fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025

Hlaðvarp

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Snorri Jakobsson: Verðtryggingin dregur úr virkni stýrivaxta Seðlabankans

Eyjan
27.04.2024

Nú, þegar fólk hefur fært sig í auknum mæli úr óverðtryggðum lánum í verðtryggð hefur dregið mjög úr biti vaxtatækis Seðlabankans. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital vitnar í Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóra og segir að þegar upp sé staðið sé ekki ýkja mikill munur á  því hvort greitt sé af verðtryggðu eða óverðtryggðu láni Lesa meira

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Eyjan
26.04.2024

Galið er að hafa ákveðinn eignaflokk inni í vísitölu neysluverðs og að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi bein áhrif til hækkunar á verðbólgunni eins og hún er reiknuð. Snorri Jakobsson, hagfræðingur og eigandi Jakobsson Capital, telur Seðlabankann hafa farið allt of hægt af stað með vaxtahækkanir árið 2021 og að sama skapi hafi hann hækkað vexti of Lesa meira

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Fréttir
24.04.2024

Það bendir ekki til mikils samningsvilja hjá ríkisstjórnarflokkum sem ekki geta komið sér saman um það hvort fjöldi hælisleitenda skuli vera núll, 200 eða 400 og margt bendir til þess að ágreiningur ríkisstjórnarflokkanna um það efni stafi frekar af því að nú styttist í kosningar en að um raunverulegan ágreining sé að ræða. Gestur Ólafs Lesa meira

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Eyjan
23.04.2024

Enginn ágreiningur virðist vera milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórninni um stóru málin, sem fram til þessa hafa skilið á milli vinstri og hægri flokka; félagshyggju og markaðshyggju. Ágreiningurinn kemur fram um m.a. orkumál en ekki skatta og opinbera þjónustu. Leikjafræðin segir okkur að freisting kunni vera fyrir Vinstri græn að hafa frumkvæði að Lesa meira

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Eyjan
22.04.2024

Helsta afleiðing þess að Katrín Jakobsdóttir fór í forsetaframboð er sú að Bjarni Benediktsson settist í stól forsætisráðherra. Ýmislegt mælir með því að ríkisstjórn hans sitji alla vega til vors á næsta ári og munar mest um að fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja er svo hörmulegt að stjórnin myndi falla með bravúr ef úrslit kosninga yrðu í Lesa meira

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Eyjan
21.04.2024

Miklu máli skiptir að hæfur maður sitji á forsetastóli, ekki síst þegar kemur að stjórnarmyndunum og þingrofi. Frægustu þingrof Íslandssögunnar voru bæði framkvæmd áður en hægt var að bera vantraust fram á hendur ríkisstjórn og fyrir lá að hægt hefði verið að mynda nýja ríkisstjórn án kosninga. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi stjórnmálafræðiprófessor við HÍ, er Lesa meira

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Eyjan
20.04.2024

Ólafi Ragnari Grímssyni, sem þá hafði setið í 16 ár á forsetastóli, tókst að stilla sér upp sem fulltrúa stjórnarandstöðunnar gegn óvinsælli ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur í forsetakosningunum 2012. Ólafur Þ. Harðarson, fyrrverandi prófessor í stjórnmálafærði við Háskóla Íslands, segir að finna megi tilhneigingu hjá Íslendingum til að kjósa gegn valdinu, eða gegn kerfinu, í forsetakosningum. Lesa meira

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Eyjan
19.04.2024

Komandi forsetakosningar minna um margt á kosningarnar 1980, hvað varðar fylgi frambjóðenda á fyrstu stigum kosningabaráttunnar. Ómögulegt er hins vegar að segja til um það hvort kosningabaráttan þróist með svipuðum hætti og þá og hvert kjósendur muni vera taktískir í afstöðu sinni á kjördag. Það er alveg hugsanlegt þótt það hafi ekki gerst 1980, þegar Lesa meira

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Eyjan
17.04.2024

Efnahagsástandið og rekstrarumhverfi fyrirtækja á íslandi er gott en áhrif vaxtahækkana Seðlabankans eru ekki komin fram af fullum þunga. Ekki eru uppi rauð flögg t.d. vegna vanskila  leigutaka en Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita, hefur áhyggjur af því að nú þegar vextir á lánum með föstum vöxtum koma til endurskoðunar geti orðið skörp breyting á Lesa meira

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Eyjan
16.04.2024

Auðveldasta hlutafjáraukningin í fasteignafélagi er að hækka virðismat eigna með bjartsýnu mati á þróun leigu, vaxta og viðhaldskostnaðar. Þetta getur hins vegar verið skammgóður vermir því að forsendur virðismats verða á einhverjum tíma að raungerast. Guðjón Auðunsson, fyrrverandi forstjóri Reita, telur gengi íslensku fasteignafélaganna vera allt of lágt og býst við því að það muni Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af