Ítalir fresta opnun skíðasvæða vegna B117 afbrigðis kórónuveirunnar
PressanÍtölsk stjórnvöld hafa ákveðið að fresta opnun skíðasvæða landsins þar til 5. mars en til stóð að þau myndu opna í dag. Ástæðan fyrir frestuninni er aukin útbreiðsla B117 afbrigðis kórónuveirunnar, oft nefnt enska afbrigðið, í landinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneyti landsins sendi frá sér í gærkvöldi. Samkvæmt nýju reglunum þá er það aðeins Lesa meira
Umfangsmestu réttarhöld síðari tíma yfir ítölskum mafíósum
PressanÍ gær hófust umfangsmestu réttarhöld síðari tíma yfir ítölskum mafíósum. 355 eru ákærðir en allt eru þetta félagar í Ndrangheta sem er valdamesta mafían á Ítalíu. Búið er að útbúa sérstakan réttarsal í Calabria. Meðal hinna ákærðu eru stjórnmálamenn, embættismenn og fólk úr viðskiptalífinu. Flestir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á Ítalíu og nokkrum öðrum Lesa meira
Ítölum gert að halda sig heima um jólin
PressanEftir nokkurra daga deilur innan ítölsku ríkisstjórnarinnar tilkynni Giuseppe Conte, forsætisráðherra, loks um hertar sóttvarnaaðgerðir á föstudagskvöldið. Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir enn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Samkvæmt aðgerðunum þá verða allar verslanir, sem ekki teljast selja nauðsynjavörur, að vera lokaðar 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. og 6. janúar. Lesa meira
Paolo Rossi er látinn – Einn af bestu knattspyrnumönnum Ítala fyrr og síðar
433SportPaolo Rossi er látinn, 64 ára að aldri. RAI TV tilkynnti þetta í morgun en Rossi hafði starfað fyrir sjónvarpsstöðina að undanförnu. Hann er talinn einn af bestu knattspyrnumönnum Ítala fyrr og síðar en hann lék með Juventus og AC Milan og varð heimsmeistari með Ítalíu 1982. „Mjög sorglegar fréttir: Paolo Rossi er ekki lengur meðal okkar,“ tísti Enrico Varriale, þulur hjá RAI Sport, í morgun. „Ógleymanlegur Pablito sem við urðum öll ástfangin af sumarið 1982 Lesa meira
Tæplega 1 af hverjum 1.000 Ítölum hefur látist af völdum COVID-19 á árinu
PressanÍtalía er í þriðja sæti hins skelfilega lista yfir þau lönd þar sem flestir hafa látist af völdum COVID-19 miðað við fjölda látinna á hverja eina milljón íbúa. Rúmlega 60.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 þar í landi en það svarar til þess að tæplega 1 af hverjum 1.000 landsmönnum hafi orðið sjúkdómnum að bráð. Síðasta Lesa meira
Enn eitt ítalska þorpið selur hús á 1 evru
PressanÍ þorpinu Castropignano á Ítalíu er nú hægt að kaupa hús fyrir 1 evru en það svarar til um 150 íslenskra króna. Þetta er gert til að laða nýtt fólk til þorpsins sem eins og svo mörg ítölsk þorp glímir við mikla fólksfækkun. Þorpið er í Molise í suðurhluta landsins. Þar þykir ægifagurt en þorpið er umvafið Lesa meira
Ef við fögnum jólunum deyr fólk í janúar
PressanGiuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hvetur landa sína til að fara varlega um jólin og hafa jólin róleg og fámenn og forðast fjölmennar jólasamkomur. Ástæðan er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hefur lagst þungt á Ítalíu. „Ein vika með algjörlega takmarkalausri samveru mun þýða að í janúar verðum við að greiða það dýru verði með mikilli aukningu Lesa meira
853 létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær – Mesti fjöldi síðan í mars
PressanÍtölsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að 853 hefðu látist af völdum COVID-19 í landinu síðasta sólarhring. Ekki hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins á einum degi síðan 28. mars. Þetta var einnig umtalsverð fjölgun síðan daginn áður en þá létust 630. Í gær lágu 34.577 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum landsins. Ítalía var eitt þeirra vestrænu Lesa meira
Kórónuveiran barst fyrr til Evrópu en áður var talið
PressanNý rannsókn sýnir að kórónuveiran, sem veldur COVID-19, barst mun fyrr til Evrópu en áður var talið. Rannsóknin leiddi í ljós að veiran var á sveimi á Ítalíu strax í september 2019 en fyrsta smitið á Ítalíu var skráð í bæ nærri Mílanó þann 21. febrúar á þessu ári. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar ítölsku krabbameinsstofnunarinnar INT í Mílanó. Þetta þýðir Lesa meira
Ítalska lögreglan handtók 38 grunaða mafíumeðlimi
PressanÍtalska lögreglan segist hafa veitt Foggia-mafíunni í Puglia þungt högg en ofbeldisverk og glæpir tengdir mafíuhópum í héraðinu hafa aukist mjög undanfarin ár. Lögreglan handtók í gær 38 manns sem eru grunaðir um tengsl við mafíustarfsemi í héraðinu og handtökuskipanir hafa verið gefnar út á hendur fleiri grunuðum mafíumeðlimum. „Foggia-mafían er óvinur ríkisins númer eitt,“ sagði Federico Cafiero de Raho, sérstakur ríkissaksóknari Lesa meira