fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025

Icelandair

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík bað Boga Nils Bogason forstjóra Icelandair afsökunar á því að hafa sagt í hlaðvarpsþættinum Chess After Dark að það væri ótrúlegt að markaðsaðilar teldu meira öryggi fólgið í því að lána flugfélaginu fé en borginni þar sem Icelandair færi í greiðsluþrot á 10 ára fresti. Bogi greinir frá þessu í Lesa meira

Hundafólk reynir að telja Icelandair hughvarf

Hundafólk reynir að telja Icelandair hughvarf

Fréttir
27.10.2024

Hundaræktarfélag Íslands berst nú fyrir því að Icelandair dragi til baka þá ákvörðun sína að leyfa ekki frá og með 1. nóvember að gæludýr séu flutt með farþegaflugi félagsins. Fjallað er um þetta í Sámi félagsriti Hundaræktarfélagsins. Fram kemur að forsvarsmenn félagsins hafi hitt á föstudaginn síðasta forsvarsmenn Icelandair til að ræða þessa ákvörðun flugfélagsins. Lesa meira

Telja þetta vera líklega skýringu á tíðum veikindum flugáhafna Icelandair

Telja þetta vera líklega skýringu á tíðum veikindum flugáhafna Icelandair

Fréttir
11.10.2024

Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur sent frá sér nýja skýrslu vegna tíðra veikinda fólks í flugáhöfnum í Boeing 757 og 767 flugvélum íslensks flugrekanda síðan árið 2011. Flugrekandinn er ekki nefndur á nafn í skýrslunni en áður hefur komið fram í fréttum að um er að ræða Icelandair og það er eftir því sem DV kemst næst Lesa meira

Þórhallur: Margir felldu tár þegar þeir komust upp í flugvélina – Þakklát stjórnvöldum og Icelandair

Þórhallur: Margir felldu tár þegar þeir komust upp í flugvélina – Þakklát stjórnvöldum og Icelandair

Fréttir
07.10.2024

„Við sem þarna vor­um 7. októ­ber 2023 erum þakk­lát ís­lensk­um stjórn­völd­um og Icelandair fyr­ir að bregðast hratt og vel við og koma okk­ur heim,“ segir Þórhallur Heimisson, prestur, sagnfræðingur og fararstjóri, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Ár er í dag liðið síðan um þrjú þúsund Hamas-liðar frá Gasa réðust inn í Ísrael og frömdu þar skelfilega Lesa meira

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“

Icelandair finnur ekki farangurinn og veitir fá svör – „Mamma prjónaði fyrir þriggja ára dóttur og ófæddan son sem væri alveg hræðilegt að tapa“

Fréttir
16.08.2024

Björgvin Benediktsson, sem búsettur er í Bandaríkjunum, og eiginkona hans Liz Pocock bera flugfélaginu Icelandair ekki góða söguna eftir að farangur þeirra týndist í flugi á milli Íslands og Bandaríkjanna. Harmar Björgvin samskiptaleysi flugfélagsins og segir það lítið hafa gert til þess að endurheimta farangurinn. „Konan mín er komin 36 vikur á leið og þau Lesa meira

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Flugfélög: Icelandair stundvísast allra stærri flugfélaga í Evrópu

Eyjan
15.07.2024

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í júní samkvæmt greiningafyrirtækinu Cirium, sem sér hæfir sig í flug- og ferðageiranum. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er sambærilegt við stundvísi félagsins í maí. Þetta kemur fram á fréttavefnum FF7.is. Í öðru sæti á lista Cirium er spænska flugfélagið Iberia Lesa meira

Minnst 60 sagt upp hjá Icelandair

Minnst 60 sagt upp hjá Icelandair

Fréttir
29.05.2024

Fjölmargir starfsmenn Icelandair fengu uppsagnarbréf í morgun en samkvæmt frétt RÚV var að minnsta kosti 60 manns sagt upp störfum. Vísir greindi frá því á ellefta tímanum að fjölda fólks hefði verið sagt upp og að uppsagnirnar næðu til margra ólíkra deilda á skrifstofu fyrirtækisins. Í frétt RÚV kemur fram fram að af þeim sem Lesa meira

Flugumferðarstjórar sagðir vilja fá 25% launahækkun

Flugumferðarstjórar sagðir vilja fá 25% launahækkun

Fréttir
13.12.2023

Flugumferðarstjórar eru sagðir krefjast 25% launahækkunar í kjaradeilu sinni við Isavia. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og kveðst hafa heimildir fyrir þessu. Greint var frá því í gær að heildarlaun flugumferðarstjóra á síðasta ári, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, hafi numið 1.584 þúsund krónum að meðaltali á mánuði. Er þá átt við laun fyrir umsaminn dagvinnutíma Lesa meira

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!

Aðventutónleikar Flugfreyjukórsins verða í Laugarneskirkju annað kvöld – aðgangur ókeypis!

Eyjan
05.12.2023

Árlegir aðventutónleikar Flugfreyjukórs Icelandair verða í Laugarneskirkju á morgun, miðvikudaginn 6. desember, og hefjast klukkan 20. Sú nýbreytni er að þessu sinni að aðgangur er frír á meðan húsrúm leyfir og óhætt er að mæla með því við alla sem ætla að njóta ljúfra tóna að mæta tímanlega. Kórstjóri nú, eins og undanfarin ár, er Lesa meira

Vélinni seinkaði bara um 2 tíma og 59 mínútur en ekki 3 tíma – Munaði einni mínútu og farþegarnir fá engar bætur

Vélinni seinkaði bara um 2 tíma og 59 mínútur en ekki 3 tíma – Munaði einni mínútu og farþegarnir fá engar bætur

Fréttir
16.10.2023

Samgöngustofa hefur hafnað kröfu þriggja kvartenda um skaðabætur úr hendi Icelandair vegna seinkunar á flugi félagsins frá Keflavík til London þann 15. desember í fyrra. Upphaflegur áætlaður komutími vélarinnar til London þennan dag var klukkan 10:55 en að sögn Icelandair var raunverulegur komutími vélarinnar klukkan 13:54, það er seinkun sem nam tveimur klukkustundum og 59 mínútum. Þurfi helst að vera lögfræðimenntaðir Álitaefnið í Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af