Pawel um spítalatillögu Sigmundar Davíðs: „Vond hugmynd“
EyjanPawel Bartoszek, sem skipar 2. sæti framboðslista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, skrifar pistil í Fréttablaðið í dag, þar sem hann útskýrir af hverju hann telur það vonda hugmynd ef Landspítalinn verði færður í „úthverfi Garðabæjar“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lengi talað fyrir þeirri hugmynd að byggja nýjan spítala á Vífilstöðum, eða Lesa meira
RÚV leiðréttir leiðara Morgunblaðsins
EyjanValgeir Vilhjálmsson, markaðsrannsóknarstjóri RÚV, lætur tölurnar tala sínu máli í pistli í Morgunblaðinu í dag til að kveða niður í kútinn rangfærslur blaðsins í gær. Leiðréttir Vilhjálmur þar leiðarahöfund Morgunblaðsins, sem lét gamminn geysa um hversu fáir hlustuðu eða horfðu á miðla Ríkisútvarpsins sjónvarps: „Leiðarahöfundur Morgunblaðsins fór í gær ranglega með staðreyndir um áhorf Lesa meira
Segja sjálftöku launa stjórnenda vera ögrun við launafólk
EyjanStjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna hefur sent frá sér ályktun þar sem sjálftöku launa stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótmælt harðlega og er hún sögð ögrun við launafólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn LÍV: Stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmannamótmælir harðlega þeirri sjálftöku launa sem á sér stað meðal stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum. Lesa meira
Þórdís vill endurskoða úrelt átaksverkefni en virðist áfellast „tregðu“ embættismannakerfisins
EyjanÞórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, segist í pistli sínum „Já, skattgreiðandi“ í Þjóðmálum, vilja láta endurskoða tvö átaksverkefni sem ríkið stofnaði til fyrir mörgum árum, en séu enn í gangi, löngu eftir að markmiðum þeirra sé náð. Hún virðist áfellast embættismannakerfið, en sjálf segist hún finna fyrir „tregðu“ í sínu starfi: Lesa meira
Bjarnheiður nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
EyjanBjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri Katla DMI, sigraði í formannskjöri á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem nú fer fram á Hótel Sögu. Þrír bauðu sig fram og fékk Bjarnheiður 72 atkvæðum meira en Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Gray Line og fráfarandi varaformaður samtakanna og miðað við atkvæðamagn þá var mjótt á munum í kjörinu. Bjarnheiður er fyrsta konan sem gegnir þessu Lesa meira
Freyja ráðin aðstoðarmaður formanns Samfylkingarinnar
EyjanFreyja Steingrímsdóttir, stjórnmála- og upplýsingaráðgjafi, hefur verið ráðin pólitískur ráðgjafi Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Freyja hefur síðustu ár starfað við stjórnun herferða og almannatengsl, nú síðast fyrir Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Þá hefur hún meðal annars starfað sem verkefnastjóri fyrir Evrópuþingkosningar, unnið að upplýsingamálum fyrir Eftirlitsstofnun EFTA og sinnt stjórnmála- og upplýsingaráðgjöf víða um Evrópu og Lesa meira
Sindri grillaði oddvita Viðreisnar í beinni á Stöð 2: „Þórdís, þú segir ekki neitt. Þetta er rosalega lítið“
EyjanÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, mætti sigri hrósandi í viðtal við Sindra Sindrason á Stöð 2 í gær, eftir að listi Viðreisnar í borginni var kynntur. Sindri tók ekki á viðmælanda sínum með neinum silkihönskum, heldur þjarmaði vel að Þórdísi þar sem honum fannst hún gefa heldur loðin svör við spurningum sínum. „Þórdís, Lesa meira
Karl Th. um Pál Magnússon: „Á viðkomandi þingmaður að hafa vit á – svo við tölum nú bara íslenzku – að grjóthalda kjafti“
EyjanRitstjórinn Karl Th. Birgisson skrifar ansi beinskeyttan pistil um Pál Magnússon á vefrit sitt Herðubreið, hvar hann lýsir þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem skaphundi, sem hafi froðufellt yfir skrifum Braga Páls Sigurðarsonar um landsfund Sjálfstæðisflokksins fyrir Stundina: „Það er til skýring á froðufellingum Páls Magnússonar vegna pistla Braga Páls Sigurðarsonar í Stundinni (sjá hér og hér. Páll er Lesa meira
Aukin velta í virðisaukaskattskyldri starfsemi
EyjanVelta í virðisaukaskattskyldri starfsemi, fyrir utan lyfjaframleiðslu og landbúnað, var 737 milljarðar króna í nóvember og desember 2017 sem er 9,2% hækkun miðað við sama tímabil árið 2016. Virðisaukaskattskyld velta í þessum greinum var 4.145 milljarðar árið 2017 eða 4,2% hærri en 2016. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands. Lesa meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík
EyjanOpinn félagsfundur Viðreisnar í Reykjavík samþykkti nú fyrir stundu tillögu uppstillingarnefndar að framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Um er að ræða fullskipaðan 46 einstaklinga framboðslista þar sem rík áhersla er lögð á fjölbreyttan bakgrunn frambjóðenda auk dreifingar í aldri, kyni og búsetu. „Líkt og í öðrum verkum flokksins verða Lesa meira