Óli Björn segir sérfræðinga geta stuðlað að færibandalöggjöf á Alþingi
EyjanÓli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vitnar í orð Eysteins Jónssonar fyrrum formanns Framsóknarflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Yfirskrift greinarinnar er „Látum sérfræðingana bara um þetta!“ „Í flóknu þjóðfélagi nútímans koma til önnur öfl í sjálfu stjórnkerfinu en Alþingi sem látlaust láta meira að sér kveða. Það er embættis- og sérfræðingakerfið m.a., sem ráðherrar Lesa meira
Samkomulag um áframhaldandi fjárstuðning
EyjanGuðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra hitti seinnipartinn í gær framkvæmdastjóra þriggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem íslensk stjórnvöld eru í samstarfi við, þ.e. Mannfjöldasjóð Sameinuðu þjóðanna (UNFPA), Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Hann undirritaði rammasamning um áframhaldandi stuðning við UNFPA og UNRWA en rammasamningur við UNICEF er nú þegar í gildi. „Ísland hefur Lesa meira
Miðflokkurinn stillir upp í Reykjavík – Auglýsir eftir framboðum
EyjanStjórn Miðflokksfélags Reykjavíkur (MFR) hefur tekið ákvörðun um að stillt verði upp á framboðslista Miðflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík sem verða laugardaginn 26. maí n.k. Þetta kemur fram í tilkynningu. Óskað er eftir áhugasömum til að gefa kost á sér en lokafrestur er sagður 12 á hádegi laugardagsins 17. febrúar. Lesa má sjá Lesa meira
Sjálfstæðisflokkurinn að klofna í Eyjum
EyjanSjálfstæðisflokkurinn í Vestmannaeyjum er við það að klofna. Óánægðir sjálfstæðismenn íhuga nú af alvöru að bjóða fram sérlista í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí, en óánægjan stafar af því að ekki hafi verið efnt til prófkjörs hjá flokknum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Rætt er við Elís Jónsson, sem telur yfirgnæfandi líkur á Lesa meira
„Ég var búin að sætta mig við að ég myndi deyja úr þessu“
FókusStefanía bjó á götunni og sá enga útgönguleið úr neyslunni – „Ég átti rosalega erfitt með að hugsa til barnanna minna“
Vinnur að gerð hvítbókar um fjármálakerfið
EyjanFjármála- og efnahagsráðherra hyggst skipa starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi, í samræmi við stjórnarsáttamála ríkisstjórnarinnar. Markmiðið er að skapa traustan grundvöll fyrir umræðu, stefnumörkun og ákvarðanatöku um málefni er varða fjármálakerfið, framtíðargerð þess og þróun. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er lögð áhersla á að stefnumarkandi ákvarðanir um fjármálakerfið Lesa meira
Einn íslenskur landhelgisgæsluliði sagður vera í bardagasveitum NATO í Eistlandi – Uppfærð frétt
EyjanLandhelgisgæsla Íslands leggur til einn „hermann“ í sameiginlegan herafla NATO í Eistlandi. Þetta kemur fram í kynningargögnum NATO sem greint er frá á vef Kvennablaðsins. Í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu og Krímskaga juku aðildarríki NATO hernaðarlega viðveru sína í Eystrasaltslöndunum þremur auk Póllands undir áætluninni „NATO’s Enhanced Forward Presence“ frá árinu 2016. Landhelgisgæslan er Lesa meira
Ferðamálastofa: Hægir á fjölgun vetrarferðamanna til Íslands
EyjanSamantekt Ferðamálastofu leiðir í ljós að hægst hefur á fjölgun ferðamanna á vetrarmánuðum. Brottfarir erlendra farþega* um Keflavíkurflugvöll voru 147.600 í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 11.500 fleiri en í janúar á síðasta ári. Aukningin nemur 8,5% milli ára sem er álíka mikil aukning og var í Lesa meira
Game of Thrones stjarna fékk sér úr hjá Gilbert
FókusLeikarinn Kit Harington er staddur hér á landi við tökur á nýjustu og síðustu seríu Game of Thrones þáttanna. Nýlega brá hann sér í miðbæinn og heimsótti úrsmiðinn Gilbert Ó. Guðjónsson. Harington leikur Jon Snow í þáttunum, en serían sem nú er í tökum er sú áttunda. Harington fékk sér tíu ára útgáfu af 101 Lesa meira
Guðlaugur hitti Guterres: „Sameinuðu þjóðirnar eru okkur mikilvægari en margan grunar“
EyjanGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra átti í gær fund með António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í höfuðstöðvum stofnunarinnar í New York. Hann hitti einnig Miroslav Lajcak, forseta allsherjarþingsins, og Jeffrey Feltman, yfirmann stjórnmáladeildar Sameinuðu þjóðanna. Guterres hefur nú verið rúmt ár við stjórnvölinn í Sameinuðu þjóðunum. Á þeim tíma hefur hann beitt sér fyrir yfirgripsmiklum umbótum Lesa meira