fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025

Héraðsdómur Reykjavíkur

Bauð í fíkniefnapartý en svo kom mamma heim

Bauð í fíkniefnapartý en svo kom mamma heim

Fréttir
Fyrir 1 viku

Fjórir karlmenn hafa verið sakfelldir fyrir ofbeldisbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur. Voru mennirnir ákærðir fyrir að ráðast á karlmann og konu á heimili þeirrar síðarnefndu. Höfðu mennirnir mætt á heimilið í kjölfar þess að dóttir konunnar hafði boðið þeim þangað ásamt fleirum til að neyta fíkniefna. Þegar móðir hennar kom á staðinn ásamt karlmanninum fór hins Lesa meira

Eddu Falak stefnt fyrir dóm

Eddu Falak stefnt fyrir dóm

Fréttir
Fyrir 1 viku

Deilur á milli fjölmiðla- og baráttukonunnar Eddu Falak og fyrrum vina hennar,  Davíðs Goða Þorvarðarsonar og Fjólu Sigurðardóttur, um hlaðvarpið Éigin konur eru á leiðinni fyrir dóm. Davíð Goði og Fjóla hafa stefnt Eddu og er fyrirtaka í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur næsta fimmtudag. RÚV greinir frá þessu. Eins og DV greindi frá í ágúst Lesa meira

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Sýknaður af ákæru um heimilisofbeldi – Brotið þótti ekki nógu alvarlegt

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir stórtækan þjófnað á eldsneyti og brot á fíkniefnalögum og umferðarlögum. Maðurinn var einnig ákærður fyrir að beita þáverandi sambýliskonu sína, sem er jafn framt barnsmóðir hans, ofbeldi. Var maðurinn sagður hafa ráðist á konuna í kjölfar þess að þau deildu um afnot af heimilisbílnum. Dómurinn segir manninn Lesa meira

Réðst á barn í bíó á fullveldisdaginn

Réðst á barn í bíó á fullveldisdaginn

Fréttir
Fyrir 3 vikum

Maður hefur verið sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa ráðist á barn í sal kvikmyndahúss Sambíóanna í Kringlunni. Átti þetta sér stað á fullveldisdaginn, 1. desember 2023. Umrætt barn er drengur en aldur hans kemur ekki fram í dómi Héraðsdóms. Maðurinn var upphaflega ákærður fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa Lesa meira

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Fréttir
09.12.2024

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Vátryggingafélag Íslands (VÍS) af bótakröfu konu sem varð fyrir varanlegu líkamstjóni í kjölfar þess að bifreið skólafélaga hennar var ekið á hana á bílastæði skólans. Konan sem þá stundaði nám í bílamálun og bifreiðasmíði gat ekki lokið náminu vegna þess líkamstjóns sem hún hafði orðið fyrir. Krafðist hún hærri bóta en Lesa meira

Reyndi að láta bera eiginkonu sína út

Reyndi að láta bera eiginkonu sína út

Fréttir
04.12.2024

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem snýst um kröfu fyrirtækis um að kona sem leigt hefur húsnæði í eigu þess verði borin út. Kröfu fyrirtækisins var hins vegar hafnað meðal annars á þeim grundvelli að ekki hefði komið nægilega vel fram í beiðninni um útburð að forsvarsmaður fyrirtækisins og konan væru hjón Lesa meira

Endurheimta búnað úr mathöllinni sem aldrei varð

Endurheimta búnað úr mathöllinni sem aldrei varð

Fréttir
27.11.2024

Þrotabú fyrirtækisins Vietnam cuisine hefur samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur endurheimt ýmsan búnað sem tilheyrði mathöll sem fyrirtækið ætlaði að opna að Vesturgötu 2 í Reykjavík en húsið er einna þekktast fyrir það að þar var áður til húsa Kaffi Reykjavík. Fyrirtækið var í eigu hins þekkta kaupsýslumanns Quang Lé sem sætt hefur lögreglurannsókn vegna gruns Lesa meira

Lífið breyttist þegar hún fór að ná í frosna ávexti

Lífið breyttist þegar hún fór að ná í frosna ávexti

Fréttir
25.11.2024

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Sjóvá-Almennar hf. til að greiða konu nokkurri bætur. Á greiðslan að koma úr ábyrgðartryggingu veitingastaðar sem konan starfaði hjá en hún varð fyrir vinnuslysi þegar hún var að ná í frosna ávexti í frystigeymslu staðarins. Konan slasaðist það illa að hún var metin til fullrar örorku hjá lífeyrissjóði. Slysið átti Lesa meira

Gæsluvarðhald yfir stjórnlausum síbrotamanni stytt

Gæsluvarðhald yfir stjórnlausum síbrotamanni stytt

Fréttir
20.11.2024

Landsréttur hefur stytt gæsluvarðhald yfir síbrotamanni sem hlaut fyrr á þessu ári dóm fyrir fjölda brota og annað mál á hendur honum fyrir ítrekuð brot er nú til meðferðar í dómskerfinu. Meðan fyrrnefnda málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur hélt maðurinn brotastarfsemi sinni áfram þar til hann var loks handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald Lesa meira

Jólahreingerning breyttist í martröð við bílaþvottastöð í Breiðholti

Jólahreingerning breyttist í martröð við bílaþvottastöð í Breiðholti

Fréttir
07.11.2024

Manni sem rann í hálku við bílaþvottastöð í Breiðholti á Þorláksmessu með þeim afleiðingum að hann beið varanlegt líkamstjón af hafa verið dæmdar bætur af Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn hafði farið með bíl sinn á stöðina til að þrífa hann fyrir jólin og segja má því að jólahreingerningin hafi breyst í martröð. Maðurinn höfðaði mál á Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af