fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

Við höfum ekki séð það síðasta af kórónuveirunni – Sóttvarnaaðgerðir og ný afbrigði eru framtíðin

Við höfum ekki séð það síðasta af kórónuveirunni – Sóttvarnaaðgerðir og ný afbrigði eru framtíðin

Pressan
17.12.2021

Fyrst kom Delta fram á sjónarsviðið og nú er það Ómikron. Þetta eru stökkbreytt afbrigði af kórónuveirunni sem herjar á heimsbyggðina. Þau hafa meiri mótstöðu gegn bóluefnum en upphaflega útgáfa veirunnar sem kom fram á sjónarsviðið í Wuhan í Kína síðla árs 2019 og dreifðist síðan út um heimsbyggðina. Allt frá því að heimsfaraldurinn skall á hafa yfirvöld Lesa meira

Bráðsmitandi jólahlaðborð starfsfólks gjörgæsludeildar í Herslev – 15 smitaðir

Bráðsmitandi jólahlaðborð starfsfólks gjörgæsludeildar í Herslev – 15 smitaðir

Pressan
16.12.2021

Ekki er annað að sjá en starfsfólk gjörgæsludeildar Herlev sjúkrahússins í Danmörku hafi ekki haft miklar áhyggjur af útbreiddu kórónuveirusmiti í dönsku samfélagi. Að minnsta kosti efndi það nýlega til jólahlaðborðs og afleiðingin er sú að 15 starfsmenn hafa greinst með veiruna. Ekstra Bladet fékk þetta staðfest hjá talsmanni sjúkrahússins. Segir í svari hans að starfsfólkið hafi sótt jólahlaðborð þann Lesa meira

Undarlegt svikamál – Lét bólusetja sig 10 sinnum á einum degi gegn kórónuveirunni

Undarlegt svikamál – Lét bólusetja sig 10 sinnum á einum degi gegn kórónuveirunni

Pressan
16.12.2021

Yfirvöld á Nýja-Sjálandi eru nú að rannsaka undarlegt mál. Það snýst um að svo virðist sem maður einn hafi fengið 10 skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni á einum og sama deginum. Þetta gerði hann vísvitandi og fékk greitt fyrir. Svo virðist sem andstæðingar bólusetninga hafi greitt honum fyrir þetta og þá hugsanlega til að þeir Lesa meira

Telja sig hafa leyst eina af ráðgátunum um kórónuveiruna

Telja sig hafa leyst eina af ráðgátunum um kórónuveiruna

Pressan
14.12.2021

Margir þeirra sem hafa smitast af kórónuveirunni hafa upplifað að hafa algjörlega misst lyktar- og bragðskynið. Þetta hefur vakið mikla undrun vísindamanna en nú telja sænskir vísindamenn sig vera komna nálægt því að leysa þessa ráðgátu. Aftonbladet skýrir frá þessu. Segir blaðið að þetta snúist um að vísindamenn hafi fundið kórónuveiru í svokölluðum stuðningsfrumum við lyktarnemana Lesa meira

Prófessor segir að Ómíkronsmitbylgjan í Suður-Afríku virðist hafa náð hámarki

Prófessor segir að Ómíkronsmitbylgjan í Suður-Afríku virðist hafa náð hámarki

Pressan
14.12.2021

Smittölur og hlutfallstölur varðandi fjölda Ómíkronsmita af heildarfjölda kórónuveirusmita í Suður-Afríku benda til að þar hafi smit af völdum afbrigðisins náð hámarki að sinni. Gögn um alvarleika afbrigðisins í Suður-Afríku eru einnig jákvæð. Þetta segir Pieter Streicher, prófessor og sérfræðingur í greiningu veira, við háskólann í Jóhannesarborg,  í færslu á Twitter. Hann segist telja að út frá fyrirliggjandi tölum muni faraldurinn ná hámarki Lesa meira

Ómíkron er stjórnlaust í Danmörku

Ómíkron er stjórnlaust í Danmörku

Pressan
08.12.2021

Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar er komið á mikið flug í Danmörku og segir Henrik Ullum, forstjóri dönsku smitsjúkdómastofnunarinnar (Statens Serum Institut) að afbrigðið sé nú stjórnlaust. Þetta kom fram á fréttamannafundi heilbrigðisyfirvalda í gær. Sagði Ullum að Ómíkron hafi nú fundist í öllum landshlutum og hlutfall þess af heildarfjölda smita fari vaxandi. Hann sagði að áður Lesa meira

Kórónuvetur er skollinn á – Staðan getur gjörbreyst á næstu mánuðum

Kórónuvetur er skollinn á – Staðan getur gjörbreyst á næstu mánuðum

Pressan
08.12.2021

Evrópa er enn miðpunktur heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ómíkron afbrigðið er í mikilli sókn og það getur haft í för með sér að á næstu mánuðum gjörbreytist faraldurinn. Það er óhætt að segja að Kórónuvetur sé gengin í garð í Evrópu. Rúmlega 2,5 milljónir smita greinast í hverri viku og sífellt fleiri þeirra eru af völdum Ómíkron Lesa meira

Kínverjar ætla að senda einn milljarð bóluefnaskammta til Afríku

Kínverjar ætla að senda einn milljarð bóluefnaskammta til Afríku

Pressan
04.12.2021

Xi Jinping, forseti Kína, tilkynnti á mánudaginn að Kínverjar ætli að senda einn milljarð skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni til Afríku. Hann sagði þetta á fjarfundi með leiðtogum Afríkuríkja. Hann hvatti jafnframt kínversk fyrirtæki til að fjárfesta fyrir allt að 10 milljarða dollara í Afríku á næstu þremur árum. Kínverjar höfðu áður gefið um 200 milljónir Lesa meira

Kolbrún segir viðvaranir Eiríks um fasisma ríma nánast hrollvekjandi við samtímann

Kolbrún segir viðvaranir Eiríks um fasisma ríma nánast hrollvekjandi við samtímann

Eyjan
03.12.2021

Nýlega kom Ómíkron afbrigði kórónuveirunnar fram á sjónarsviðið og hafa stjórnvöld víða um heim gripið til þess ráðs að herða sóttvarnaaðgerðir vegna þess. Þessar aðgerðir og annað tengt heimsfaraldri kórónuveirunnar er umfjöllunarefni Kolbrúnar Bergþórsdóttur í leiðara Fréttablaðsins í dag en hann ber fyrirsögnin „Rétta lausnin“. „Hinn ríki vilji taugabilaðra stjórnvalda til að takmarka frelsi þegnanna fer stigvaxandi Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af