Alþjóðadagur móðurmálsins á morgun í Veröld – húsi Vigdísar
EyjanÁ morgun (21. febrúar) verður haldið upp á alþjóðadag móðurmálsins í Veröld – húsi Vigdísar. Einkunnarorð alþjóðadags móðurmálsins í ár snúast um að viðhalda fjölbreytni tungumála og ýta undir fjöltyngi, sem eru einnig meginmarkmið Vigdísarstofnunar – alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar. Haldið verður upp á daginn með áhugaverðu málþingi: „Orðabækur: Fjölbreytni tungumála, fjöltyngi og þýðingar“ þar sem rætt Lesa meira
Segir styttingu vinnuvikunnar hina nýju leiðréttingu
EyjanBörkur Gunnarsson, listamaður og fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tætir í sig verkefni vinstri meirihlutans í borginni um styttingu vinnuvikunnar í Morgunblaðinu í dag. Verkefnið sem innleitt var hjá hluta af starfsmönnum borgarinnar, um styttri vinnuviku fyrir sömu laun, kallar Börkur hina nýju leiðréttingu, með vísun í þegar Framsóknarflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, lofaði afmörkuðum hópi Lesa meira
Ísland vill í framkvæmdastjórn UNESCO
EyjanFramboð Íslands um setu í framkvæmdastjórn UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, fyrir tímabilið 2021 til 2025 var samþykkt á ríkisstjórnarfundi síðastliðinn föstudag. Hlutverk UNESCO er að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla samvinnu þjóða í mennta-, vísinda- og menningarmálum og efla þannig almenna tiltrú og virðingu fyrir réttlæti, lögum og mannréttindum, Lesa meira
Arðgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja undir meðaltali
EyjanSamkvæmt samantekt Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi eru arðgreiðslur mun lægri til sjávarútvegsfyrirtækja en fyrirtækja í öðrum geirum atvinnulífsins frá árinu 2010-2016, byggt á tölum frá Hagstofu Íslands. Sjávarútvegurinn hefur á þessu tímabili greitt 21 prósent af hagnaði sínum í arð, en viðskiptahagkerfið án sjávarútvegs hefur greitt 31 prósent af hagnaði sínum í arð. Tekið skal Lesa meira
Vilja tryggja áframhaldandi útgáfu Bæjarins besta
EyjanHaldin var stofnfundur nýs útgáfufélags Bæjarins besta á Ísafirði um helgina. Markmiðið er að glæða fjölmiðilinn nýju lífi, en hann hefur legið í láginni undanfarið vegna fjárhagsvandræða og útgáfa prentmiðilsins verið stopul. Bæjarins besta var stofnað árið 1984, en vefmiðillinn bb.is leit dagsins ljós árið 2000. Að sögn Shiran Þórissonar, sem kosinn var í stjórn Lesa meira
Björn bölsótast út í Helgu Völu og Helga Hrafn vegna vinnubragða á Alþingi
EyjanBjörn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, fjallar um vinnubrögð Alþingis í pistli á heimasíðu sinni. Tilefnið er ummæli Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar í Fréttablaðinu í dag, þar sem hún segir að lagasetning á Íslandi sé oft „óttalegt fúsk sem unnin er í fljótheitum“ og ummæli Helga Hrafns, þingmanns Pírata, um að erfitt sé að sjá Lesa meira
Óvíst hvort kæruleið barna til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna verði tekin upp hér á landi
EyjanÁrið 2011 ákvað allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að setja á stofn svokallaða kæruleið fyrir börn og fulltrúa þeirra sem telja að aðildarríki hafi brotið gegn rétti barnsins, samkvæmt ákvæðum Barnasáttmálans. Bókunin tók þó ekki gildi fyrr en árið 2014. Árið 2013 var Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi. Hinsvegar hafa stjórnvöld á Íslandi enn ekki sótt Lesa meira
Morgunblaðið fagnar þjóðaratkvæðisgreiðslu um svissnesk afnotagjöld
EyjanLeiðarahöfundur Morgunblaðsins í dag fjallar um tilvonandi þjóðaratkvæðisgreiðslu Svisslendinga um ríkisútvarp heimamanna, SRG, í næsta mánuði, en kosið er um hvort leggja eigi afnotagjöldin þar í landi af. Svissneska ríkisútvarpið- og sjónvarpið hefur sætt gagnrýni fyrir aukin umsvif og að „draga taum vinstrimanna“, segir leiðari Morgunblaðsins og tekur fram að slík gagnrýni eigi ekki að Lesa meira
Una til Íbúðarlánasjóðs – Vill breyta viðhorfinu til leigumarkaðarins
EyjanUna Jónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til að stýra deild leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði, samkvæmt tilkynningu. Una starfaði áður sem hagfræðingur í hagdeild sjóðsins og hafði þar meðal annars með höndum greiningar á stöðu leigjenda og ástandi leigumarkaðarins. Deild leigumarkaðsmála styður við það markmið Íbúðalánasjóðs að stuðla að því að landsmenn búi við öryggi og jafnrétti Lesa meira
Geir með ráð fyrir þá sem eru hræddir við að æla af súrmat: „Bragðskynið fer alveg á haus“
FókusBer sem gera súrt sætt – Þorramaturinn verður sælgæti