fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024

Ítalía

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi

Notuðu dróna til að smygla byssu inn í fangelsi

Pressan
22.09.2021

Ítalskur fangi skaut á samfanga sína í gegnum rimlana á fangaklefa með byssu sem er talið að hafi verið smyglað til hans með dróna. Árásarmaðurinn, sem er 28 ára meðlimur í mafíunni í Napólí, skaut þremur skotum á samfanga sína á sunnudaginn eftir að þeir höfðu rifist. Hann hitti þá ekki að sögn Donato Capece, fangelsisstjóra í Sappe fangelsinu. The Guardian skýrir frá þessu. Lesa meira

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass

Ítalir færast skrefi nær því að lögleiða hass

Pressan
20.09.2021

Hálf milljón Ítala hefur skrifað undir undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að hass verði gert löglegt í landinu. Væntanlega verður efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og verður hún líklega haldin snemma á næsta ári. Það tók aðeins eina viku að safna 500.000 undirskriftum en það er sá lágmarksfjöldi undirskrifta sem þarf til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Undirskriftasöfnunin Lesa meira

Etna er með vaxtarverki

Etna er með vaxtarverki

Pressan
22.08.2021

Ef maður leitar upplýsinga um hæð ítalska eldfjallsins Etnu á netinu kemur fram að það sé 3.350 metra yfir sjávarmáli. En nú þarf að breyta þessum upplýsingum því eldfjallið fræga er með vaxtarverki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ítölsku eldfjallastofnuninni. Fram kemur að Etna sé nú orðin 3.357 metra há. Ástæðan er að eldfjallið Lesa meira

Telja að evrópska hitametið hafi verið slegið í gær

Telja að evrópska hitametið hafi verið slegið í gær

Pressan
12.08.2021

Í gær mældist hitinn 48,8 stig í Syracuse á Sikiley á Ítalíu. Enn á eftir að staðfesta mælinguna endanlega en ef hún verður staðfest þá er þetta hæsti hiti sem mælst hefur í Evrópu frá upphafi mælinga. Núverandi met er frá 1977 en þá mældist 48 stiga hita í Aþenu í Grikklandi. Sky News skýrir frá þessu. Miklir hitar Lesa meira

Flytja íbúa og ferðamenn á brott frá skógareldum á Ítalíu

Flytja íbúa og ferðamenn á brott frá skógareldum á Ítalíu

Pressan
09.08.2021

Ítölsk yfirvöld hafa fyrirskipað rúmlega 400 manns að yfirgefa heimili sín, hótel og tjaldsvæði nærri Campomarion við Adríahafsströnd landsins. Ástæðan er að skógareldar nálgast svæðið. Eldurinn breiðist hratt út og mikill reykur fylgir honum. Nú þegar hafa mörg hús orðið eldi að bráð. Slökkviliðsmenn berjast við eldinn á jörðu niðri og njóta aðstoðar sérhannaðrar slökkviflugvélar og þyrlu. Skógareldar hafa Lesa meira

Umfangsmestu mafíuréttarhöld sögunnar eru hafin á Ítalíu

Umfangsmestu mafíuréttarhöld sögunnar eru hafin á Ítalíu

Pressan
04.08.2021

Umfangsmestu mafíuréttarhöld sögunnar standa nú yfir á Ítalíu. Vonast er til að með þeim verði hægt að veita Ndranghetamafíunni þungt högg og helst gera út af við hana. Málið er svo umfangsmikið að það þurfti að byggja sérstakan réttarsal í Lamezia Terme. Upphaflega voru 420 ákærðir en þeim fækkaði síðan aðeins og eftir standa 355 sakborningar. Það tók saksóknara Lesa meira

Ítalir herða sóttvarnaaðgerðir

Ítalir herða sóttvarnaaðgerðir

Pressan
23.07.2021

Smitum af völdum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, hefur farið fjölgandi á Ítalíu að undanförnu, sérstaklega meðal ungs fólks. Til að reyna að stemma stigum við þessu verða sóttvarnareglur hertar frá og með 6. ágúst. Frá þeim degi verður fólk að vera bólusett eða að hafa verið smitað af veirunni til að fá aðgang að líkamsræktarstöðvum, veitingastöðum og söfnum. Lesa meira

Slakað á sóttvarnaaðgerðum á Ítalíu

Slakað á sóttvarnaaðgerðum á Ítalíu

Pressan
24.06.2021

Frá og með næsta mánudegi þarf ekki lengur að nota andlitsgrímur utandyra á Ítalíu nema í Valle d‘Aosta í norðvesturhluta landsins. Heilbrigðisráðherra landsins, Roberto Speranza, tilkynnti þetta á mánudaginn. Ákvörðunin er byggð á ráðleggingum frá ráðgjafarhópi 24 sérfræðinga sem veita ríkisstjórninni ráð um aðgerðir vegna heimsfaraldursins. Hópurinn hvetur fólk þó til að nota andlitsgrímur þegar það sækir fjölmenna viðburði því þar sé Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af