.09.2023

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, segir bíræfna og óprúttna aðila nota stríðið í Úkraínu sem yfirvarp til að okra á okkur almenningi, vextir hafi verið hækkaðir um of að ófyrirsynju. „Ég er bjartsýnn á að það muni verða hér mun auðveldara að draga fram lífið fyrir hina tekjuminni og viðkvæma hópa samfélagsins heldur en Lesa meira

Jakob Frímann söng óvænt þjóðsöng Vestmannaeyja

Jakob Frímann söng óvænt þjóðsöng Vestmannaeyja

Fókus
06.08.2023

Jakob Frímann Magnússon, alþingis- og tónlistarmaður var óvæntur gestur á tónleikum hljómsveitarinnar Vinir vors og blóma á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Í tilkynningu sem barst DV kemur fram að Jakob lék á hljómborð með sveitinni en brast svo í einsöng með aðstoð sveitarinnar þegar hann kyrjaði lagið Víst er fagur Vestmannaeyjabær sem er sagt Lesa meira

Jakob Frímann í efsta sæti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Jakob Frímann í efsta sæti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi

Eyjan
17.08.2021

Jakob Frímann Magnússon, tónlistar- og athafnamaður, mun skipa efsta sætið á lista Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi í alþingiskosningunum í september. Jakob er væntanlega mörgum kunnur en hann stofnaði hljómsveitina Stuðmenn og hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum. Hann var meðal annars sendifulltrúi utanríkisþjónustunnar, sat á þingi sem varaþingmaður Samfylkingarinnar, var framkvæmdastjóri miðborgarmála, formaður Félags tónskálda og textahöfunda, Lesa meira

Yfirlýsing frá Einhverfusamtökunum vegna orða Jakobs Frímanns Magnússonar á Bylgjunni

Yfirlýsing frá Einhverfusamtökunum vegna orða Jakobs Frímanns Magnússonar á Bylgjunni

Fréttir
23.06.2019

Einhverfusamtökin sendu í gærkvöld frá sér yfirlýsingu vegna orða Jakobs Frímanns Magnússonar á Bylgjunni fyrir helgi um orsakatengsl efnamengunar í fæðu og sjúkdóma. Þar tiltók Jakob meðal annars bráðaeinhverfu. Ummælin hafa vakið reiði foreldra barna með einhverfu. Jakob mun þarna hafa átt við meint mjög sjaldgæft tilfelli af einhverfu en ekki þau afbrigði einhverfu sem Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af