Á 17 sekúndna fresti deyr Evrópubúi af völdum COVID-19
PressanÁ 17 sekúndna fresti deyr Evrópubúi af völdum COVID-19 að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO. Ljósi punkturinn er þó að sögn WHO að nú virðist sem önnur bylgja faraldursins sé að byrja að réna lítillega. Washington Post skýrir frá þessu. Þessi örlitla bjartsýni hjá WHO byggir á að í síðustu viku greindust 1,8 milljónir smita í álfunni en voru 2 milljónir vikuna áður. Í nokkrum Lesa meira
Loka stórum hluta Kastrupflugvallar til 2022
PressanFlugiðnaðurinn hefur átt undir högg að sækja eftir að heimsfaraldur kórónuveirunnar braust út. Mun færri ferðast með flugvélum þessi misserin og bæði flugfélög og flugvellir eiga í miklum rekstrarerfiðleikum. Stjórnendur Kastrupflugvallarins í Kaupmannahöfn hafa nú þegar brugðist við þessu en grípa nú til enn harðari aðgerða til að mæta þeim mikla samdrætti sem hefur orðið í flugumferð um völlinn. Lesa meira
Flugvallarstjóri telur að farþegar þurfi að fara í kórónuveirupróf næstu árin
PressanÞrátt fyrir að svo virðist sem bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, sé við það að koma á markað þá verða flugfarþegar að sætta sig við að þurfa að fara í sýnatökur næstu árin. Þetta er nauðsynlegt ef alþjóðaflug á að komast aftur á „stig sem skiptir einhverjum máli“. Þetta segir John Holland-Kaye, forstjóri Heathrowflugvallarins í Lundúnum. Hann segir að Lesa meira
Lygi pizzubakarans var dýrkeypt – Fyrirskipuðu umfangsmiklar sóttvarnaaðgerðir
PressanÁ miðvikudaginn tilkynntu yfirvöld í South Australia, einu ríkja Ástralíu, að grípa þyrfti til umfangsmikilla sóttvarnaaðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Í dag tilkynntu yfirvöld síðan að ekki þyrfti að ganga jafn langt og tilkynnt var á miðvikudaginn. Ástæðan er lygi pizzubakara eins í ríkinu. Á miðvikudaginn var tilkynnt að fólk ætti að halda sig heima Lesa meira
Læknar, hermenn og kirkjur koma við sögu í fyrirhuguðum bólusetningum í Evrópu
PressanGóð tíðindi hafa borist af virkni bóluefna, sem eru í þróun, gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, að undanförnu. Af þeim sökum eru yfirvöld í mörgum Evrópuríkjum nú á fullu við að undirbúa bólusetningar og ákveða hverjir skuli njóta forgangs. Um risastórt verkefni er að ræða, verkefni af áður óþekktri stærðargráðu. Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, hefur lagt fram Lesa meira
Herða sóttvarnaaðgerðir í Bandaríkjunum – Þakkargjörðarhátíðin í hættu
PressanFjórði fimmtudagurinn í nóvember er einn stærsti hátíðardagur ársins í Bandaríkjunum. Þá koma fjölskyldur og vinir saman til að fagna þakkargjörðarhátíðinni. Flestir borða kalkún, sætar kartöflur og trönuber. En að þessu sinni mun heimsfaraldur kórónuveirunnar setja mark sitt á þessa miklu hátíð víða um land. Margir ríkisstjórar og borgarstjórar eru byrjaðir að setja þak á Lesa meira
Bólusetning gegn kórónuveirunni gæti hafist í janúar eða febrúar hér á landi
FréttirEf allt fer eins og nú er útlit fyrir má reikna með að fyrstu skammtarnir af bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, berist hingað til lands á næstu mánuðum. Því er líklegt að hægt verði að hefja bólusetningar í janúar eða febrúar. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Haraldi Briem, fyrrverandi sóttvarnalækni, að dreifing bóluefnanna Lesa meira
Frakkar undirbúa bólusetningar gegn kórónuveirunni – Óttast að milljónir manna vilji ekki láta bólusetja sig
PressanFrönsk yfirvöld eru byrjuð að undirbúa bólusetningu þjóðarinnar gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, og á að vera hægt að hefjast handa um leið og eftirlitsstofnanir hafa heimilað notkun bóluefna. Vonast stjórnvöld til að hægt verði að hefjast handa við bólusetningar í janúar. Þetta hefur AFP eftir Gabriel Attal, talsmanni ríkisstjórnarinnar. „Við undirbúum nú bólusetningaráætlun sem á að koma til Lesa meira
Sérfræðingur hjá WHO varar við efasemdum um bólusetningar
PressanKate O‘Brien, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, varar við efasemdum um bóluefni og bólusetningar og segir að þær geti grafið undan baráttunni við heimsfaraldur kórónuveirunnar. Hún segir að þrátt fyrir að vinnan við þróun bóluefna sé á góðri leið þá geti opinberar efasemdir um bóluefnin og bólusetningar orðið til þess að þessi vinna verði fyrir gýg. Þetta sagði Lesa meira
Segir að fólk virðist síður leita til læknis – Erfitt að fá tíma hjá heimilislæknum á höfuðborgarsvæðinu
FréttirVegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur verklagi verið breytt á heilsugæslustöðvum þannig að nú er ekki eins auðvelt að bóka tíma hjá heimilislæknum og áður. Nú er fólki bent á að hringja á heilsugæslustöðina sína og ræða við lækni eða hjúkrunarfræðing sem meta stöðuna og bóka tíma ef þörf þykir á. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag Lesa meira