fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

ísjaki

Nyrsta eyja heims reyndist ekki vera eyja þegar allt kom til alls

Nyrsta eyja heims reyndist ekki vera eyja þegar allt kom til alls

Pressan
18.09.2022

Á síðasta ári fundu danskir og svissneskir vísindamenn það sem þeir töldu vera nyrstu eyju heims. Hún fékk nafnið Qeqertaq Avannarleq sem þýðir einfaldlega „Nyrsta eyjan“. En nú er komið í ljós að „eyjan“ er ekki eyja. Qeqertaq Avannarleq er ísjaki. Videnskab.dk skýrir frá þessu. Það var í leiðangrinum Leister Go North í síðasta mánuði sem í ljós kom að um ísjaka er að ræða. Í Lesa meira

Stærsti ísjaki heims á reki við Suðurskautslandið

Stærsti ísjaki heims á reki við Suðurskautslandið

Pressan
21.05.2021

Nýlega brotnaði risastór ísjaki, sem er nú stærsti ísjaki heims, frá Ronne íshellunni á Suðurskautslandinu og er nú á reki í Weddellhafi. Hann hefur fengið heitið A-76. Hann er 4.320 ferkílómetrar að stærð. Hann er 175 km á lengd og 25 km á breidd. Ísjakinn er næstum því fjórum sinnum stærri en New York og er nokkuð stærri en Mallorca. A-76 uppgötvaðist á gervihnattarmyndum og Lesa meira

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York

Risastór ísjaki brotnaði frá íshellunni á Suðurskautslandinu – Er stærri en New York

Pressan
01.03.2021

Á föstudaginn brotnaði risastór ísjaki frá Brunt íshellunni á Suðurskautslandinu, ekki fjarri breskri rannsóknarstöð. Ísjakinn er 1.270 ferkílómetrar að stærð og þar með stærri en New York borg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá British Antarctic Survey (BAS). BAS rekur Halley rannsóknarstöðina á Brunt íshellunni en hún er lokuð yfir veturinn og yfirgaf 12 manna starfslið hennar hana um miðjan febrúar. Vísindamenn hafa átt von á því að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af