fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

hitamet

Fyrst voru hitamet slegin þrjá daga í röð í bænum – Síðan urðu allir íbúarnir að yfirgefa hann

Fyrst voru hitamet slegin þrjá daga í röð í bænum – Síðan urðu allir íbúarnir að yfirgefa hann

Pressan
02.07.2021

Bærinn Lytton í Bresku Kólumbíu hefur verið töluvert í fréttum að undanförnu en þrjá daga í röð, á sunnudaginn, mánudaginn og þriðjudaginn, voru hitamet sett í bænum en þá mældist hæsti hiti sem mælst hefur í Kanada frá upphafi mælinga. Hæst fór hitinn í 49,7 gráður á þriðjudaginn. Nú er bærinn aftur í fréttum en ekki vegna Lesa meira

Þriðja daginn í röð féll hitametið í Lytton – 49,5 gráður

Þriðja daginn í röð féll hitametið í Lytton – 49,5 gráður

Pressan
30.06.2021

Öflug hitabylgja herjar nú á norðvestanverða Ameríku og fara íbúar í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna og hluta af Kanada ekki varhluta af því. Í gær var kanadíska hitametið slegið í þriðja sinn á þremur dögum. Það féll í bænum Lytton sem kom einnig við sögu í metunum á sunnudaginn og mánudaginn. Í gær mældist hitinn í bænum, sem Lesa meira

Hitamet í Kanada tvo daga í röð – 47,9 gráður

Hitamet í Kanada tvo daga í röð – 47,9 gráður

Pressan
29.06.2021

Á sunnudaginn mældist hitinn í Lytton, sem er þorp í suðurhluta Bresku Kólumbíu í Kanada 46,1 gráða og er það mesti hiti sem nokkru sinni hefur mælst í Kanada. Gamla metið var 45 gráður og var sett í Saskatchewan 1937. Mikil hitabylgja er nú í vesturhluta Norður-Ameríku og fara Breska Kólumbía og Saskatchewan ekki varhluta af henni. Einnig er mjög Lesa meira

Íbúar í norðvesturríkjum Bandaríkjanna svitna og svitna

Íbúar í norðvesturríkjum Bandaríkjanna svitna og svitna

Pressan
28.06.2021

Í dag er spáð 41,6 stiga hita í Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum. Ef það gengur eftir verður um hitamet að ræða í borginni en þar búa 725.000 manns. Bandaríska veðurstofan sendi á laugardaginn frá sér aðvörun um óvenjulega mikinn hita í Pacific Northwest en það er svæði sem nær yfir norðvesturhluta Bandaríkjanna og suðvesturhluta Kanada. Það eru Oregon og Washington í Bandaríkjunum sem eru á Lesa meira

Hugsanlega verstu þurrkar í 1.200 ár í Bandaríkjunum

Hugsanlega verstu þurrkar í 1.200 ár í Bandaríkjunum

Pressan
25.06.2021

Á síðustu vikum hefur hvert hitametið á fætur öðru fallið í vesturhluta Bandaríkjanna. Miklir þurrkar herjar víða og telja sérfræðingar að þeir séu sögulega miklir og hafi ekki verið svona miklir og slæmir í 1.200 ár. Þurrkarnir bæta auðvitað ekki ástandið nú þegar hið árlega skógar- og gróðureldatímabil er að hefjast en sérfræðingar reikna með Lesa meira

Heitasta nóvembernótt sögunnar í Ástralíu

Heitasta nóvembernótt sögunnar í Ástralíu

Pressan
30.11.2020

Aðfaranótt sunnudags var heitasta nóvembernótt sögunnar í hlutum Ástralíu, þar á meðal Sydney. Í Sydney fór hitinn ekki niður fyrir 25,4 gráður um nóttina og var rúmlega 40 gráður á laugardag og sunnudag. Yfirvöld hafa bannað alla meðferð elds vegna hitans og þurrka. Í vesturhluta New South Wales, South Australia og norðurhluta Victoria fór hitinn í tæplega 45 gráður um helgina. Ástralska veðurstofan spáir fimm eða Lesa meira

Hlýjasti september sögunnar

Hlýjasti september sögunnar

Pressan
08.10.2020

Nýliðinn september var sögulegur fyrir þær sakir að aldrei hefur meðalhitinn á heimsvísu verið hærri í september. Copernicus Climate Change Service, sem er stofnun á vegum ESB, skýrði frá þessu í gær. Þetta er þriðja hitametið sem er sett á árinu en áður höfðu janúar og maí mælst þeir hlýjustu frá upphafi mælinga. Þá voru hitamet jöfnuð í apríl Lesa meira

Hlýjasta sumar sögunnar á Svalbarða

Hlýjasta sumar sögunnar á Svalbarða

Pressan
07.09.2020

Svalbarði, sem er eitt nyrsta byggða ból heims, er eitthvað sem við tengjum venjulega við kulda, snjó og ísbirni. En sumarið var mjög heitt þar, raunar það hlýjasta frá upphafi mælinga. Talsmaður norsku veðurstofunnar sagði að hitinn á Svalbarða hafi verið öfgakenndur í sumar og hækkandi hitastig hafi verið mjög greinilegt þar síðustu 30 ár. Lesa meira

Milljónaborgin sýður – 52 stiga hiti

Milljónaborgin sýður – 52 stiga hiti

Pressan
31.07.2020

Óhætt er að segja að milljónaborgin Bagdad í Írak sé á suðupunkti þessa dagana. Öflug hitabylgja liggur yfir Miðausturlöndum og hafa hitamet fallið á nokkrum stöðum. Í Bagdad mældist hitinn 51,8 stig í gær og er þetta nýtt hitamet í borginni. Margir borgarbúar neyddust til að halda sig innandyra. Það bætti ekki ástandið að dreifikerfi Lesa meira

Uppvakningaeldar og gríðarlegur hiti ógna norður Síberíu

Uppvakningaeldar og gríðarlegur hiti ógna norður Síberíu

Pressan
26.06.2020

Nú er óvenjulega heitt í norður Síberíu, hitinn á svæðinu er búinn að vera óvenjuhár í langan tíma. Sums staðar hefur hitinn verið tíu gráðum hærri en í venjulegu árferði. Í bænum Verkhojansk, sem norðan heimskautsbaugs, mældist nýlega 38 stiga hiti. Hitatölurnar hafa ekki enn verið staðfestar af Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, ef stofnunin staðfestir mælinguna verður þetta Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af