Metþátttaka Íslendinga í Bréf til bjargar lífi árið 2017
EyjanAldrei hafa fleiri Íslendingar lagt mannréttindabaráttunni lið í hinni árlegu herferð Amnesty International Bréf til bjargar lífi eins og árið 2017. Alls voru tíu mál einstaklinga og hópa sem sæta grófum mannréttindabrotum tekin fyrir og söfnuðust hvorki meira né minna en 95.224 undirskriftir, bréf, stuðningskveðjur, sms- og netáköll þolendunum til stuðnings. Það verður að teljast Lesa meira
Framkvæmdir boðnar út á skóla- og íþróttamannvirkjum í Úlfársdal – Heildarkostnaður um 12 milljarðar
EyjanBorgarráð ákvað á síðasta fundi að heimila umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir á skóla og íþróttamannvirkjum í Úlfarsárdal. Framkvæmdir hafa staðið yfir við skólamannavirki í Úlfarsárdal frá árinu 2015 og var fyrsti áfanginn, 820 fermetra leikskólabygging, tekinn í notkun haustið 2016. Þessi misserin er verið að byggja grunnskólann sem er 6852 Lesa meira
Þorgerður Laufey nýr formaður Félags grunnskólakennara
EyjanÞorgerður Laufey Diðriksdóttir hefur verið kjörin formaður Félags grunnskólakennara. Hún tekur við af Ólafi Loftssyni. Á kjörskrá voru 4.833 og greiddu 2.441 atkvæði eða 50,5%. Atkvæðagreiðslan var rafræn, hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 17. janúar og lauk kl. 14.00 mánudaginn 22. janúar 2018. Fimm voru í framboði til formanns FG og féllu atkvæði þannig: Hjördís Albertsdóttir hlaut Lesa meira
Markaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld – Vilja aðflugsbúnað sem fyrst
EyjanMarkaðsstofa Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja strax fjármagn til þess að kaupa og setja upp ILS aðflugsbúnað fyrir aðflug úr norðri á Akureyrarflugvelli. Jafnframt að gerð verði áætlun, og hún fjármögnuð, um uppbyggingu á Akureyrarflugvelli til framtíðar svo hann geti þjónað hlutverki sínu sem varaflugvöllur og millilandaflugvöllur Norðurlands. Það felur m.a. í sér stækkun Lesa meira
Óskað eftir gjaldþrotaskiptum á United Silicon – Útséð með nauðasamninga
EyjanStjórn United Silicon hf. hefur sent beiðni til Héraðsdóms Reykjaness um gjaldþrotaskipti á búi félagsins. Stjórn United Silicon hf. hefur farið fram á gjaldþrotaskipti félagsins og beiðni hefur verið send til Héraðsdóms Reykjaness. Útséð þykir að nauðasamningar náist og því ekki forsendur fyrir beiðni um frekari framlengingu á greiðslustöðvun. Ákvörðunin var tekin eftir að ljóst Lesa meira
Félag atvinnurekenda segist svikið um þjóðarsamtal – Vilja fá fulltrúa í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga
EyjanFélag atvinnurekenda hefur tekið undir gagnrýni Samtaka ungra bænda, um ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávar- og landbúnaðarráðherra, að leysa upp samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga og skipa nýjan hóp, helmingi minni. Félag atvinnurekenda hafa ekki fengið beiðni frá atvinnuvegaráðuneytinu um að tilnefna fulltrúa í hinn nýja samráðshóp um endurskoðunina á búvörusamningunum og hafa mótmælt því í Lesa meira
Elín Oddný stefnir á 2. sætið hjá Vinstri grænum
EyjanElín Oddný Sigurðardóttir gefur kost á sér í 2. sæti forvali Vinstri grænna í Reykjavík til borgarstjórnarkosninga sem fram fer þann 24. febrúar næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Elín er 39 ára gömul og er búsett í Háaleitishverfi ásamt eiginmanni sínum Haraldi Vigni Sveinbjörnssyni tónlistarmanni og börnunum þeirra, Heklu Björt og Huga Frey. Elín Lesa meira
Ný gögn sýna að dómsmálaráðherra virti ráðgjöf að vettugi-„Öll ábyrgðin er hjá henni“
EyjanSamkvæmt nýjum gögnum hunsaði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra athugasemdir og ráðleggingar sérfræðinga í dóms- og fjármálaráðuneytinu varðandi tillögu hennar um skipun Landsréttardómara. Þetta kemur fram í Stundinni í dag. Sigríði var ítrekað bent á að málsmeðferðin væri ófullnægjandi með tilliti til meginreglna stjórnsýslulaga og hún upplýst um að ef hún ætlaði ekki að notast við Lesa meira
Hagsmunasamtök íslenskra fjártæknifyrirtækja stofnuð í dag
EyjanNý hagsmunasamtök íslenskra fjártæknifyrirtækja voru stofnuð í dag en tilgangurinn er að „gæta hagsmuna þeirra fjártæknifyrirtækja á Íslandi sem með nýsköpun í fjármálageiranum vinna að því breyta og bæta núverandi umhverfi fjármálakerfisins,“ líkt og segir í tilkynningu. Stakkaskipti verða í samkeppnisumhverfi fjármálamarkaða á næstu árum og ræður þar mestu ný greiðsluþjónustutilskipun Evrópusambandsins (PSD 2). Þá Lesa meira