fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Íran

Ákærur gefnar út vegna samsæris íranskra stjórnvalda um að myrða Trump

Ákærur gefnar út vegna samsæris íranskra stjórnvalda um að myrða Trump

Fréttir
08.11.2024

Þrír menn hafa verið ákærðir í Bandaríkjunum fyrir að vera þátttakendur í samsæri á vegum íranskra stjórnvalda um að myrða ýmsa einstaklinga þar á meðal Donald Trump sem kjörinn var forseti Bandaríkjanna síðastliðinn þriðjudag og tekur hann við embætti 20. janúar á næsta ári. Bæði CNN og Washington Post greina frá þessu. Það er dómsmálaráðuneyti Lesa meira

Ísraelsmenn með árás á Íran í undirbúningi – Svona gæti hún farið fram

Ísraelsmenn með árás á Íran í undirbúningi – Svona gæti hún farið fram

Pressan
17.10.2024

Bandarískir embættismenn eiga von á því að Ísraelsmenn láti til skarar skríða gegn Írönum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 5. nóvember næstkomandi. Um verður að ræða hefndaraðgerðir fyrir loftárásir Írana á Ísrael þann 1. október síðastliðinn þegar eldflaugum var skotið að Tel Avív og Jerúsalem. Með árásunum vildu Íranar hefna fyrir dauða Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah-samtakanna. Ísraelsmenn Lesa meira

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Fréttir
30.04.2024

Leyniskjöl frá Íranska Byltingarverðinum sem bárust BBC eru sögð leiða í ljós að 16 ára gömul stúlka sem hafði tekið þátt í mótmælum gegn reglum um klæðaburð kvenna hafi verið beitt kynferðislegu ofbeldi og myrt af þremur mönnum sem störfuðu fyrir öryggissveitir landsins. Hún hét Nika Shakarami og hvarf þegar hún var að taka þátt Lesa meira

Bandaríkin munu ráðast á írönsk skotmörk

Bandaríkin munu ráðast á írönsk skotmörk

Fréttir
01.02.2024

Bandarískir embættismenn hafa staðfest það við fréttastofu CBS að áætlanir hafi verið samþykktar um árásir yfir nokkurra daga tímabil á skotmörk í Írak og Sýrlandi. Þar á meðal á íranska aðila og írönsk mannvirki. Árásirnar væntanlegu eru sagðar viðbrögð við tíðum árásum með drónum og eldflaugum á bandaríska hermenn á svæðinu. Síðastliðinn sunnudag varð drónaárás Lesa meira

Íranir gera loftárásir á skotmörk í Pakistan – Ástandið í heimshlutanum orðið enn eldfimara en áður

Íranir gera loftárásir á skotmörk í Pakistan – Ástandið í heimshlutanum orðið enn eldfimara en áður

Fréttir
17.01.2024

Íranir gerðu í gærkvöldi loftárásir á skotmörk í Pakistan sem beindust að vígahópnum Jaish al-Adl. Hermt er að tvö ung börn hafi látist í árásunum sem hafa vakið mikla reiði í Pakistan. Þarlend yfirvöld hafa lýst því yfir að árásirnar muni hafa „alvarlegar afleiðingar“. Byrjuðu yfirvöld á því að kalla sendiherra sinn í Íran heim Lesa meira

Hvetur Ísrael til að gera árás á heimaland sitt

Hvetur Ísrael til að gera árás á heimaland sitt

Fréttir
03.01.2024

Íranskur stjórnarandstæðingur hefur hvatt Ísraela til að vera ekki feimnir við að gera árás á Tehran, höfuðborg Íran, og á aðra staði í landinu. Maðurinn heitir Vahid Behasti og heimsótti Ísrael til að halda ræðu á fundi sem tveir þingmenn á ísraelska þinginu höfðu boðað til í þinghúsinu. Aðalefni fundarins var ástandið á Gaza svæðinu Lesa meira

Írönsk stjórnvöld sögð beita fjölskyldur látins andófsfólks ofbeldi og skemma grafreiti

Írönsk stjórnvöld sögð beita fjölskyldur látins andófsfólks ofbeldi og skemma grafreiti

Fréttir
28.08.2023

Í fréttatilkynningu Íslandsdeildar Amnesty International segir að fjölskyldur einstaklinga sem voru myrtir af öryggissveitum í Íran árið 2022 í uppreisn fyrir frelsi kvenna verði að fá að minnast ástvina sinna nú þegar ár er liðið frá andláti þeirra. Írönsk stjórnvöld hafi ráðist á og ógnað fjölskyldum fórnarlambanna af enn meiri þunga til að þagga niður Lesa meira

Rússar og Íranar ætla að byggja drónaverksmiðju

Rússar og Íranar ætla að byggja drónaverksmiðju

Fréttir
07.02.2023

Rússneskir og íranskir ráðamenn hafa ákveðið að byggja drónaverksmiðju í Rússlandi. Þar verður hægt að smíða að minnsta kosti 6.000 dróna af íranskri tegund. Wall Street Journal skýrir frá þessu og segir að bæði Rússar og Íranar vonist til að geta gert drónana enn hraðskreiðari en nú er en með því geta þeir valdið úkraínskum loftvarnarsveitum enn meiri vanda. Dimtry Peskov, talsmaður ráðamanna í Kreml, sagði Lesa meira

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Fréttir
31.01.2023

Um helgina var gerð drónaárás á vopnaverksmiðju í Íran. Hugsanlega mun þessi árás koma sér vel fyrir Úkraínu. Það er þó ekkert sem bendir til að Úkraína hafi staðið á bak við árásina, böndin berast að erkióvinum Írans, Ísrael. Verksmiðjan er í bænum Isfahan, sem er sunnan við Teheran, og er hún talin tengjast flugskeyta- og drónaiðnaði Írana. Rússar hafa keypt Lesa meira

Rússar flugu með 140 milljónir evra í reiðufé og vestræn vopn til Íran – Fengu dróna í staðinn

Rússar flugu með 140 milljónir evra í reiðufé og vestræn vopn til Íran – Fengu dróna í staðinn

Fréttir
09.11.2022

Rússnesk herflugvél var notuð til að flytja 140 milljónir evra í reiðufé til Íran í ágúst. Þetta var greiðsla fyrir tugi íranskra dróna, sjálfsmorðsdróna sem Rússar hafa beitt gegn Úkraínumönnum að undanförnu. Auk peninga flutti flugvélin þrjú vestræn vopn sem Rússar höfðu komist yfir í Úkraínu. Þetta voru bresk NLAW skriðdrekaflaug, bandarísk Javelin skriðdrekaflaug og Stinger loftvarnaflaug. Sky News skýrir frá þessu og segir að vélin Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af