fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024

heimsfaraldur kórónuveirunnar

Bóluefnið frá Astrazeneca er ódýrt, öruggt og áhrifaríkt samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar

Bóluefnið frá Astrazeneca er ódýrt, öruggt og áhrifaríkt samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar

Pressan
09.12.2020

Bóluefni, gegn kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa þróað í samvinnu við bresk/sænska lyfjafyrirtækið Astrazeneca er öruggt, áhrifaríkt og veitir góða vernd gegn veirunni. Þessu er slegið föstu í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.  Auk þess er það ódýrt. BBC skýrir frá þessu. Fram kemur að Astrazeneca geti fljótlega byrjað að afhenda mörg hundruð Lesa meira

Kórónuveirufaraldurinn á mikilli siglingu í Svíþjóð – 96 létust á einum sólarhring

Kórónuveirufaraldurinn á mikilli siglingu í Svíþjóð – 96 létust á einum sólarhring

Pressan
19.11.2020

Frá þriðjudegi og fram á miðvikudag létust 96 af völdum COVID-19 í Svíþjóð. Þetta er mesti fjöldi andláta af völdum COVID-19 á einum degi í þrjá mánuði. Sænsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá þessu í gær.  Frá upphafi heimsfaraldursins hafa rúmlega 6.300 látist af völdum COVID-19. Í gær voru 4.007 ný smit skráð. Í heildina hafa 196.446 greinst með veiruna fram Lesa meira

Loka skólum í New York vegna heimsfaraldursins

Loka skólum í New York vegna heimsfaraldursins

Pressan
19.11.2020

„Við verðum að berjast gegn þessari annarri bylgju COVID-19,“ segir Bill de Blasio, borgarstjóri í New York, í færslu á Twitter í tengslum við ákvörðun borgaryfirvalda að loka almenningsskólum borgarinnar frá og með deginum í dag. Hann hvetur einnig íbúa borgarinnar til að sýna sérstaka aðgæslu á öllum sviðum til að forðast smit. Ummæli hans veikja vonir um að New York sé á leið út úr Lesa meira

Segir að kjarnorkuvopn séu meiri ógn við mannkynið en kórónuveiran

Segir að kjarnorkuvopn séu meiri ógn við mannkynið en kórónuveiran

Pressan
30.10.2020

Bandaríski læknirinn og vísindamaðurinn Ira Helfand er ekki í neinu vafa um að kjarnorkuvopn séu mannkyninu hættulegri en kórónuveiran sem nú herjar á heimsbyggðina. „Við verðum að gera eitthvað við þessari ógn. Framtíð okkar og barnanna okkar veltur á því,“ segir hann í grein á vefsíðu CNN. Hann segist telja „fáránlega hættu“ stafa af kjarnorkuvopnum heimsins og sé hún meiri Lesa meira

Að nota hjarðónæmi til að binda enda á COVID-19 faraldurinn eru hættuleg mistök

Að nota hjarðónæmi til að binda enda á COVID-19 faraldurinn eru hættuleg mistök

Pressan
16.10.2020

Hugmyndir um að binda endi á COVID-19 faraldurinn með því að ná hjarðónæmi eru „hættuleg mistök sem engin vísindaleg gögn styðja“ segja 80 vísindamenn í opnu bréfi sem hefur verið birt í læknaritinu the Lancet. The Guardian greinir frá. Í bréfinu segja vísindamennirnir að áhuginn á að ná hjarðónæmi eigi uppruna sinn að rekja til Lesa meira

Engar sóttvarnaraðgerðir þýða 3.000 smit á dag segir þríeykið

Engar sóttvarnaraðgerðir þýða 3.000 smit á dag segir þríeykið

Fréttir
15.10.2020

Það er mat þríeykisins svokallaða, þeirra Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Ölmu D. Möller landlæknis og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, að ef engar sóttvarnaraðgerðir væru viðhafðar hér á landi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar myndi það þýða að í lok nóvember greinst allt að 3.000 smit á dag. Það er eitthvað sem heilbrigðiskerfið myndi ekki ráða við og fórnarkostnaðurinn yrði því mjög hár. Lesa meira

Óttast að ný bylgja kórónuveirunnar sé skollin á í Bandaríkjunum

Óttast að ný bylgja kórónuveirunnar sé skollin á í Bandaríkjunum

Pressan
15.10.2020

Í fjörtíu ríkjum Bandaríkjanna hefur staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað að undanförnu Sérstaklega mikil aukning hefur orðið í Miðvesturríkjunum og óttast sérfræðingar að spár um nýja bylgju veirunnar sé að rætast en því hafði verið spáð að ný bylgja myndi skella á í haust og vetur. Washington Post segir að í tæpan mánuð hafi þróunin í Bandaríkjunum verið á verri veginn. Frá því Lesa meira

Ný rannsókn – Blóðflokkar fólks skipta máli varðandi kórónuveirusmit

Ný rannsókn – Blóðflokkar fólks skipta máli varðandi kórónuveirusmit

Pressan
15.10.2020

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að það skiptir máli í hvaða blóðflokki fólk er þegar kemur að kórónuveirusmiti. Þetta getur hugsanlega haft áhrif á hverjir verða fyrst bólusettir þegar bóluefni gegn veirunni kemur á markað. Danska ríkisútvarpið skýrði frá þessu í gærkvöldi. Fram kemur að blóðflokkur fólks geti skipt máli varðandi hvort það smitast af Lesa meira

Mikið tap hjá easyJet vegna heimsfaraldursins

Mikið tap hjá easyJet vegna heimsfaraldursins

Pressan
09.10.2020

Breska lággjaldaflugfélagið easyJet reiknar með að tapa 845 milljónum punda á árinu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þetta verður í fyrsta sinn í sögu félagsins sem það er rekið með tapi. Samkvæmt frétt Sky News þá eru stjórnendur félagsins heldur ekki bjartsýnir fyrir næsta ári og reikna með litlum umsvifum. Þeir hvetja ríkisstjórn Boris Johnson til að koma flugiðnaðinum til aðstoðar. Félagið fékk 600 milljónir Lesa meira

Mesti fjöldi smita í Þýskalandi mánuðum saman

Mesti fjöldi smita í Þýskalandi mánuðum saman

Pressan
09.10.2020

Gærdagurinn var slæmur hvað varðar fjölda nýsmita af völdum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, í Þýskalandi og var fjöldi nýrra smita sá mesti mánuðum saman. Alls greindust 4.058 smit en voru 2.828 á miðvikudaginn. Ef þessi þróun heldur áfram gæti daglegur fjöldi nýrra smita farið yfir 10.000. BBC segir að aukningin á milli daga sé sú mesta síðan í apríl. Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af