Morgunblaðið um vantrauststillöguna: „Ömurleg uppákoma“
EyjanHöfundur leiðara Morgunblaðsins var ekki par hrifinn af uppákomuni á Alþingi í gær, þegar Píratar og Samfylking báru upp vantrauststillögu á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Kallar skrifari þann gjörning „ömurlega uppákomu“ og „leikrit“: „Í gær fékk almenningur að horfa á heldur ömurlega uppákomu á Alþingi undir forystu Pírata og Samfylkingar. Flokkarnir báru upp tillögu um Lesa meira
Launamunur kynjanna dregst saman
EyjanRannsókn Hagstofu Íslands á launamun kynjanna í samvinnu við aðgerðarhóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti leiðir í ljós að launamunur kynjanna minnkaði á tímabilinu 2008-2016. Þetta kemur fram í tilkynningu. Konur voru að jafnaði með 6,6% lægri laun en karlar árið 2008 en leiðréttur munur minnkaði í 4,5% árið 2016, metið með hefðbundinni aðhvarfsgreiningu Lesa meira
Sólveig Anna bar sigur úr býtum
EyjanNiðurstaða kosninga úr stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags er nú ljós, en úrslit lágu fyrir á fyrsta tímanum í nótt. Sólveig Anna Jónsdóttir verður næsti formaður Eflingar-stéttarfélags og mun hún taka við af Sigurði Bessasyni, fráfarandi formanni, á aðalfundi félagsins þann 26. apríl nk. Listi Sólveigar Önnu, B, fékk 2099 atkvæði en A listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Lesa meira
Borgarstjórn og bankarnir mælast með minnsta traustið
EyjanSamkvæmt þjóðarpúlsi Gallup nýtur bankakerfið minnsta trausts almennings af þeim stofnunum sem mældar eru eða 20 prósent. Næst minnsta trausts nýtur borgarstjórn Reykjavíkur með 24 prósent, þá kemur fjármálaeftirlitið og loks Alþingi. Allar þessar stofnanir mælast þó með meira traust nú en í mælingum frá því í fyrra. Mesta traustsins nýtur Landhelgisgæslan. Almenningur Lesa meira
Snjallsímabann Sveinbjargar hlaut ekki brautargengi
EyjanÁ fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag lagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, óháður borgarfulltrúi, fram tillögu um að snjallsímar verði bannaðir í grunnskólum borgarinnar í skólatíma. Tillagan hlaut ekki brautgengi í borgarstjórnar. Í máli Sveinbjargar kom fram að stöðugt fjölgi rannsóknum sem sýna fram á skaðleg áhrif snjallsíma á skólastarf og árangur og félagslega færni nemenda. Vegna þessa hafi Lesa meira
Ríkisendurskoðun: Jákvæðar breytingar á barnaverndarmálum
EyjanRíkisendurskoðun telur ekki ástæðu til að ítreka fjórar ábendingar sem beint var til velferðarráðuneytis árið 2015 um stöðu barnaverndarmála á Íslandi. Stofnunin rekur þær breytingar sem unnið er að í nýrri skýrslu og segir þær jákvæðar. Þetta segir í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu. Ábendingarnar lutu að samstarfi barnaverndaryfirvalda, framkvæmdaáætlun í barnavernd, sérhæfðum meðferðarúrræðum og stjórnsýslulegri stöðu Barnaverndarstofu. Lesa meira
Björn Leví gerði grín að ummælum Páls í pontu Alþingis-Uppskar mikinn hlátur
EyjanBjörn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, uppskar mikinn hlátur þingheims í dag, er hann rifjaði upp orð Páls Magnússonar í Kastljósinu í gær. Þar var fjallað um stöðu Sigríðar Á. Andersen, en umræður um vantrauststillögu í hennar garð hefjast klukkan 16.30 í dag. Páll taldi ekki ástæðu til að bera fram tillögu um vantraust, en komst Lesa meira
Óbreyttir stýrivextir enn um sinn
EyjanSamkvæmt greiningu Íslandsbanka verða stýrivextir óbreyttir er þeir verða kynntir af peningastefnunefnd Seðlabankans þann 14. mars. Horfur um efnahagsþróun og verðbólgu á komandi misserum hafa fremur lítið breyst frá síðustu vaxtaákvörðun í febrúar síðastliðnum, enda skammt um liðið. Við þá ákvörðun var peningastefnunefndin sammála um að halda vöxtum óbreyttum, og raunar voru aðrir möguleikar ekki Lesa meira
Andmæla Bændasamtökunum vegna viðskiptahamla
EyjanFélag atvinnurekenda hefur skrifað Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra bréf, þar sem andmælt er margvíslegum kröfum Bændasamtaka Íslands um viðskiptahömlur, sem settar voru fram í bréfi til ráðherra 23. febrúar síðastliðinn. Þessar kröfur BÍ voru svo að flestu leyti endurteknar í ræðu Sindra Sigurgeirssonar,formanns samtakanna, við setningu Búnaðarþings í gær. Þetta kemur fram á vef FA. Grafið undan EES? Lesa meira
Nýtt áfengisfrumvarp – Vilja afnema einokunarsölu ríkisins
EyjanÞorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hyggst ásamt þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingar og Pírata, leggja fram frumvarp sem afnemur einokun ríkisins á sölu áfengis. Um endurnýjað frumvarp er að ræða, sem tæki mið af þeirri gagnrýni sem síðasta áfengisfrumvarp fékk, sem laut að því að áfengi yrði selt í matvörubúðum. Í greinargerð frumvarpsins segir: „Meginmarkmið frumvarpsins er að afnema Lesa meira