Villimannslegt svindl – Fólk hélt að það væri að fá bóluefni gegn COVID-19
PressanMargir Indverjar voru blekktir upp úr skónum í því sem óhætt er að segja að sé villimannslegt svindl. Fólkið hélt að það væri að kaupa sér bóluefni gegn COVID-19. Læknar og fleira heilbrigðisstarfsfólk hafa verið handtekin vegna málsins. CNN segir að í Mumbai hafi að minnsta kosti 12 „bólusetningamiðstöðvum“ verið komið upp. Þar var tekið á móti fólki Lesa meira
Nýtt Deltaafbrigði komið á kreik – Enn meira smitandi og hugsanlega ónæmt fyrir ónæmismeðferðum
PressanIndverjar hafa skráð nýtt afbrigði af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, en það er af sama stofni og Deltaafbrigðið sem hratt annarri bylgju faraldursins af stað þar í landi og herjar nú á mörg ríki heims. Nýja afbrigðið er nefnt Delta plús og segja indversk yfirvöld að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af því. Delta Lesa meira
Biðja til „kórónugyðjunnar“ – „Kannski frelsar hún okkur“
PressanÍbúar í indverska bænum Shuklapur, sem er í norðurhluta landsins, hafa komið sér upp altari til heiðurs nýrrar gyðju en það er engin önnur er „kórónugyðjan“. Bæjarbúar gefa henni gjafir í þeirri von að guðdómleg íhlutun hennar geti orðið til að gera út af við kórónuveiruna. Reuters segir að íbúar í bænum biðji bænir við altarið og Lesa meira
Maðurinn með heimsins stærstu fjölskyldu er látinn – 38 eiginkonur og 89 börn
PressanNýlega lést Ziona Chana 76 ára að aldri. Hann var forystumaður trúarsöfnuðar eins í Mizoram á Indlandi en söfnuður þessi stundar fjölkvæni. Hann átti líklega stærstu fjölskyldu heims en hann átti 38 eiginkonur, 89 börn og 36 barnabörn. Eins og nærri má geta þarf svona stór fjölskylda ansi mikinn mat í hverja máltíð en í Lesa meira
Indverjar grípa til aðgerða til að hjálpa börnum sem hafa misst foreldra sína úr COVID-19
PressanRúmlega 1.700 indversk börn hafa misst báða foreldra sína af völdum COVID-19. Sú saga sem er mest fjallað um í indverskum fjölmiðlum þessa dagana er um tvíburasysturnar Roohi og Maahi, fimm ára, sem vita ekki enn að foreldrar þeirra eru látni en þau létust með tæplega viku millibili. Þær búa nú hjá afa sínu og ömmu og hafa indverskir Lesa meira
Brúðurin lést rétt fyrir brúðkaupið – Systir hennar hljóp í skarðið
PressanNýlega ætlaði par eitt að ganga í það heilaga á Indlandi. Á sjálfan brúðkaupsdaginn lést brúðurin af völdum hjartaáfalls. Læknir reyndi að bjarga lífi hennar en það tókst ekki. Samkvæmt frétt News 18 þá var fjölskylda brúðarinnar, sem hét Surbhi, þeirrar skoðunar að ekki ætti að aflýsa brúðkaupinu þar sem búið var að stefna fjölskyldum parsins til athafnarinnar og veislunnar. Lesa meira
Tvöfaldur faraldur hjá fátækustu Indverjunum
PressanHeimsfaraldur kórónuveirunnar hefur lagst þungt á Indland og valdið miklum búsifjum. 230 milljónir landsmanna hafa lent í hópi fátækra vegna heimsfaraldursins og standa margir af fátækustu landsmönnunum nú frammi fyrir hungri. Ekkert félagslegt öryggisnet er á Indlandi eins og víða í Evrópu og fólk því algjörlega upp á sjálft sig komið. „Fátækustu Indverjarnir standa nú Lesa meira
Skelfilegur sjúkdómur herjar á Indverja – Sjúklingar geta misst hluta af andlitinu
PressanHeimsfaraldur kórónuveirunnar herjar af miklum krafti á Indverja og er ástandið í landinu skelfilegt. Ekki er það til að bæta ástandið að lífshættuleg sveppasýking herjar einnig á landið. Sjúkdómurinn breiðist nú svo hratt út að sérfræðingar vilja að lýst verði yfir faraldri af hans völdum að sögn Hindustan Times. Sýkingin er lífshættuleg og nú eru Indverjar að verða Lesa meira
9.000 Ástralar fastir á Indlandi – Komast ekki heim
PressanTveir eru látnir, 173 börn eru án foreldra sinna og eru í hópi 9.000 Ástrala sem eru á biðlista eftir að komast með flugi heim til Ástralíu frá Indlandi en þangað er ekki auðvelt að komast. Áströlsk stjórnvöld reka grjótharða stefnu í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar, svo kallaða „no–nonsense“ stefnu. Landið er meðal þeirra landa Lesa meira
Óttast að þriðja bylgja heimsfaraldursins í Afríku verði álíka slæm og núverandi bylgja á Indlandi
PressanÁ meðan Indverjar berjast við skelfilegan fjölda kórónuveirusmita óttast heilbrigðisyfirvöld í mörgum Afríkuríkjum að sömu örlög bíði þeirra innan skamms. Ástæðan er meðal annars að lítið berst af bóluefnum til Afríku en búið var að eyrnamerkja álfunni ákveðið magn bóluefna í gegnum COVAX, sem er alþjóðlegt samstarf um að útvega fátæku ríkjunum bóluefni gegn kórónuveirunni. Nú er talið Lesa meira