fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024

Innlent

Þurfa að greiða 4.8 milljónir í skaðabætur vegna ólögmatrar uppsagnar

Þurfa að greiða 4.8 milljónir í skaðabætur vegna ólögmatrar uppsagnar

Eyjan
21.02.2018

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, SÁÁ, þurfa að greiða fyrrverandi starfsmanni og félagsmanni í SFR – stéttarfélagi í almannaþjónustu, alls 4,8 milljónir króna í skaðabætur, miskabætur og lögfræðikostnað vegna ólögmætrar uppsagnar samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SFR. Starfsstöð starfsmannsins var á Akureyri en Lesa meira

VR stofnar leigufélag – Ekki rekið í hagnaðarskyni

VR stofnar leigufélag – Ekki rekið í hagnaðarskyni

Eyjan
21.02.2018

Stjórn VR ákvað á fundi sínum í gær að stofna leigufélag fyrir félagsmenn sína. Það skal ekki rekið í hagnaðarskyni. Þetta kemur fram á vef VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur verið forgöngumaður fyrir slíku félagi, en hann hefur lýst leigumarkaðinum hér á landi sem fársjúkum og talað um græðgisvæðingu leigufélaga. Í frétt VR Lesa meira

Verð á bílaleigubílum lækkar við Leifsstöð-Samt hæsta verð í Evrópu

Verð á bílaleigubílum lækkar við Leifsstöð-Samt hæsta verð í Evrópu

Eyjan
21.02.2018

Samtals hefur verð á bílaleigubílum við Leifsstöð lækkað um 38% frá því 2015, um 24% í evrum talið og 17% í dollurum talið, sökum styrkingar krónu síðastliðin þrjú ár. Þá er miðað við gengið í febrúar 2015 og febrúar 2018. Þetta kemur fram á Túristi.is. Forsendurnar eru að leigður sé minnsti bíllinn í tvær vikur Lesa meira

Helga og Einar taka aftur þátt í Eurovision

Helga og Einar taka aftur þátt í Eurovision

Fókus
21.02.2018

Helga Möller söngkona og Einar Bárðarson samskiptastjóri Hafnarfjarðar leggja land undir fót í ár og taka þátt í Eurovision, Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þau ætla þó ekki að taka þátt sem keppendur, heldur munu þau taka þátt í lokakvöldi þýsku forkeppninnar og velja framlag Þýskalands fyrir lokakeppnina í Portúgal. Það er 20 manna alþjóðleg dómnefnd víðs Lesa meira

Landbúnaðarháskólinn skuldlaus við ríkissjóð – Fékk 85% skulda afskrifað

Landbúnaðarháskólinn skuldlaus við ríkissjóð – Fékk 85% skulda afskrifað

Eyjan
21.02.2018

Samkvæmt Ríkisendurskoðun er Landbúnaðarháskóli Íslands nú skuldlaus við ríkissjóð. Skólinn hefur lengi átt í fjárhagserfiðleikum og voru 85% af skuldum skólans afskrifaðar um áramótin 2016/2017. Þá þurfti einnig að segja upp starfsfólki. Ríkisendurskoðun kom með tvær ábendingar til skólans og menntamálaráðuneytisins árið 2015 um fjármálastjórn og rekstrarstöðu skólans. Sú fyrri var að tryggja þyrfti  að Lesa meira

Sölvi og Ástrós ætla að massa þetta saman

Sölvi og Ástrós ætla að massa þetta saman

Fókus
21.02.2018

Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason tekst nú á við nýja áskorun, að verða dansari. Það er Ástrós Traustadóttir sem ætlar að aðstoða hann við það. Ástrós er meðal annars Frakklandsmeistari í samkvæmisdönsum árið 2010 og Íslandsmeistari árið 2014. Þau verða danspar í þáttunum Allir geta dansað, en þættirnir sem eru íslensk útgáfa af þáttunum Dancing with the Lesa meira

Uppstilling hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum

Uppstilling hjá Sjálfstæðisflokknum í Eyjum

Eyjan
21.02.2018

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum samþykkti á fundi sínum á mánudag að ef að 10 eða fleiri frambjóðendur gæfu kost á sér, yrði röðun fyrir valinu á listann. Ekki bárust svo mörg framboð og því mun kjörnefnd hefja vinnu við uppstillingu, líkt og gert hefur verið síðustu áratugi. Þetta er haft eftir Ólafi Elíssyni, formanns kjörnefndar Lesa meira

Samtök verslunar og þjónustu loksins sammála ASÍ-Vilja aukna samkeppni

Samtök verslunar og þjónustu loksins sammála ASÍ-Vilja aukna samkeppni

Eyjan
21.02.2018

Samtök verslunar og þjónustu og ASÍ hafa lengi eldað grátt silfur saman. Ástæðan er að verðlagseftirlit ASÍ kemst stundum að niðurstöðum í verðkönnunum sem SVÞ sætta sig ekki við og hafa samtökin lýst vinnubrögðum ASÍ sem ófaglegum og óboðlegum. Það telst því til nokkurra tíðinda að SVÞ segist nú í tilkynningu algerlega sammála nýjustu verðkönnun Lesa meira

Ebba hreppir Javi

Ebba hreppir Javi

Fókus
21.02.2018

Matargyðjan Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Javi Valiño eiga eftir að vera stórglæsileg saman, en atvinnudansarinn Javi er einn af flottari á dansgólfinu og hefur hann meðal annars dansað með Páli Óskari. Þau verða danspar í þáttunum Allir geta dansað, en þættirnir sem eru íslensk útgáfa af þáttunum Dancing with the Stars byrja þann 11. mars Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af