Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel
FréttirHinn sænski Shokri Keryo var í morgun dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að skjóta á fjóra unga karlmenn í Úlfarsárdal í nóvember á síðasta ári. Þeirra á meðal var Gabríel Douane Boama en Gabríel hefur verið nokkuð í fréttum undanfarin misseri meðal annars eftir að hann slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Lesa meira
Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás
FréttirMaður hlaut í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur skilorðsbundinn dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem sveðju og hnífi var beitt. Maðurinn var ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa í apríl 2021 ráðist að öðrum manni vopnaður sveðjunni, hnífnum og úðavopni. Var hinn ákærði sakaður um að hafa slegið manninn og skorið hann með sveðjunni Lesa meira
Fíkniefnasali dvaldi ólöglega á Íslandi í þrjú ár – Samtals 14 farsímar teknir af honum
FréttirMaður af erlendum uppruna var fyrir helgi dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 6 mismunandi brot á fíkniefnalögum og 2 brot á útlendingalögum þar á meðal fyrir að hafa dvalið hér á landi á árunum 2020-2023 án dvalarleyfis og farið huldu höfði. Fíkniefnalagabrotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru framin á árunum 2021-2023. Vörðuðu þau ýmist Lesa meira
Lét spörk og flóð hótana dynja á lögreglumanni
FréttirKona var sakfelld í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sparkað ítrekað í lögreglumann, snúið upp á handlegg hans og hóta honum margsinnis lífláti sem og fjölskyldu hans. Samkvæmt dómnum var konan ákærð í tveimur liðum. Í honum segir að utandyra að kvöldi laugardagsins 19. nóvember 2022, í Reykjavík, Lesa meira
Dæmdur fyrir margföld fjársvik og þjófnaði – Sótti sérstaklega í dælulykla og greiðslukort
FréttirFyrir nokkrum dögum kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm yfir manni sem var ákærður fyrir á fjórða tug brota sem fólu í sér þjófnaði, fjársvik, umferðarlagabrot og fíkniefnalagabrot. Maðurinn nýtti sér ekki síst dælulykla og greiðslukort í eigu annarra aðila til að stunda fjársvikin. Maðurinn var ákærður fyrir alls 33 brot sem framin voru á árunum Lesa meira
Ítrekað ekið undir áhrifum
FréttirMaður nokkur var sakfelldur, í liðinni viku, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ekið undir áhrifum amfetamíns og án ökuréttinda á Vínlandsleið í Reykjavík. Lögreglan stöðvaði akstur mannsins í október síðastliðnum en maðurinn hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Honum var birt ákæra í málinu en var ekki viðstaddur þingfestingu þess og boðaði ekki forföll. Þar Lesa meira
Brennisteinssýruhrottinn dæmdur
FréttirMaður sem ákærður var fyrir hrottalegt ofbeldi og hótanir gegn tveimur konum og þar að auki umferðarlagabrot hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Meðal annars greip hann um handleggi annarrar þeirra klæddur vettlingum sem útataðir voru í brennisteinssýru. Eins og DV hefur áður greint frá var maðurinn ákærður í desember síðastliðnum en dómur féll nú Lesa meira
Fær ekki krónu í bætur: Lakkið stórskemmdist eftir framúrakstur á Hvalfjarðarvegi
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað tryggingafélagið TM eftir að kona stefndi félaginu og krafðist þess að fá bætur úr kaskótryggingu tryggingafélagsins. Tjón varð á bifreið konunnar þegar henni var ekið á Hvalfjarðarvegi þann 21. janúar í fyrra. Annarri bifreið var ekið fram úr bifreið konunnar og vildi hún meina að við framúraksturinn hafi bifreiðin ausið upp vegg af Lesa meira
Réðist á konuna sína með barnastól
FréttirHéraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp dóm yfir manni sem ákærður var fyrir að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð þáverandi konu sinnar með því að hafa, á heimili þeirra í Reykjavík, veist að henni með ofbeldi og slegið hana í höfuðið með barnastól. Skemmst er frá því að segja að maðurinn var Lesa meira
Höfðar mál á hendur meintum systrum sínum og stjúpmóður
FréttirÍ Lögbirtingablaðinu í dag er birt stefna í faðernismáli sem maður á sjötugsaldri hefur höfðað. Maðurinn gerir þá kröfu að viðurkennt sé að tiltekinn maður, sem er látinn, sé faðir hans. Hann höfðar málið á hendur eiginkonu mannsins og dætrum hans, meintum hálfsystrum sínum og stjúpmóður. Um er að ræða þriðja faðernismálið sem höfðað hefur Lesa meira