fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024

hvalveiðar

Lögreglan verst frétta af mótmælum í hvalveiðiskipum

Lögreglan verst frétta af mótmælum í hvalveiðiskipum

Fréttir
04.09.2023

Mótmæli standa yfir í hvalveiðiskipum Hvals hf í Reykjavíkurhöfn. Það eru erlendir mótmælendur sem standa að þeim. Samtök Paul Watson sendu myndir en segja að þeir séu ekki á þeirra vegum. Tveir þeirra hafa hlekkjað sig við mastur skipanna. Sérsveit lögreglunnar er á svæðinu en litlar upplýsingar liggja fyrir um hvað sé verið að gera Lesa meira

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blóð og kvalræði háþróaðra dýra skiptimynt fyrir stóla

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blóð og kvalræði háþróaðra dýra skiptimynt fyrir stóla

Eyjan
02.09.2023

Ég efast ekki um, að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, sé í hjarta sínu dýravinur og vilji dýrum, umhverfi og náttúru vel, en í framkvæmd hefur ýmislegt farið úrskeiðis, í handaskolum, hjá henni. Ýmsir eru þannig af Guði gerðir, að þeir bíða með margt fram á síðustu stundu; draga erfið mál í lengstu lög. Margir reyna svo Lesa meira

Má veiða hval á gamla mátann í sautján daga

Má veiða hval á gamla mátann í sautján daga

Fréttir
01.09.2023

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, hefur heimild til að að veiða langreyði með sömu aðferðum og fyrir hvalveiðistöðvunina í sumar fram til 18. september næstkomandi. Hert ákvæði nýrrar reglugerðar Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, tekur ekki gildi fyrr en þá. Það er þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, sem vekur athygli á þessu. Samkvæmt nýbirtri reglugerð taka ákveðin ákvæði Lesa meira

Píratar boða frumvarp um bann við hvalveiðum

Píratar boða frumvarp um bann við hvalveiðum

Eyjan
31.08.2023

Í tilkynningu frá Andrési Inga Jónssyni, þingmanni Pírata, kemur fram að þingflokkur Pírata hafi kallað eftir stuðningi allra þingflokka til að leggja fram frumvarp um bann við hvalveiðum um leið og þing kemur saman að nýju. Alþingi verður sett 12. september næstkomandi. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra tilkynnti fyrir stundu að hvalveiðar verði leifðar á ný, eftir Lesa meira

Hvalveiðar hefjast á morgun með hertum skilyrðum

Hvalveiðar hefjast á morgun með hertum skilyrðum

Eyjan
31.08.2023

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra mun í dag setja nýja reglugerð sem ætlað er að bæta umgjörð veiða á langreyðum. Með reglugerðinni er brugðist við niðurstöðum eftirlitsskýrslu Matvælastofnunar um veiðar á langreyðum árið 2022, áliti fagráðs um velferð dýra og skýrslu starfshóps um mat á leiðum til að fækka frávikum við veiðarnar. Hvalveiðivertíðin hefst á morgun og Lesa meira

Lækna-Tómas og Rán gefa út dagatal gegn hvalveiðum – Fyrsta upplag seldist strax upp

Lækna-Tómas og Rán gefa út dagatal gegn hvalveiðum – Fyrsta upplag seldist strax upp

Fréttir
30.08.2023

Í dag var gefið út veggspjald sem Rán Flygenring teiknari hannaði, en veggspjaldið ber heitið Rán gegn rányrkju. Útgefandi veggspjaldsins er Tómas Guðbjartsson læknir og náttúruverndarsinni, sem jafnframt kostaði útgáfuna. „Við náttúruverndarsinnarnir höfum nú komið myndskýrslunni um hinar óskiljanlegu hvalveiðar í veggspjaldaform og má nálgast eintak með því að bomba skilaboðum á lækninn. Fyrir þessu er Lesa meira

Bjarni ber í borðið og hótar stjórnarslitum – Svandís niðurlægð í hvalveiðimálinu

Bjarni ber í borðið og hótar stjórnarslitum – Svandís niðurlægð í hvalveiðimálinu

Eyjan
14.08.2023

Svandís Svavarsdóttir mun heimila hvalveiðar 1. september. Ólafur Arnarson skrifar í Dagfarapistli á Hringbraut að hann hafi heimildir fyrir því að formenn ríkisstjórnarflokkanna hafi komið saman á lokuðum fundi til að freista þess að halda laskaðri ríkisstjórninni á lífi. Hann segir Bjarna Benediktsson hafa þótt heldur leiðitaman forsætisráðherranum sem hann kom til valda en nú Lesa meira

Segir ríkisstjórnina springa heimili Svandís ekki hvalveiðar 1. september

Segir ríkisstjórnina springa heimili Svandís ekki hvalveiðar 1. september

Eyjan
08.08.2023

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, lýsir ánægju sinni með það að Hvalur hf. hafi boðið starfsmönnum sínum vinnu í sumar þrátt fyrir að sett hafi verið á „tímabundið“ hvalveiðibann til 1. september. Í færslu á Facebook skrifar Vilhjálmur að með þessu sé Hvalur að sjálfsögðu að tryggja sér mannskap í vinnu þegar „tímabundna“ veiðibannið rennur Lesa meira

Brynjar Níelsson í hlaðvarpi Markaðarins: Galið að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram óbreyttu og ætla að fara í kosningar eftir tvö ár

Brynjar Níelsson í hlaðvarpi Markaðarins: Galið að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram óbreyttu og ætla að fara í kosningar eftir tvö ár

Eyjan
30.07.2023

Forysta Sjálfstæðisflokksins áttar sig á því að ef þau ætla að halda ríkisstjórninni saman þarf að taka á málum á borð við orkumál, hvalveiðimál og útlendingamál en ekki bara berjast við verðbólguna með niðurskurði og skattahækkunum, segir Brynjar Níelsson í samtali við Ólaf Arnarson í nýjasta hlaðvarpi Markaðarins á Eyjunni. Brynjar segir þessi stærstu og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af