fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

Héraðsdómur Reykjavíkur

Réðst ítrekað á sambýliskonu sína sem vildi fella málið niður

Réðst ítrekað á sambýliskonu sína sem vildi fella málið niður

Fréttir
02.07.2024

Fyrr í dag var birtur dómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var ákærður fyrir að hafa í alls sjö skipti ráðist á eða hótað sambýliskonu sinni. Af dómnum má ráða að mikið hefur gengið á í sambúðinni og oft þurft að kalla til lögreglu, ekki síst vegna ofbeldis mannsins í garð konunnar. Maðurinn var sakfelldur Lesa meira

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal

Klúður lögmanns sem mætti ekki í dómsal

Fréttir
14.06.2024

Birtur hefur verið dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp fyrir 10 dögum, í máli Olís gegn fyrirtækinu Abíl ehf. Stefndi Olís fyrirtækinu til greiðslu skuldar vegna vöruúttekta, alls 1,6 milljón króna auk dráttarvaxta. Þar sem lögmaður Olís mætti hins vegar ekki við fyrirtöku málsins var það fellt niður. Í dómnum segir að forsvarsmaður Abíl Lesa meira

Keyrði níu sinnum fullur og stefndi börnum í hættu

Keyrði níu sinnum fullur og stefndi börnum í hættu

Fréttir
13.06.2024

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ítrekuð umferðarlagabrot og þar að auki fyrir brot á barnaverndarlögum með því að stefna börnum í hættu í þrjú þeirra skipta sem hann framdi umferðarlagabrotin. Snerust umferðarlagabrotin um akstur undir áhrifum áfengis og án ökuréttinda. Alls var maðurinn ákærður í þrettán ákæruliðum. Umferðarlagabrotin voru tólf og framin Lesa meira

Slapp með skrekkinn eftir mislukkaða hraðamælingu og óvissu lögreglumanna

Slapp með skrekkinn eftir mislukkaða hraðamælingu og óvissu lögreglumanna

Fréttir
29.05.2024

Maður hefur verið sýknaður fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um umferðarlagabrot en hann var sakaður um að hafa ekið á 150 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut. Maðurinn var hins vegar sýknaður á þeim grundvelli að óvissa væri um hvort hraðamæling lögreglunnar stæðist og óvissu lögreglumanna um hvort þeir hefðu stöðvað réttan mann. Í dómnum Lesa meira

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Fréttir
16.05.2024

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt manni í vil sem höfðaði mál gegn Sjóvá-Almennar hf. til greiðslu úr ábyrgðartryggingu líkamsræktarstöðvar, en maðurinn starfaði þar sem yfirþjálfari, vegna slyss sem hann varð fyrir við störf. Slysið varð þegar svokallaður strappi, sem hélt fimleikahringjum sem maðurinn hékk í föstum við loftið í stöðinni, slitnaði með þeim afleiðingum að hann Lesa meira

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Lögmaður fór dagavillt og því þarf að byrja allt málið upp á nýtt

Fréttir
20.04.2024

Í gær var kveðinn upp dómur í Landsrétti í máli sem varðar deilur um bótagreiðslur á milli manns sem lenti í vinnuslysi og tryggingafélagsins Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Þegar þinghald var í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í desember 2022 mætti lögmaður mannsins ekki en skýrði fjarveru sína með því að hann hefði farið dagavillt og skráð Lesa meira

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Svíi dæmdur fyrir að skjóta Gabríel

Fréttir
18.04.2024

Hinn sænski Shokri Keryo var í morgun dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að skjóta á fjóra unga karlmenn í Úlfarsárdal í nóvember á síðasta ári. Þeirra á meðal var Gabríel Douane Boama en Gabríel hefur verið nokkuð í fréttum undanfarin misseri meðal annars eftir að hann slapp úr haldi lögreglu í Héraðsdómi Lesa meira

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fékk skilorð fyrir ofsafengna sveðjuárás

Fréttir
17.04.2024

Maður hlaut í fyrradag í Héraðsdómi Reykjavíkur skilorðsbundinn dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þar sem sveðju og hnífi var beitt. Maðurinn var ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa í apríl 2021 ráðist að öðrum manni vopnaður sveðjunni, hnífnum og úðavopni. Var hinn ákærði sakaður um að hafa slegið manninn og skorið hann með sveðjunni Lesa meira

Fíkniefnasali dvaldi ólöglega á Íslandi í þrjú ár – Samtals 14 farsímar teknir af honum

Fíkniefnasali dvaldi ólöglega á Íslandi í þrjú ár – Samtals 14 farsímar teknir af honum

Fréttir
26.03.2024

Maður af erlendum uppruna var fyrir helgi dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir 6 mismunandi brot á fíkniefnalögum og 2 brot á útlendingalögum þar á meðal fyrir að hafa dvalið hér á landi á árunum 2020-2023 án dvalarleyfis og farið huldu höfði. Fíkniefnalagabrotin sem maðurinn var ákærður fyrir voru framin á árunum 2021-2023.  Vörðuðu þau ýmist Lesa meira

Lét spörk og flóð hótana dynja á lögreglumanni

Lét spörk og flóð hótana dynja á lögreglumanni

Fréttir
22.03.2024

Kona var sakfelld í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa sparkað ítrekað í lögreglumann, snúið upp á handlegg hans og hóta honum margsinnis lífláti sem og fjölskyldu hans. Samkvæmt dómnum var konan ákærð í tveimur liðum. Í honum segir að utandyra að kvöldi laugardagsins 19. nóvember 2022, í Reykjavík, Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af