Stærsti kórónuveirufaraldurinn til þessa – Reikna með 5.000 dauðsföllum á sólarhring
PressanSamkvæmt niðurstöðu greiningar enska rannsóknarfyrirtækisins Airfinity þá má reikna með að ein milljón Kínverja smitist af kórónuveirunni daglega og að um 5.000 látist daglega af hennar völdum. Þetta eru þær tölur sem blasa við þegar Kínverjar fara inn í það sem er talið vera stærsti faraldur veirunnar í heiminum til þessa að sögn Bloomberg. Segir Bloomberg að ástandið geti orðið Lesa meira
Tengja lægri fæðingartíðni í Evrópu við sóttvarnaraðgerðir
PressanÍ janúar 2021 var fæðingartíðnin í Evrópu 14% lægri en í sömu mánuðum árin á undan. Talið er líklegt að ástæðuna megi rekja til fyrstu bylgju heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Janúar 2021 var einmitt níu til tíu mánuðum eftir að gripið var til víðtækra sóttvarnaaðgerða víðast hvar í álfunni, víða með tilheyrandi stöðvun á samfélagsstarfsemi. BBC fjallar um málið og Lesa meira
Þetta eru tuttugu algengustu einkenni COVID-19 þessa dagana
PressanKórónuveiran sækir í sig veðrið víða um heim þessa dagana. Búist hafði verið við því að smitum færi fjölgandi þegar færi að hausta og það virðist vera að ganga eftir. Í Bretlandi er svokölluð Zoe Health Study rannsókn sífellt í gangi en í henni er gögnum um veiruna og útbreiðslu hennar safnað stöðugt með því að nota niðurstöður sýnatöku Lesa meira
„Þú ert að klúðra þessu“ – Melania gagnrýndi eiginmanninn harðlega
EyjanÆðsti hershöfðingi Bandaríkjahers hafði áhyggjur af að Donald Trump, þáverandi forseti, myndi fyrirskipa árás á Íran þegar forsetatíð hans var enda kominn. Yfirmaður leyniþjónustunnar vildi gjarnan vita hvað Rússar vissu um Trump. Milljarðamæringur, vinur Trump, sannfærði hann um að reyna að kaupa Grænland. Nokkrir ráðgjafar hans íhuguðu að segja upp samtímis. Meira að segja eiginkonu hans, Melania, var brugðið vegna heimsfaraldurs Lesa meira
Nýjar rannsóknir – Hér átti heimsfaraldur kórónuveirunnar upptök sín
PressanÝmsar kenningar hafa verið á lofti um uppruna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Ein af umtöluðustu og vinsælustu kenningunum er að hún hafi verið búin til á rannsóknarstofu í Wuhan í Kína þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið. Í gær voru niðurstöður tveggja nýrra rannsókna um uppruna veirunnar birtar í vísindaritinu Science og er niðurstaða þeirra skýr. Veiran átti upptök Lesa meira
Rússnesk yfirvöld breyta um taktík við að fá fólk til að láta bólusetja sig
PressanÁ fimmtudaginn greindust rúmlega 40.000 Rússar með kórónuveiruna og var þetta í fyrsta sinn síðan heimsfaraldurinn skall á sem meira en 40.000 smit greindust á einum sólarhring. Þennan sama dag voru rúmlega 1.100 andlát af völdum COVID-19 skráð og höfðu þá aldrei verið fleiri að sögn rússneskra fjölmiðla. Ein helsta ástæðan fyrir þessum skelfilegu tölum er Lesa meira
Bretar voru í fararbroddi í bólusetningum – Erfiður vetur framundan
PressanLengi framan af ári voru Bretar í fararbroddi í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Í júlí voru allar sóttvarnaaðgerðir felldar úr gildi því staðan þótti viðráðanleg. En nú er hún gjörbreytt og ljóst að Bretar standa frammi fyrir erfiðum vetri. Í síðustu viku er talið að tíunda hvert barn á aldrinum 7 til 11 ára hafa verið smitað af Lesa meira
Saka rússnesk yfirvöld um að ljúga um fjölda látinna af völdum COVID-19
PressanBorgaryfirvöld í Moskvu tilkynntu í gær að vegna erfiðrar stöðu heimsfaraldurs kórónuveirunnar í borginni þá eigi eldra fólk að halda sig heima næstu fjóra mánuði og fyrirtæki í borginni eiga að láta þriðja hvern starfsmann vinna að heiman. Þetta gildir frá og með næsta mánudegi. Á mánudaginn voru 1.015 andlát af völdum COVID-19 skráð í Rússlandi og hafa Lesa meira
Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
FréttirUm fjörtíu nemendur í Háteigsskóla eru í sóttkví og 4 eru í einangrun eftir að kórónuveirusmit greindust meðal óbólusettra nemenda í fjórða, fimmta og sjötta bekk. Líklega þarf fimmti bekkur að vera í sóttkví fram yfir vetrarfrí. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að hefðbundin kennsla hafi verið felld niður hjá þessum árgöngum en þess Lesa meira
Áhrifa COVID-19 gætir víða – Hefur ekki verið svona slæmt síðan í síðari heimsstyrjöldinni
PressanHeimsbyggðin glímir enn við heimsfaraldur kórónuveirunnar sem virðist ekki ætla að gefa eftir á næstunni. Áhrifa faraldursins mun gæta næstu árin og jafnvel áratugina á mörgun sviðum. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem beindist að því að kortleggja ákveðnar afleiðingar faraldursins, benda til að faraldurinn verði til þess að fólk lifi almennt skemur en fyrir faraldur. Þetta er í Lesa meira