fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

Biden óttast miklu fleiri dauðsföll af völdum COVID-19 ef Trump sýnir ekki samstarfsvilja

Biden óttast miklu fleiri dauðsföll af völdum COVID-19 ef Trump sýnir ekki samstarfsvilja

Pressan
17.11.2020

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, er pirraður á að Donald Trump, fráfarandi forseti, sýni engan samstarfsvilja í tengslum við yfirvofandi valdaskipti. Á fréttamannafundi í gær varaði Biden við því að miklu fleiri Bandaríkjamenn muni deyja af völdum COVID-19 ef Trump hætti ekki að koma í veg fyrir samstarf á milli núverandi stjórnar og komandi stjórnar. Á fréttamannafundinum, sem fór fram í Delaware, lét Biden óánægju sína Lesa meira

Kári vonar að ekki verði slakað á sóttvarnaaðgerðum – Ríkisstjórnin ræðir framhaldið í dag

Kári vonar að ekki verði slakað á sóttvarnaaðgerðum – Ríkisstjórnin ræðir framhaldið í dag

Fréttir
13.11.2020

Ríkisstjórnin fundar í dag og þar hyggst Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, leggja fram minnisblað Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, með tillögum hans um áframhaldandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Núverandi aðgerðir gilda til 17. nóvember en Þórólfur hefur sagt að búast megi við einhverjum takmörkunum áfram þótt einhverjum kunni að verða aflétt. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist vona að hörðum Lesa meira

Mörg bandarísk sjúkrahús yfirfull af COVID-19-sjúklingum

Mörg bandarísk sjúkrahús yfirfull af COVID-19-sjúklingum

Pressan
13.11.2020

Í Wisconsin eru mörg sjúkrahús yfirfull vegna mikils fjölda COVID-19-sjúklinga og í Norður-Dakóta er staðan enn verri því þar eru öll sjúkrahús yfirfull. Á miðvikudaginn var enn eitt metið slegið í Bandaríkjunum hvað varðar fjölda smitaðra en þá greindust 140.000 smit. Í gær var þetta met síðan slegið þegar 152.000 smit greindust. CNN skýrir frá Lesa meira

Andstæðingar bólusetninga breiða út samsæriskenningar um kórónuveirubóluefnið frá Pfizer

Andstæðingar bólusetninga breiða út samsæriskenningar um kórónuveirubóluefnið frá Pfizer

Pressan
12.11.2020

Andstæðingar bólusetninga eru farnir á stjá og byrjaðir að breiða út samsæriskenningar um bóluefnið frá Pfizer og Biontech gegn kórónuveirunni. Á mánudaginn var tilkynnt að bóluefnið veiti níu af hverjum tíu vernd gegn kórónuveirunni sem herjar á heimsbyggðina. Meðal þess sem andstæðingar bólusetninga hafa varpað fram er að bóluefnið sé liður í að fækka fólki. Lesa meira

Óvænt áhrif kórónuveirusmits í dönskum minkum – Beikonskortur á Englandi

Óvænt áhrif kórónuveirusmits í dönskum minkum – Beikonskortur á Englandi

Pressan
11.11.2020

Um helgina lögðu bresk stjórnvöld algjört bann við komum fólks frá Danmörku til Bretlands og einnig var lagt bann við að flugvélar, sem koma frá Danmörku, fái að lenda í Englandi. Ástæðan er að stökkbreytt kórónuveira hefur fundist í dönskum minkum og hefur hún borist í fólk. Þetta stökkbreytta afbrigði getur, ef allt fer á Lesa meira

Óttast að 10.000 manns látist mánaðarlega af völdum COVID-19 á Ítalíu ef ekkert verður að gert

Óttast að 10.000 manns látist mánaðarlega af völdum COVID-19 á Ítalíu ef ekkert verður að gert

Pressan
11.11.2020

Ítalskir læknar segja að búast megi við 10.000 aukalegum dauðsföllum í mánuði hverjum af völdum COVID-19 ef ekki verður gripið til harðari sóttvarnaaðgerða um allt land. Ríkisstjórnin undirbýr nú harðari aðgerðir í fjórum héruðum þar sem faraldurinn þykir kominn á hættulegt stig, það eru Campania, Liguria, Abruzzo og Umbria. En samkvæmt frétt The Guardian þá þykir samtökum ítalskra lækna ekki nógu langt gengið og hvetja til Lesa meira

Þetta er stóri höfuðverkurinn varðandi nýja bóluefnið gegn kórónuveirunni – „Hvernig gerum við þetta?“

Þetta er stóri höfuðverkurinn varðandi nýja bóluefnið gegn kórónuveirunni – „Hvernig gerum við þetta?“

Pressan
11.11.2020

Bandarískir embættismenn segjast margir hverjir vera ofurliði bornir og smeykir yfir því að þurfa væntanlega að dreifa bóluefninu gegn kórónuveirunni frá Pfizer ef það verður tekið í notkun á næstunni. CNN skýrir frá þessu. Pfizer tilkynnti á mánudaginn að niðurstöður prófana á bóluefninu lofi góðu og að það virki í rúmlega 90% tilfella. Reiknað er með að fyrirtækið sæki um Lesa meira

Loka menntaskólum og veitingastöðum í Ungverjalandi í einn mánuð

Loka menntaskólum og veitingastöðum í Ungverjalandi í einn mánuð

Pressan
10.11.2020

Ungversk stjórnvöld hafa ákveðið að loka veitingastöðum, söfnum, leikhúsum og líkamsræktarstöðvum í 30 daga til að reyna að hemja útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Einnig verður menntaskólum lokað og háskólum verður gert að láta alla kennslu fara fram á netinu. Þetta gildir frá og með morgundeginum. „Ef fjöldi smita heldur áfram að aukast með núverandi hraða Lesa meira

Telur best að borga fólki fyrir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Telur best að borga fólki fyrir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni

Pressan
09.11.2020

Það ætti að borga fólki fyrir að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 til að hægt verði að ná hjarðónæmi sem fyrst. Þetta segir Julian Savulescu, prófessor við Oxfordháskóla, en hann telur að með þessu sé hægt að sigrast á vaxandi efasemdum margra um bólusetningar vegna efasemda um hversu öruggt bóluefni eru. Sky News skýrir frá þessu. Fram Lesa meira

Kínverjar breyta námsskrá skóla til að dásama eigin frammistöðu í baráttunni við kórónuveiruna

Kínverjar breyta námsskrá skóla til að dásama eigin frammistöðu í baráttunni við kórónuveiruna

Pressan
07.11.2020

Kínversk stjórnvöld ætla að breyta námsskrám skóla til að leggja meiri áherslu á „baráttuanda“ þjóðarinnar við heimsfaraldri kórónuveirunnar og lofsama viðbrögðin við faraldrinum. Þessu námsefni verður bætt við hjá grunnskólum og framhaldsskólum í líffræði, heilbrigðisfræði, íþróttum, sögu og bókmenntum. Þetta á að að „auðvelda nemendum að skilja þá grundvallar staðreynd að Flokkurinn og ríkið setja líf og Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af