fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Innlent

Gísli í Gamma hætti vegna misheppnaðrar útrásar

Gísli í Gamma hætti vegna misheppnaðrar útrásar

Eyjan
04.04.2018

Gísli Hauksson, annar stofnandi, fyrrum forstjóri og stjórnarformaður sjóðsstýringarfyrirtækisins GAMMA, hætti hjá fyrirtækinu í byrjun mars. Ku það hafa komið til vegna kostnaðarsamrar útrásar fyrirtækisins til Sviss, Bandaríkjanna og Bretlands, samkvæmt heimildum Stundarinnar. Gísli er sagður maðurinn á bak við hina umfangsmiklu útrás. Hún hafi hinsvegar ekki gengið sem skyldi, til að mynda hafi verið Lesa meira

Halldóra Lóa leiðir VG í Borgarbyggð

Halldóra Lóa leiðir VG í Borgarbyggð

Eyjan
03.04.2018

Framboðslisti Vinstri grænna í Borgarbyggð var samþykktur á félagsfundi fyrr í kvöld vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk. Listann leiðir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, bóndi og náms- og starfsráðgjafi, en hún hefur gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir VG í gegnum tíðina og á kjörtímabilinu sem er að líða hefur hún verið fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar. Í öðru sæti Lesa meira

Samstarf um Sundabraut

Samstarf um Sundabraut

Eyjan
03.04.2018

Reykvíkingar hafa haft Sundabraut til umræðu í áratugi, enda um mikla samgöngubót að ræða. Tilgangur Sundabrautar er margþættur og margumræddur en hún er m.a. talin hafa mikilvægu hlutveki að gegna í þróun byggðar á suðvesturhorni landsins og er forsenda uppbyggingar í Gufunesi og Geldingarnesi. Sundabraut er talin hafa mikla þýðingu fyrir samgöngur á landsvísu og Lesa meira

Tímamót í starfi frístundaheimila

Tímamót í starfi frístundaheimila

Eyjan
03.04.2018

Markmið og viðmið um gæði starfs á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn hafa nú í fyrsta sinn verið gefin út á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þetta er gert í samræmi við ákvæði í lögum um grunnskóla sem samþykkt voru á Alþingi í júní 2016. Starfsemi frístundaheimila hefur þróast á ýmsan veg frá árinu 1995 þegar heimildarákvæði var sett Lesa meira

Daði leiðir Framsókn í Garði/Sandgerði

Daði leiðir Framsókn í Garði/Sandgerði

Eyjan
03.04.2018

B-listi Framsóknar og óháðra í sameiginlegu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis hefur verið samþykktur vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí næstkomandi. Á listanum eru 10 konur og 8 karlar, þar af eru 3 konur í efstu 4 sætum listans. Núverandi bæjarfulltrúi B-listans í Sandgerði, Daði Bergþórsson, leiðir listann. Í öðru sæti er Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari, Lesa meira

Ísland styður hinsegin fólk – Gerist aðili að Equal Rights Coalition

Ísland styður hinsegin fólk – Gerist aðili að Equal Rights Coalition

Eyjan
03.04.2018

Ísland gerðist í dymbilvikunni aðili að Equal Rights Coalition sem er hópur ríkja sem vinna saman að því að tryggja að hinsegin fólk (LGBT+) hvarvetna fái notið allra mannréttinda. Aðild að bandalaginu er í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar en þar kemur fram að stefnt skuli að því að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum Lesa meira

Skúli Helga um leikskólalaun: „Margir halda að launin séu miklu verri en þau eru“

Skúli Helga um leikskólalaun: „Margir halda að launin séu miklu verri en þau eru“

Eyjan
03.04.2018

Skúli Helgason, formaður Skóla- og Frístundarráðs fyrir Samfylkinguna, var gestur í þættinum Ísland vaknar í morgun á útvarpsstöðinni K100. Þar ræddi hann leikskólamálin, en mannekla, lág laun og langir biðlistar hafa einkennt málaflokkinn um árabil. Sagði Skúli að laun leikskólakennara hefðu hækkað mikið undanfarið og væru hærri en margir héldu: „Launin hafa þó hækkað um Lesa meira

Öryrkjabandalagið: Þarf að draga úr vinnuálagi

Öryrkjabandalagið: Þarf að draga úr vinnuálagi

Eyjan
03.04.2018

Píratar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi, sem kveður á um styttingu vinnuvikunar. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) lýsir stuðningi við frumvarpið sem kveður á um að dagvinnutími verði styttur í 35 stundir á viku. Þetta kemur fram í umsögn bandalagsins sem send hefur verið Alþingi. Lögð er áhersla á að breyting af þessu tagi verði ekki til þess að skerða Lesa meira

Ætlar að kenna íslendingum góða stjórnarhætti – „Mikill fengur fyrir okkur að fá Bob Garratt til Íslands“

Ætlar að kenna íslendingum góða stjórnarhætti – „Mikill fengur fyrir okkur að fá Bob Garratt til Íslands“

Eyjan
03.04.2018

Prófessor Bob Garratt bendir á í bók sinni „Stop The Rot: Reframing Governance for Directors and Politicians“ að það sé nauðsynlegt að endurskoða umræðuna um góða stjórnarhætti. Skortur á fagmennsku hjá stjórnum fyrirtækja er viðvarandi vandamál. Stjórnarmenn eru kosnir í stjórnir fyrirtækja á röngum forsendum. Garratt segir enn fremur að þrátt fyrir að leiðbeiningar um Lesa meira

Saka Viðreisn um „dylgjur og tvískinnung“

Saka Viðreisn um „dylgjur og tvískinnung“

Eyjan
03.04.2018

Staksteinar Morgunblaðsins saka Viðreisn um dylgjur og tvískinnung í dag, þar sem viðbrögð flokksins í vantraustsmálinu eru borin saman við meðferð málsins um lækkun kosningaaldurs. Er vísað í gagnrýni Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins, sem sakaði Viðreisn um tækifærismennsku í pontu Alþingis, er hann sagði flokksmenn Viðreisnar hafa lýst vantrausti á dómsmálaráðherra þar sem hún hlustaði Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af