fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024

Ítalía

Tugir ferðamanna sektaðir fyrir þjófnað á sandi

Tugir ferðamanna sektaðir fyrir þjófnað á sandi

Pressan
11.06.2021

Ítalska lögreglan lagði á síðasta ári hald á rúmlega 100 kíló af sandi, steinum og skeljum sem hafði verið stolið af ströndum á Sardiníu. Tugir ferðamanna voru sektaðir fyrir þjófnaðinn en þeir höfðu tekið þetta sem minjagripi. Í síðustu viku var sandinum, steinunum og skeljunum síðan skilað aftur á strendur landsins að sögn lögreglunnar. Í Lesa meira

„Svínið“ látið laust – Vekur mikla reiði – Hefur rúmlega 100 morð á samviskunni

„Svínið“ látið laust – Vekur mikla reiði – Hefur rúmlega 100 morð á samviskunni

Pressan
02.06.2021

Í gær var Giovanni Brusca, oft nefndur „Svínið“, látinn laus úr fangelsi á Ítalíu. Hann er 64 ára og hafði eytt síðustu 25 árum á bak við lás og slá. Hann er sagður vera einn miskunarlausasti glæpamaður síðari tíma á Ítalíu en hann hefur játað aðild að 100 morðum. Það hefur vakið mikla reiði á Ítalíu að hann hafi Lesa meira

Þrír í haldi eftir kláfslysið á Ítalíu – „Vísvitandi verknaður“

Þrír í haldi eftir kláfslysið á Ítalíu – „Vísvitandi verknaður“

Pressan
26.05.2021

Á sunnudaginn létust 14 í kláfslysi í Piemonte á Ítalíu. Fimm ára drengur lifið slysið af. Nú hafa þrír verið handteknir vegna málsins. Ansa fréttastofan skýrði frá því í morgun að þrír hafi verið handteknir. Það eru forstjóri fyrirtækisins, sem rekur kláfinn, verkfræðingur hjá fyrirtækinu og daglegur stjórnandi. Hinir handteknu eru grunaðir um „vísvitandi verknað“ að sögn Lesa meira

Kókaínkóngurinn handtekinn eftir 22 ár á flótta

Kókaínkóngurinn handtekinn eftir 22 ár á flótta

Pressan
25.05.2021

Brasilíska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að lögreglan hefði handtekið Rocco Morabito, betur þekktur sem „Kókaínkóngurinn frá Mílanó“, en hann hafði verið á flótta undan lögreglunni í 22 ár. Hann er félagi í Ndrangheta mafíunni sem er með höfuðvígi sitt á suðurhluta Ítalíu. Ndrangheta er ein stærsta mafían á Ítalíu og einn stærsti innflytjandi kókaíns til Evrópu Lesa meira

Varar Ítali við dökkri framtíð án ungs fólks

Varar Ítali við dökkri framtíð án ungs fólks

Pressan
24.05.2021

Ítalía án barna er land sem hefur enga trú og engar áætlanir. Þetta segir Mario Draghi, forsætisráðherra, um þá staðreynd að fæðingartíðnin lækkar sífellt í landinu og ekki hefur heimsfaraldur kórónuveirunnar bætt það. Á síðasta ári fækkaði Ítölum um tæplega 400.000 og eru nú um 59,3 milljónir. Á síðasta ári fæddust 404.104 börn á Ítalíu og voru Lesa meira

Merk uppgötvun á Ítalíu – Varpar ljósi á merka sögu

Merk uppgötvun á Ítalíu – Varpar ljósi á merka sögu

Pressan
15.05.2021

Nýlega skýrði ítalska menningarmálaráðuneytið frá því að steingervingar níu Neanderdalsmanna hafi fundist í Guattarihellinum í miðhluta landsins. Þetta er talin mjög merkileg uppgötvun sem varpi enn frekara ljósi á sögu þessarar tegundar manna. Átta af steingervingunum eru á milli 50.000 og 68.000 ára gamlir en sá elsti er 90.000 til 100.000 ára. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir Lesa meira

Ítölum fækkaði á síðasta ári – Minnkandi kynhvöt

Ítölum fækkaði á síðasta ári – Minnkandi kynhvöt

Pressan
03.05.2021

Margir spáðu því að fólk yrði duglegt við kynlífsiðkun og barneignir í framhaldinu í heimsfaraldrinum því það yrði að vera svo mikið heima vegna sóttvarnaaðgerða. En það er svo sannarlega ekki það sem er að gerast á Ítalíu og fleiri löndum í Suður-Evrópu. Á Ítalíu fækkaði fólki um sem nemur rúmlega heildarfjölda íslensku þjóðarinnar. Þetta Lesa meira

Sex liðsmenn Rauðu herdeildanna handteknir í Frakklandi – „Óskiljanleg svik Frakka“

Sex liðsmenn Rauðu herdeildanna handteknir í Frakklandi – „Óskiljanleg svik Frakka“

Pressan
29.04.2021

Franska lögreglan handtók í gær sjö fyrrum öfgavinstrimenn. Allir eru þeir ítalskir. Sex eru fyrrum liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Rauðu herdeildanna og sá sjöundi var einn stofnandi Lotta Continua sem voru herská samtök. Sjömenningarnir höfðu allir hlotið dóma á Ítalíu fyrir hryðjuverk á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum og höfðu verið eftirlýstir síðan. Það var ekkert leyndarmál að fólkið Lesa meira

Einn valdamesti mafíuleiðtoginn á Ítalíu handtekinn

Einn valdamesti mafíuleiðtoginn á Ítalíu handtekinn

Pressan
15.03.2021

Spænska lögreglan handtók á föstudaginn 34 ára Ítala í Barcelona. Hann er talinn einn valdamesti leiðtogi hinnar valdamiklu „Ndrangheta“ mafíu. Aðeins hefur verið skýrt frá því að skammstöfun á nafni mannsins sé G.R. Hann er talinn einn hættulegasti maðurinn sem hefur verið á flótta undan armi ítölsku réttvísinnar. Hann var handtekinn á Sant Gervasi markaðnum í Barcelona eftir að fylgst hafði Lesa meira

Draghi segir að hröð bólusetning eigi að koma Ítalíu út úr vandanum

Draghi segir að hröð bólusetning eigi að koma Ítalíu út úr vandanum

Pressan
14.03.2021

Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, segir að ríkisstjórnin muni herða aðgerðir sínar við að bólusetja þjóðina á næstunni til að koma henni út úr kórónuvandanum. Ítalía varð á mánudaginn sjöunda lands heims til að fara í þann hóp landa sem 100.000 eða fleiri hafa látist af völdum veirunnar. Draghi sagði að verkefni alls stjórnkerfisins sé að vernda líf Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af