Kórónujól framundan í Evrópu – Svona verða jólin hugsanlega
PressanTæplega helmingur allra skráðra dauðsfalla af völdum COVID-19 í heiminum í síðustu viku var í Evrópu. Það er því óhætt að segja að Evrópa sé enn á ný á toppnum hvað varðar heimsfaraldurinn enda fer smitum og dauðsföllum fjölgandi og það hratt. Það er því ekki annað að sjá en kórónujól séu fram undan. Í mörgum Lesa meira
Nota strætó í bólusetningarátaki
FréttirHeilsugæsla höfuðborgarsvæðisins ætlar að taka strætisvagn í notkun og aka um og bjóða upp á bólusetningu gegn kórónuveirunni. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að það verði að ná til óbólusettra. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Óskari að öllum ráðum sé beitt til að veita öllum tækifæri til að komast í Lesa meira
Skynsemi er fyrirsjáanleg segir Tómas og gagnrýnir Áslaugu og Þórdísi
FréttirTómas Guðbjartsson, yfirlæknir á skurðsviði LSH og prófessor við HÍ, skrifar grein á Vísi þar sem hann gagnrýnir ákall Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, sem báðar gegna ráðherraembættum, um afnám allra sóttvarnaaðgerða hér á landi. Hann segir ákall þeirra hafa verið gert í nafni einstaklingsfrelsis og óspart hafi verið vísað til Dana og Norðmanna sem fyrirmynda – Lesa meira
Evrópska smitsjúkdómastofnunin segir þróun faraldursins hér á landi vera „mikið áhyggjuefni“
FréttirEvrópska smitsjúkdómastofnunin, European Centre for Disease Prevention and Control, segir að þróun heimsfaraldurs kórónuveirunnar hér á landi sé „mikið áhyggjuefni“ þessa dagana. Þetta kemur fram í vikulegri stöðuskýrslu stofnunarinnar um þróun faraldursins í Evrópu að undanförnu. Stofnunin gerir ráð fyrir aukningu smita og dauðsfalla næstu tvær vikur í Evrópu. 10 lönd eru í flokki sem stofnunin telur ástæðu til að hafa „mjög Lesa meira
Leiðtogalausir Þjóðverjar ræða hvort skylda eigi fólk í bólusetningu
PressanKórónuveirufaraldurinn hefur verið í mikilli sókn í Þýskalandi að undanförnu og í síðustu viku var met slegið hvað varar fjölda smita á einum degi og andlátum hefur einnig fjölgað. En Þjóðverjar eiga erfitt með að taka á faraldrinum af festu vegna óvissu í stjórnmálum. Viðkvæmar viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar standa yfir og má segja Lesa meira
Kórónuveira í hjartardýrum getur breytt þróun heimsfaraldursins – Vísindamenn segja þetta töluvert áhyggjuefni
PressanEins og DV hefur skýrt frá þá hefur kórónuveiran SARS-CoV-2 borist í Virginíuhirti í Iowa í Bandaríkjunum og fleiri ríkjum. Vísindamenn segja að þetta sé töluvert áhyggjuefni og geti haft mikil áhrif á langtímaþróun heimsfaraldursins. Allt frá því að kórónuveiran kom fram á sjónarsviðið og fór að herja á heimsbyggðina hafa komið fram vísbendingar um að Virginíuhirtir séu mjög móttækilegir Lesa meira
Heimsfaraldurinn hefur kostað 28 milljónir æviára
PressanVísindamenn við Oxfordháskóla hafa komist að þeirri niðurstöðu að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafi kostað 28 milljónir æviára fram að þessu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu með því að skoða dánartölur og á hvaða aldri fólk var þegar það lést af völdum COVID-19. Þetta er stærsta rannsóknin sem gerð hefur verið til þessa á áhrifum faraldursins. Rannsóknin náði til 37 Lesa meira
Svona liggur smitlínan yfir Evrópu – Óttast jólaöngþveiti
PressanEins og sést á myndinni, sem prýðir þessa grein, þá liggur sístækkandi smitbelti yfir Evrópu. Myndin sýnir smit síðustu fjórtán daga og en byggt er á tölum frá Johns Hopkins háskólanum. Ástandið fer hríðversnandi í mörgum ríkjum og víða er verið að herða sóttvarnaaðgerðir. Í Þýskalandi hefur smitum fjölgað mikið að undanförnu og nú er óttast að gjörgæslurými verði á Lesa meira
Erfiður vetur í uppsiglingu með kórónuveirunni – „Maður lifir hættulegu lífi sem óbólusettur í vetur“
PressanKórónuveirufaraldurinn er í sókn víðast hvar í Evrópu og í mörgum ríkjum er verið að herða sóttvarnarreglur og reynt er að fá fleiri til að láta bólusetja sig. Telja sumir að bólusetning sé eina leiðin til að koma í veg fyrir fjölda andláta og öngþveiti á sjúkrahúsum. Við þetta bætast svo áhyggjur af hinni árlegu inflúensu sem Lesa meira
Sóttvarnaaðgerðir hertar víða um Evrópu
PressanYfirvöld í mörgum Evrópuríkjum eru nú að herða sóttvarnareglur þar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar er á mikilli siglingu í álfunni, svo mikilli að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO segir að enn á ný sé Evrópa orðin miðpunktur faraldursins. Fyrir helgi sagði svæðisstjóri WHO í Evrópu að hætta væri á að 500.000 Evrópubúar láti lífið af völdum veirunnar fram í febrúar. Í Austurríki mega óbólusettir ekki lengur Lesa meira