Líf vill leiða Vinstri græn í Reykjavík
EyjanLíf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, hyggst leiða lista VG í komandi borgarstjórnarkosningum, samkvæmt tilkynningu. Forval flokksins verður haldið þann 24. febrúar næstkomandi og hefur varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir gefið kost á sér í 2. sætið. „Ég býð mig fram til þess að leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík Lesa meira
Morgunblaðið fjargviðrast yfir forystu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
EyjanÍ Staksteinum Morgunblaðsins í dag fjargviðrast höfundur yfir Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingar og Jóni Þór Ólafssyni, þingmanni Pírata, fyrir að vera með „hávaða“ og standa fyrir „sýndarréttarhöldum“ í þingnefnd, til þess að knýja fram afsögn dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen. Helga Vala er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og Jón Þór er 2. varaformaður nefndarinnar. Í fréttum Lesa meira
Vald á viðsjárverðum tímum: Alþjóðleg barátta gegn mannnréttindabrotum – Opinn fundur í Háskóla Íslands
EyjanÁ morgun verður opinn fundur á vegum Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands þar sem John Fisher, yfirmaður hjá Human Rights Watch (HRW) og Laila Matar, fulltrúi HRW í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna, fjalla um baráttuna gegn mannréttindabrotum. Í tilkynningu segir: Árangri mannréttindahreyfinga um heim allan stafar ógn af þeim breytingum sem átt hafa sér Lesa meira
Reykjavíkurborg kallar eftir aðstoð almennings – Hugmyndaleit um hagkvæmt húsnæði
EyjanReykjavíkurborg efnir nú til hugmyndaleitar um hagkvæmt húsnæði og er sérstaklega horft til hugmynda sem hjálpa ungu fólki og fyrstu kaupendum að komast í húsnæði. Einnig er leitað almennt eftir verkefnum sem hjálpa borginni að ná markmiðum sínum í aðalskipulagi sem eru að allt að 25% íbúða verði miðaðar við þarfir þeirra sem ekki vilja Lesa meira
Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög skrifuðu undir nýja samstarfssamninga
EyjanFulltrúar Byggðastofnunar og átta atvinnuþróunarfélaga um land allt skrifuðu í gær undir nýja samstarfssamninga til næstu fimm ára. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, var viðstaddur undirritunina og sagði hann það eindreginn vilja ríkisstjórnarinnar að efla byggðamál og tryggja búsetu vítt og breitt um landið. Samningarnir byggjast á samtali Byggðastofnunar og félaganna á síðastliðnu starfsári. Lesa meira
Samtök atvinnulífsins segja launavísitöluna „ótækt viðmið“ sem gefi bjagaða mynd vegna ofmats á launabreytingum
EyjanSamkvæmt grein á vef Samtaka atvinnulífsins, gefur launavísitalan sem Hagstofa Íslands reiknar út í hverjum mánuði, skakka mynd af launabreytingum í landinu. Þar segir: Flestir standa í þeirri trú að launavísitalan sem Hagstofa Íslands reiknar sé sannur og réttur mælikvarði á launabreytingar í landinu. Því miður er svo ekki. Bjögun vísitölunnar, sem einkum felst í Lesa meira
Ríkisstjórnin skipi þverpólitíska nefnd sem vinni að stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu
EyjanRíkisstjórnin ákvað í dag, að tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra, að skipa þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu til að leiða vinnu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Með nefndinni mun enn fremur starfa samráðshópur helstu hagsmunaaðila og almannasamtaka, s.s. náttúruverndarsamtaka, útvistarsamtaka og samtaka hagsmunaaðila s.s. í ferðaþjónustu, landbúnaði og orkumálum. Leitað verður Lesa meira
Brynjar segir Jón Þór beita stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til að koma höggi á dómsmálaráðherra
EyjanUmmæli Pírataþingmannsins Jóns Þórs Ólafssonar á Pírataspjallinu á Facebook, um að koma dómsmálaráðherra úr stóli sínum, hafa vakið nokkur viðbrögð. Jón Þór situr í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og segir á Pírataspjallinu að markmiðið sé að koma ráðherranum frá: „Við getum ekki knúið það fram að hún víki strax. En við getum haldið málinu lifandi Lesa meira
Björn Leví um snjallsímabann Sveinbjargar í skólum: „Þetta verðskuldar heimsku- og þröngsýnisverðlaun ársins“
EyjanBjörn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er ekki allskostar hrifinn af hugmyndum Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa, áður Framsóknarkonu, um bann við snjallsímum barna í skólum. Vísir greinir frá því í morgun að Sveinbjörg hyggist leggja fram tillögu í borgarstjórn, að borgaryfirvöld auðveldi skólastjórnendum að banna snjallsíma í grunnskólum borgarinnar. Sveinbjörg segir snjallsímanotkun barna vaxandi vandamál Lesa meira
Björn kemur dómsmálaráðherra til varnar – Segir RÚV „leita logandi ljósi að stjórnmálamönnum“ sem vilji afsögn Sigríðar
EyjanBjörn Bjarnason kemur Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, til varnar í pistli á heimasíðu sinni í dag. Öll spjót hafa staðið á Sigríði eftir að Hæstiréttur dæmdi hana brotlega gagnvart lögum í Landsdómsmálinu. Þá birti Stundin ný gögn í gær sem sýndu að Sigríður virti að vettugi lögfræðiráðgjöf þess lútandi að hún þyrfti að breyta tillögu Lesa meira