Spá hraðari fækkun hlutabótaþega en áður var talið
Eyjan19.05.2020
Hugsanlega mun fólki á hlutabótum fækka hraðar en áætlað var að sögn Karls Sigurðssonar sérfræðings hjá Vinnumálastofnun. Samkvæmt spá stofnunarinnar, frá því á föstudaginn, er gert ráð fyrir að atvinnuleysi, sem tengist hlutabótaleiðinni, fari úr 10,3% í apríl í 7,6% í maí. En út frá nýrri áætlun Karls gæti síðari talan lækkað enn meira. Morgunblaðið Lesa meira