Inga Sæland: „Við munum marka okkar spor í sandinn strax á þessu fyrsta ári“
EyjanNýja ríkisstjórnin þarf að fylgja eftir ýmsu sem hún fékk í fangið frá þeirri síðustu. Má þar nefna söluna á Íslandsbanka, sem er gert ráð fyrir í fjárlögum ársins, og samgöngusáttmálann, sem allar sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa skrifað undir. Stjórninni er því nokkur stakkur sniðinn en samninga ber að halda. Í nýju ríkisstjórninni er upplýsingaflæði milli Lesa meira
Inga Sæland: Árásirnar á okkur grímulaust einelti – sjálfstæðismenn vilja fela eigin vandræði
EyjanMorgunblaðið og stjórnarandstaðan hafa farið mikinn gegn Ingu Sæland og linnulaust beint spjótum sínum að Flokki fólksins vegna þess að flokkurinn er skráður sem félagasamtök en ekki stjórnmálaflokkur. Formsatriði sem verður lagfært á landsfundi í febrúar, segir Inga Sæland, stormur í vatnsglasi. Hún segir árásirnar vera grímulaust einelti sem sprottið sé upp úr því að Lesa meira
Kristrún Frostadóttir: Ríkisstjórnin mun lúta vilja þjóðarinnar um aðildarviðræður við ESB
EyjanLeiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa rætt um að veitt verði fjármagni til að efla umræðu um kosti og galla aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnin sem slík mun ekki taka afstöðu til þess hvort Ísland eigi að halda áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið en búast má við því að einstakir stjórnarliðar geri sig gildandi í umræðunni. Kristrún Frostadóttir segir Lesa meira
Þorgerður Katrín: Ég mun flytja skrifstofu utanríkisráðherra út á land – jarðtengingin er svo mikilvæg
EyjanÞað hefur stundum reynst flokksformönnum þungt í skauti að gegna embætti utanríkisráðherra. Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Ásgrímsson voru báðir aðsópsmiklir utanríkisráðherrar og báðir lentu í hremmingum í og með sínum flokkum, hvor með sínum hætti. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar. Hægt er að hlusta á Lesa meira
Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
EyjanAtburðarásin úti í heimi, ekki síst hvað varða afstöðu Noregs gagnvart ESB aðild og óvissuna vegna nýs Bandaríkjaforseta, getur haft áhrif á það sem gerist hér á landi varðandi komandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, vill efla hagsmunagæslu Íslands innan EES og telur að það geti styrkt okkar stöðu gagnvart ESB. Lesa meira
Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
EyjanFari Norðmenn inn í ESB verður staða okkar innan EES mjög erfið. Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna við ESB verður 2027 en ef aðstæður í heiminum breytast getur farið svo að kosið verði fyrr. Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin með úthlutun og aðgengi að bóluefnum vegna þess að EES samningurinn Lesa meira
Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
EyjanFull samstaða er um það í ríkisstjórninni að almannahagsmunir en ekki sérhagsmunir séu leiðarljósið. Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa myndað einstakt samband sem smitar út frá sér inn í þingflokka ríkisstjórnarinnar, sem formennirnir tala stundum um sem einn stóran þingflokk. Það þýðir ekki að ekki sé munur milli flokkanna eða jafnvel mismunandi blæbrigði innan flokkanna. Verð er Lesa meira
Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar
EyjanDagur B. Eggertsson getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar þótt honum hafi ekki verið úthlutað tilteknum embættum. Dagur hefur mikla reynslu úr borgarstjórn en er nýliði í landsmálunum eins og margir aðrir í þingflokknum. Aðrir hafa líka gríðarlega reynslu sem ekki má vanmeta. Oddvitar flokksins njóta forgangs í ráðherraembætti og nefndarformennsku og ekki gengur að allir Lesa meira
Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanÍslendingar þurfa, eins og aðrar þjóðir, að vera með hagsmunamat á hverjum einasta degi. Meta þarf okkar hagsmuni og hvaða skref við þurfum að taka til að tryggja öryggi heimila og fyrirtækja og gefa þeim tækifæri til að blómstra. Ríkisstjórnin hlustaði á Vilhjálm Birgisson, sem lengi hefur talað fyrir því að fengnir verði óháðir erlendir Lesa meira
Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin
EyjanEinfeldni í öryggis- og varnarmálum er ekki í boði, Heimsmyndin getur breyst og við Íslendingar verðum að skipa okkur í sveit með öðrum vestrænum lýðræðisríkjum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, telur það hafa verið gæfuspor þegar við Íslendingar beittum fullveldi okkar og urðum fullgildir aðilar að Nató 1949, fengum sæti við borðið. Einnig hafi tvíhliða varnarsamningurinn Lesa meira