Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hríðfellur
EyjanSamkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup hefur stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hríðfallið frá áramótum, eða sem nemur 13.7 prósentustigum. Það er nýtt met. Engin ríkisstjórn hefur misst fylgi svo hratt frá aldarmótum. Sú sem næst kemst því er ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar frá árinu 2013, sem tapaði 13.4 prósentum af sínum stuðningi á fyrstu fjórum mánuðunum. Lesa meira
Segir borgarstjóra ábyrgan fyrir fulltrúum í Barnavernd: „Verða að vera lausir við pólitísk tengsl“
EyjanSveinn Hjörtur Guðfinnsson, sem skipar 3. sæti lista Miðflokksins í Reykjavík, er gagnrýninn á störf Barnaverndar Reykjavíkur í pistli sem hann birtir á Facebook síðu sinni. Þar gerir hann athugasemd við að í nefndina séu pólitískt skipaðir fulltrúar og gerir Dag B. Eggertsson ábyrgan: „Æðsti embættismaður Barnaverndar Reykjavíkur er borgarstjóri. Með pólitískum hætti eru nefndarmenn Lesa meira
Páll og Björt leiða saman hesta sína á Þingvöllum
EyjanFormaður Bjartrar framtíðar, Björt Ólafsdóttir og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Páll Magnússon, leiða saman hesta sína annan hvern sunnudag í nýjum þjóðmálaþætti á útvarpsstöðinni K100 er nefnist Þingvellir. Þar verða pólitík og málefni líðandi stundar í forgrunni, að því er kemur fram í Morgunblaðinu. „Við erum bæði þekkt fyrir það að vera ekkert að sykurhúða hlutina neitt sérstaklega Lesa meira
Meirihlutinn heldur – Samfylking stærst flokka
EyjanSamkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun vann fyrir Morgunblaðið um fylgi framboða fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, er Samfylkingin stærsti flokkur landsins. Samfylkingin mælist með 31,7 prósent fylgi sem gerir átta borgarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn kemur þar næstur á eftir með 27 prósent og sjö fulltrúa, en Vinstri grænir fá 12.8 prósent og þrjá fulltrúa. Píratar mælast með 7.7 % Lesa meira
Fjarðarlistinn klár í Fjarðarbyggð
EyjanFjarðalistinn, listi félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, hélt opinn félagsfund að kvöldi þriðjudagsins 27. mars. Tillaga uppstillingarnefndar að skipan framboðslista fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí nk. var samþykkt samhljóða. Á listanum eiga sæti 8 konur og 10 karlar. Listann skipa: 1. Eydís Ásbjörnsdóttir bæjarfulltrúi 2. Sigurður Ólafsson verkefnastjóri hjá SVN 3. Hjördís Helga Seljan Lesa meira
Eru kennarar frekir?
EyjanBergþór Smári Pálmason Sighvats skrifar: Hvað er eiginlega málið með þessa kennara? Ár eftir ár þá berja þeir í borðið og hóta öllu illu þegar þeir fá ekki betri laun og betri kjör. Svo þegar þeim býðst nýr kjarasamningur þá hafna þeir honum og hóta verkföllum! En staðan er ekki þannig. Kennarar eru ekki að Lesa meira
Tryggja áframhaldandi lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur
EyjanVelferðarráðuneytið hefur endurnýjað samning við Mannréttindaskrifstofu Íslands um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, og Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands undirrituðu samninginn, sem hljóðar upp á 5,9 m.kr. Á grundvelli samnings við velferðarráðuneytið hefur Mannréttindaskrifstofan um árabil annast slíka ráðgjöf, innflytjendum að kostnaðarlausu. Mikil eftirspurn er eftir þjónustunni en á síðasta ári voru veitt Lesa meira
Forsætisráðherra fullyrti að íslensk stjórnvöld hefðu fordæmt framferði Tyrkja gegn Kúrdum – Engar opinberar heimildir finnast um slíkt – Uppfært
EyjanKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fór í opinbera heimsókn til Berlínar í síðustu viku að hitta Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Var henni einnig boðið að sækja jafnréttisráðstefnu í Felleshus, hvar hún hélt erindi um þróun jafnréttismála. Þar sagði Katrín að íslensk stjórnvöld hefðu gagnrýnt framferði Tyrkja í garð Kúrda, er hún svaraði spurningu út í sal. Þetta Lesa meira
Sigmundur segir forsætisráðherra heldur hallmæla landnámsmönnum vegna skattsvika en standa í hárinu á vogunarsjóðunum
EyjanSigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerir sér mat úr ummælum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem á ráðstefnu OECD-ríkjanna í París, sagði íslendinga eiga sér langa sögu skattsvika, sem rekja mætti til landnámsmanna er vildu ekki greiða Haraldi Noregskonungi skatta. Þetta fór ekki vel í Sigmund sem segir: „Merkilegt að ríkisstjórnin skuli ekki þora að standa uppi Lesa meira
Landsmönnum fjölgað um 10.000 á einu ári
EyjanHinn 1. janúar 2018 voru landsmenn 348.450 og hafði þá fjölgað um 10.101 frá sama tíma árið áður eða um 3%. Konum (170.850) fjölgaði um 2,1% og körlum (177.600) fjölgaði um 3,8%. Talsverð fólksfjölgun var á höfuðborgarsvæðinu en íbúum þar fjölgaði um 5.606 í fyrra eða 2,6%. Hlutfallslega varð þó mest fólksfjölgun á Suðurnesjum, 7,4%. Lesa meira