Nýjasta veðurspáin sýnir að danska hitametið frá 1975 gæti fallið í dag
PressanSamkvæmt veðurspá dönsku veðurstofunnar, DMI, sem var birt í morgun þá er „klárlega mögulegt“ að danska hitametið frá 1975 verði slegið í dag. „Það gæti fallið. Það er hugsanlegt,“ hefur Jótlandspósturinn eftir Anna Christiansson, vakthafandi veðurfræðingi. Hæsti hiti sem mælst hefur í Danmörku er 36,4 gráður en sú mæling var gerð þann 10. ágúst 1975 í Holsterbro á Lesa meira
Bretar búa sig undir fordæmalausan hita í dag
PressanBreska veðurstofan, Met Office, hefur í fyrsta sinn gefið út rauða viðvörun vegna mikils hita. Viðvörunin nær til stórs hluta Englands en allt að 41 stigs hita er spáð í dag. Nýtt hitamet var líklega sett aðfaranótt mánudags þegar hitinn mældist 26 stig á Heathrow. Aldrei fyrr hefur svo hár hiti mælst að næturlagi á Bretlandseyjum. Met Office á Lesa meira
Danska hitametið gæti fallið á morgun
PressanHitabylgjan, sem hefur herjað á sunnanverða Evrópu að undanförnu með yfir 40 stiga hita, teygir sig nú norður og náði til Danmerkur í gær. Þá fór hitinn víða í 25 gráður og hærra á nokkrum stöðum. Ekki er útilokað að danska hitametið frá 1975 falli á miðvikudaginn þegar hitabylgjan lætur enn meira að sér kveða. Lesa meira
Bretar undirbúa sig undir neyðarástand um helgina
PressanBresk yfirvöld búa sig nú undir neyðarástand um næstu helgi vegna mikilla hita. Hitamet gætu fallið ef spár ganga eftir og eru yfirvöld undir það búin að lýsa yfir neyðarástandi á fjórða stigi. Sky News og fleiri breskir miðlar skýra frá þessu. Segja þeir að háttsettir embættismenn hafi nú þegar fundað um viðbrögð við væntanlegri hitabylgju. Ef Lesa meira
Spænsk yfirvöld vara við „Dauðaenglinum“
PressanSpænsk yfirvöld hafa varað landsmenn við „Dauðaenglinum“ en það er hitabylgja sem hefur legið yfir Ítalíu síðustu daga. Ítalir nefna hana „Lucifer“ (Dauðaengilinn). Á miðvikudaginn mældist 48,8 stiga hiti á Sikiley og gæti evrópska hitametið þar með hafa verið slegið en Alþjóðaveðurfræðistofnunin á enn eftir að staðfesta gildi mælingarinnar. Það er háþrýstisvæði sem veldur hitabylgjunni. Það myndaðist Lesa meira
Ný ofsafengin hitabylgja skellur á Suður-Evrópu
PressanEina af verstu hitabylgjum síðari tíma í Evrópu er nú að fjara út en hún hefur legið yfir Grikklandi, Tyrklandi og suðaustanverðri Evrópu að undanförnu. Miklir hitar og þurrkar hafa fylgt henni og það hefur valdið því að mörg hundruð gróðureldar hafa kviknað og berjast slökkviliðsmenn nú við þá. En nú er önnur hitabylgja í Lesa meira
Jöklar bráðna á methraða
PressanHitabylgjur sem hafa herjað á Bandaríkin og Kanada hafa líklega valdið því að ís bráðnaði á methraða á svæði sem heitir Paradise en það er nærri eldfjallinu Mount Rainer sem er 87 km suðastuan við Seattle í Washingtonríki. Þar bráðnuðu um 90 sm af jöklinum á aðeins fimm dögum. Þessi bráðnun eykur hættuna á gróðureldum á svæðinu. Lesa meira
Áhrifa hitabylgjunnar í Norður-Ameríku gætti í Skandinavíu
PressanUm síðustu helgi mældist yfir 33 gráðu hiti allra nyrst í Finnlandi og Noregi. Ástralskur veðurfræðingur segir að þessi mikli hiti tengist þeim mikla hita sem var í norðvesturríkjum Bandaríkjanna og suðvesturríkjum Kanada í lok júní en þá fór hitinn í um og yfir 50 gráður. Í Utsjoki-Kevo, sem er nyrsta veðurstöðin í Finnland, mældist hitinn Lesa meira
Ríkisstjóri Oregon segir óásættanlegt hversu margir létust í nýafstaðinni hitabylgju
PressanKate Brown, ríkisstjóri í Oregon í Bandaríkjunum, segir óásættanlegt hversu margir létust í hitabylgjunni sem herjaði á norðvesturríki Bandaríkjanna í síðustu viku. Að minnsta kosti 95 létust í Oregon en í norðvesturríkjunum og suðvesturríkjum Kanada er talið að mörg hundruð manns hafi látist af völdum hita. Hitinn fór hæst í 47 gráður í Portland og 42 í Seattle. Heldur hefur dregið Lesa meira
Mikill hiti á norðurhvelinu – Loftslagsbreytingarnar eru farnar að segja til sín af miklum þunga
PressanKanadíski bærinn Lytton komst í heimsfréttirnar í síðustu viku þegar hitamet voru slegin þar þrjá daga í röð. Á þriðjudaginn mældist hitinn þar 49,6 gráður sem er hæsti hiti sem mælst hefur í Kanada. En Lytton komst aftur í heimsfréttirnar síðar í vikunni þegar bærinn brann nánast til grunna í miklum skógareldi. Eins og víðar á Norðurhvelinu hafa íbúar Lytton þurft Lesa meira