fbpx
Mánudagur 19.ágúst 2024

Innlent

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Heilbrigðisráðherra vill lögleiða rafrettur

Eyjan
23.02.2018

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir frumvarp um rafrettur stuðla að lögmætum viðskiptum með þessa vöru og tryggja eftirlit og mikilvæga neytendavernd. Aðgengi fólks að rafrettum og reglur um notkun þeirra samkvæmt frumvarpinu geri þeim hægt um vik sem vilja hætta tóbaksnotkun með aðstoð þeirra. Ráðherra mælti fyrir frumvarpinu á Alþingi í gær. Eins og fram kom í ræðu Lesa meira

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Hagstofan áætlar 2,9% hagvöxt á árinu

Eyjan
23.02.2018

Hagstofa Íslands hefur gefið út endurskoðaða þjóðhagsspá að vetri í ritröð sinni, Hagtíðindum. Spáin spannar árin 2017–2023. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 2016 en áætlað er að hagkerfið hafi vaxið um 3,8% árið 2017. Meiri kraftur var í þjóðarútgjöldum sem áætlað er að hafi aukist um rúmlega 7% á síðasta ári. Talið er að Lesa meira

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Afgerandi meirihluti vill afsögn dómsmálaráðherra

Eyjan
23.02.2018

Samkvæmt könnun Maskínu sem unnin var í samstarfi við Stundina, kemur fram að 72,5% þjóðarinnar vilja að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segi af sér. Þeir sem vilja að hún sitji áfram eru 27,5 prósent. Hlutfallið er yfir 67% hjá fylgjendum allra stjórnmálaflokka, nema Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins, en 23% Sjálfstæðismanna vilja afsögn Sigríðar og rúm 44 Lesa meira

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Haraldur hugsar málið varðandi framboð til varaformennsku

Eyjan
23.02.2018

Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norð-vestur kjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn, segist ætla að hugsa sig um hvort hann bjóði sig fram til varaformennsku í flokknum á landsfundi sjálfstæðisflokksins um miðjan mars, eftir fjölda áskorana. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.   „Já, ég get staðfest það að margir hafa komið að máli við mig og skorað Lesa meira

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Ingvar Mar leiðir lista Framsóknar

Eyjan
22.02.2018

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og fyrrum varaþingmaður- og borgarfulltrúi, mun leiða lista Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Fjórar konur skipa næstu fimm sæti. Höfuðáhersla Framsóknarflokksins í Reykjavík verða skólamál samkvæmt tilkynningu, en þrír frambjóðendur eru með kennaramenntun. Viðskeytið flugvallarvinir er hvergi sjáanlegt í tilkynningu frá Framsóknarflokknum að þessu sinni og má því áætla að það verði ekki Lesa meira

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Listi Eyþórs klár – Tveimur borgarfulltrúum bolað burt

Eyjan
22.02.2018

Sjálfstæðismenn kynntu endanlegan framboðslista sinn í kvöld, fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí. Borgarfulltrúarnir Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir eru ekki á listanum, en Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi er í fimmta sæti listans. Hildur Björnsdóttir lögfræðingur er í öðru sæti, Valgerður Sigurðardóttir því þriðja, og Egill Þór Jónsson í fjórða. Heildarlistinn er hér að neðan:   1. Eyþór Lax­dal Lesa meira

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Fjárframlög til stjórnmálaflokka hækka um 127% : Sjálfstæðisflokkur fær mest – Viðreisn minnst

Eyjan
22.02.2018

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um greiðslur ríkisins til stjórnmálasamtaka fyrir árið 2018. Framlög fara eftir stærð flokkanna samkvæmt atkvæðafjölda og fær því Sjálfstæðisflokkurinn hæsta framlagið, eða rúmar 166 milljónir. Viðreisn fær minnsta framlagið, eða rétt tæpar 44 milljónir. Framlagið hækkar milli ára um 127 prósent. Tillaga um að hækka framlög til flokkanna Lesa meira

Björn Valur þjófkennir þingmenn-Segir marga vísvitandi brjóta reglurnar-Á pari við Árna Johnsen

Björn Valur þjófkennir þingmenn-Segir marga vísvitandi brjóta reglurnar-Á pari við Árna Johnsen

Eyjan
22.02.2018

Björn Valur Gíslason, fyrrum varaformaður VG, segir það gott mál að nú skuli greiðslur Alþingis til þingmanna verða gerðar opinberar, líkt og til stendur samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Hann telur einnig sjálfsagt að Alþingi endurgreiði útgjöld þingmanna, þeir eigi ekki að „verða fyrir útgjöldum vegna starfa sinna.“ Það sem er eftirtektavert er að Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af