Þráir að verða Íslendingur
FókusÍrskur maður segir á samfélagsmiðlinum Reddit að hann langi ekkert frekar en að flytja til Íslands, læra íslensku og verða Íslendingur. Maðurinn segist hafa alið þennan draum með sér megnið af ævinni að búa á Íslandi: „Ég hef eiginlega verið með íslenska menningu, sögu og sérstaklega íslensku þjóðina á heilanum. Ég get ekki beðið eftir Lesa meira
Björn Leví birtir athyglisverðar tölur – „Erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum“
EyjanBjörn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata fer í aðsendri grein á Vísi yfir þróun kaupmáttar og ráðstöfunartekna á Íslandi síðustu árin. Segir hann fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um auknar ráðstöfunartekjur og hækkandi kaupmátt varpa upp skakkri mynd af stöðunni eins og hún sé í raun og veru. Þegar komi að þessum þáttum standi Ísland Norðurlöndunum að baki. Björn Lesa meira
Á írska að vera opinbert tungumál á Íslandi?
FókusNokkuð óvenjuleg spurning hefur verið sett fram á samfélagsmiðlinum Reddit en hún snýst um hvort það ætti að gera írsku, sem er einnig kölluð írsk gelíska, að opinberu tungumáli á Íslandi. Spurningin virðist úr lausu lofti gripin en hafa ber þó í huga að írsk og keltnesk áhrif í sögu Íslands hafa verið þó nokkur. Lesa meira
Mexíkóskur maður skilur ekki hegðun íslenskrar konu á Snapchat
FókusMaður sem segist vera frá Mexíkó óskar eftir útskýringum á hegðun íslenskrar konu, sem hann hafi verið að spjalla við á Snapchat, í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Óskar hann í færslunni eftir skýringum á því hvernig standi á því að það gerist iðulega að konan skrái sig inn en svari ekki skilaboðum hans fyrr en Lesa meira
Íslenskur gúrkuskortur kominn í heimsfréttirnar
FókusFyrir nokkrum dögum fjölluðu bæði RÚV og Vísir um skort á gúrkum hér á landi. Var skorturinn einna helst rakin til æðis fyrir gúrkusalati sem fór eins og eldur í sinu meðal Íslendinga á samfélagsmiðlum. Eru íslenskar samfélagsmiðlastjörnur sagðar hafa birt myndbönd af sér útbúa gúrkusalatið eftir að hafa séð það líklega fyrst hjá kanadískri Lesa meira
Þessir staðir og fyrirbrigði á Íslandi segja ferðamenn að séu ofmetin
FókusÞótt lýst hafi verið yfir áhyggjum af fækkun ferðamanna hér á landi er ekkert lát á umræðum á samfélagsmiðlum um hvert sé best að fara og hvað sé best að gera þegar haldið er í ferðalag til Íslands. Á samfélagsmiðlinum Reddit er spjallþráður undir heitinu VisitingIceland og þar bætast við innlegg á hverjum degi. Fyrir Lesa meira
Smeyk við að fara ein til Íslands eftir að kærastinn lét sig hverfa
FókusBandarísk kona sem leitar ráða í Facebook-hópi sem ætlaður er fyrir ráðleggingar til handa þeim sem hyggja á Íslandsferð ber sig afar illa. Konan segir að til hafi staðið að hún færi til Íslands í haust ásamt kærastanum sínum til að halda upp á afmælið hennar. Hún segir hins vegar ferðina vera í uppnámi. Kærastinn Lesa meira
Ungur maður fastur í úrræðaleysi íslenska geðheilbrigðiskerfisins – Sagður betur settur á svissneskri geðdeild
FréttirFjölskylda íslensks manns á fertugsaldri sem á við alvarleg geðræn veikindi að stríða segir að úrræðaleysi geðheilbrigðiskerfisins hér á landi í málum hans sé algjört. Steininn tók úr fyrir nokkrum vikum þegar lögregla var kölluð til eftir að maðurinn fór í geðrof og hótaði í kjölfarið fjölskyldu sinni lífláti. Að sögn bróður mannsins var lögregla Lesa meira
Skiptar skoðanir meðal Íslendinga á komu Starbucks – „Kaffið er drasl en bakkelsið fínt“
FréttirEins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur malasíska fyrirtækið Berjaya Food International tryggt sér rétt til að reka kaffihús á Íslandi undir merkjum bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks, sem er stærsta kaffihúsakeðja heims. Fram hefur komið að stefnt sé að því að opna kaffihúsið á fyrri hluta næsta árs í miðborg Reykjavíkur. Margir Íslendingar sem tjáð Lesa meira
Sjáðu Ísland fyrir hartnær öld í lifandi lit – Myndband
FókusÁ Youtube-síðunni Vivid History er að finna myndband en sagt er í titli þess að það sé tekið á Íslandi á fjórða áratug síðustu aldar. Þó er misræmi til staðar þar sem í upphafi þess stendur að það sé frá fimmta áratugnum. Þegar myndbandið er spilað sést glögglega að það er vissulega tekið á Íslandi. Lesa meira