fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

Innlent

Ætla að kolefnisjafna Stjórnarráðið

Ætla að kolefnisjafna Stjórnarráðið

Eyjan
06.03.2018

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja 12 milljónir króna af stefnufé árið 2018 til gerðar loftslagsstefnu og aðgerðaáætlunar fyrir Stjórnarráðið. Hluti fjármagnsins verður notaður í vinnu sérfræðings eða ráðgjafa og hluti til beinna aðgerða til að draga úr og hefja kolefnisjöfnun á starfsemi Stjórnarráðsins. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins. Loftslagsstefna fyrir Stjórnarráðið verður eitt þeirra Lesa meira

Lögðu fram vantrauststillögu á Sigríði – Vita ekki hug Andrésar og Rósu

Lögðu fram vantrauststillögu á Sigríði – Vita ekki hug Andrésar og Rósu

Eyjan
06.03.2018

Þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata lögðu fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra seint í gærkvöldi. Samkvæmt Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, er hefð fyrir því að slíkar tillögur séu teknar á dagskrá við fyrsta tækifæri, en Steingrímur J. Sigfússon sagði við mbl.is að tillagan verði tekin fyrir eins fljótt og aðstæður leyfi.   Logi Einarsson, Lesa meira

Gunnlaugur Ingvarsson leiðir Frelsisflokkinn í borginni

Gunnlaugur Ingvarsson leiðir Frelsisflokkinn í borginni

Eyjan
06.03.2018

Stjórn Frelsisflokksins hefur ákveðið að flokkurinn bjóði m.a. fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum. Stjórn flokksins mun stilla upp fullmönnuðum framboðslista innan tíðar, en ákveðið hefur verið að Gunnlaugur Ingvarsson formaður Frelsisflokksins muni verða oddviti listans í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frelsisflokknum. Samkvæmt heimasíðu Frelsisflokksins eru helstu baráttumál hans þessi: Frelsisflokkurinn stendur Lesa meira

Til umhugsunar í heimi stjórnmálanna

Til umhugsunar í heimi stjórnmálanna

Eyjan
05.03.2018

Ögmundur Jónasson ritar: Forystufólk Samfylkingarinnar, núverandi og fyrrverandi, hvatti til þess á landsfundi sínum að samfylkingarfólk hlífði VG í gagnrýni sinni en einbeitti sér þess í stað að Sjálfstæðisflokknum, hinum raunverulega „óvini“. Ég er sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn er raunverulegur andstæðingur félagshyggjunnar. En hvers vegna? Vegna þess að hann hefur reynst vera málsvari auðhyggjunnar, ekki Lesa meira

Veita styrki til mannúðarverkefna borgarasamtaka

Veita styrki til mannúðarverkefna borgarasamtaka

Eyjan
05.03.2018

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið  að veita allt að 70 milljónum króna til mannúðarverkefna borgarasamtaka. Þar af mun ráðuneytið veita allt að 42,5 milljónum króna til annarra verkefna en þeirra sem bregðast við neyð fólks vegna ástandsins í Sýrlandi. Við þessa styrkúthlutun verður farið eftir verklagsreglum ráðuneytisins um samstarf við borgarasamtök frá 2015. Í reglunum er að finna vinnulag Lesa meira

Ósamræmi milli þróunar menntunar og starfa á vinnumarkaði

Ósamræmi milli þróunar menntunar og starfa á vinnumarkaði

Eyjan
05.03.2018

Ný skýrsla hagdeildar ASÍ um vinnumarkaðinn fjallar um þær breytingar sem orðið hafa á íslenskum vinnumarkaði síðustu ár og áratugi. Í skýrslunni er vakin athygli á misræmi milli þróunar starfa og menntunar. Hlutfallslega hröð fjölgun á störfum í þjónustu og verslun, þrátt fyrir síhækkandi menntunarstig þjóðarinnar, vekur upp spurningar um hvort skortur á skýrri atvinnustefnu Lesa meira

Von á vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra

Von á vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á dómsmálaráðherra

Eyjan
05.03.2018

Samkvæmt Kjarnanum ræðir stjórnarandstaðan nú um möguleikann á því að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vegna framgöngu hennar í Landsréttarmálinu. Allir stjórnarandstöðuflokkar íhuga nú málið eftir fund þingflokksformanna stjórnarandstöðunnar í morgun og munu formenn og þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar líklega funda meira um málið á morgun og taka þá ákvörðun um hvort tillagan verði Lesa meira

Minnsti viðskiptaafgangur í fimm ár

Minnsti viðskiptaafgangur í fimm ár

Eyjan
05.03.2018

Samkvæmt greiningu Íslandsbanka var viðskiptaafgangur við útlönd á síðasta ári rétt um helmingur af afgangi ársins 2016. Ástæðan er stóraukinn vöruskiptahalli, fremur lítill vöxtur í þjónustuafgangi og talsvert óhagstæðara framlag þáttatekna og rekstrarframlaga milli ára. Erlend staða þjóðarbúsins hélt hins vegar áfram að batna á síðasta ári og var jákvæð um 7,5% af vergri landsframleiðslu Lesa meira

Kristján Þór vill að bændur standi á eigin fótum

Kristján Þór vill að bændur standi á eigin fótum

Eyjan
05.03.2018

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hélt ræðu við upphaf Búnaðarþings sem haldið er í dag og á morgun í Bændahöllinni svokölluðu, Hótel Sögu. Kristján vék að endurskoðun búvörusamninga og sagði að sjálfbær landbúnaður væri meginmarkmiðið. Það næðist hinsvegar aðeins með því að bændur tæku frumkvæði og yrðu leiðandi í stefnumótun.   Þá sagði Kristján Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af