Ingvar Mar svarar Pawel varðandi ókeypis strætóþjónustu
EyjanIngvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum, var gagnrýndur í gær af Pawel Bartoszek, sem ætlar sér sæti ofarlega á lista Viðreisnar, en hann er fyrrum þingmaður flokksins. Pawel sagði hugmynd Framsóknar um „frítt í strætó“ vera vonda, því þannig yrði skorið í burtu tveir milljarðar af rekstrarfénu, sem myndi skila sér í verri Lesa meira
Sigmundur Davíð flytur lögheimili sitt – aftur
EyjanÞað komst í fréttir þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, flutti lögheimili sitt að Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð árið 2013. Sigmundur bjó þá í Seljahverfinu í Breiðholti, en ákvað að fara fram sem oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi að því sinni, en árið 2009 fór hann fram í Reykjavík-norður. Sigmundur átti rétt á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslum Lesa meira
Hagvöxtur var 3.6% árið 2017
EyjanLandsframleiðsla jókst að raungildi um 3,6% á árinu 2017 og er nú 15,3% meiri en hún var árið 2008. Einkaneysla og fjárfesting vógu þyngst í vexti landsframleiðslunnar en alls jukust þjóðarútgjöld um 6,8%. Einkaneysla jókst um 7,8%, samneysla um 2,6% og fjárfesting um 9,3%. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Útflutningur jókst um 4,8% Lesa meira
Örlög „villikattanna“ í höndum Katrínar
EyjanFramtíð þeirra Rósu Bjarkar Brynjarsdóttur og Andrésar Inga Jónssonar, þingmanna VG, er óráðin innan þingflokksins. Ákvörðun þeirra um að greiða atkvæði með tillögu um vantraust á Sigríði Á. Andersen vakti litla kátínu meðal stjórnarþingmanna og hafa Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson báðir lýst því yfir að þeir líti svo á að stjórnarmeirihlutinn telji 33 Lesa meira
Segir strætóhugmynd Framsóknarmanna vonda
EyjanPawel Bartoszek, fyrrum þingmaður Viðreisnar og frambjóðandi á lista Viðreisnar til borgarstjórnar, gefur ekki mikið fyrir kosningaloforð Framsóknarmanna í borginni um ókeypis strætó ef marka má pistil hans í Fréttablaðinu í dag. Ingvar Mar Jónsson, oddviti Framsóknarmanna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, hefur talað fyrir ódýrari skyndilausnum í samgöngumálum borgarinnar heldur en borgarlína og Miklabraut í stokk Lesa meira
Kolbrún Halldórsdóttir ráðin verkefnisstjóri
EyjanKolbrún Halldórsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri fyrir forsætisráðuneytið í tengslum við hátíðahöld 1. desember 2018 vegna 100 ára fullveldis Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu. Kolbrún Halldórsdóttir á að baki fjölbreytt störf á vettvangi sviðslista og stjórnmála, auk þess sem hún hefur gegnt embætti forseta Bandalags íslenskra listamanna sl. átta ár. Hún brautskráðist frá Leiklistarskóla Lesa meira
Halla Gunnarsdóttir ráðin ráðgjafi forsætisráðherra
EyjanHalla Gunnarsdóttir hefur verið ráðin ráðgjafi forsætisráðherra. Halla mun leiða starf stýrihóps um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi. Lesa meira
Hagar afturkalla samrunatilkynningu við Olís og DGV
EyjanSamkeppniseftirlitið hefur undanfarið haft til ítarlegrar rannsóknar fyrirhuguð kaup Haga hf. á Olíuverzlun Íslands hf. (Olís) og fyrirtækinu DGV ehf., á grundvelli samrunatilkynningar sem send var eftirlitinu í lok september 2017. Var rannsóknin á lokastigi og ákvörðunar að vænta í dag. Hagar hafa nú afturkallað samrunatilkynningu sína. Felur afturköllunin í sér að umræddu máli er Lesa meira
Umhverfisráðuneytið veitir Landvernd hæsta styrkinn-Ráðherra EKKI vanhæfur (Uppfært)
EyjanUmhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur úthlutað rekstrarstyrkjum til frjálsra félagasamtaka. Rekstrarstyrkirnir eru veittir félagasamtökum sem starfa á málasviði ráðuneytisins. Í ár numu umsóknir rúmum 83 milljónum króna en til úthlutunar voru 13,4 milljónir. Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, er fyrrum framkvæmdarstjóri Landverndar. Samkvæmt Kjarnanum ætlaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að leggja það Lesa meira