fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024

heimsfaraldur kórónuveiru

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir – Gætu verið í gildi fram í janúar

Þjóðverjar herða sóttvarnaaðgerðir – Gætu verið í gildi fram í janúar

Pressan
26.11.2020

Frá og með næstu viku verða sóttvarnareglur hertar enn frekar í Þýskalandi. Þá mega aðeins 5 manns koma saman í einu á heimilum og annars staðar. Aðeins verður slakað á þessum takmörkunum um jól og áramót en þá mega tíu manns koma saman. Angela Merkel, kanslari, sagði í gærkvöldi að þessar nýju reglur gildi til 20. desember Lesa meira

Ef við fögnum jólunum deyr fólk í janúar

Ef við fögnum jólunum deyr fólk í janúar

Pressan
25.11.2020

Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hvetur landa sína til að fara varlega um jólin og hafa jólin róleg og fámenn og forðast fjölmennar jólasamkomur. Ástæðan er auðvitað heimsfaraldur kórónuveirunnar sem hefur lagst þungt á Ítalíu. „Ein vika með algjörlega takmarkalausri samveru mun þýða að í janúar verðum við að greiða það dýru verði með mikilli aukningu Lesa meira

853 létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær – Mesti fjöldi síðan í mars

853 létust af völdum COVID-19 á Ítalíu í gær – Mesti fjöldi síðan í mars

Pressan
25.11.2020

Ítölsk heilbrigðisyfirvöld skýrðu frá því í gær að 853 hefðu látist af völdum COVID-19 í landinu síðasta sólarhring. Ekki hafa fleiri látist af völdum sjúkdómsins á einum degi síðan 28. mars. Þetta var einnig umtalsverð fjölgun síðan daginn áður en þá létust 630. Í gær lágu 34.577 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum landsins. Ítalía var eitt þeirra vestrænu Lesa meira

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“

Mistök komu sér vel við tilraunir á bóluefni AstraZeneca – „Slembilukka“

Pressan
25.11.2020

Mene Pangalos, yfirmaður þróunar og rannsókna hjá AstraZeneca lyfjafyrirtækinu, segir að mistök við skammtastærð í tilraunum með bóluefni gegn kórónuveirunni hafi valdið því að í ljós kom að bóluefnið næði allt að 90% virkni. Bóluefnið var þróað í samvinnu við vísindamenn við Oxfordháskóla og hafa miklar vonir verið bundnar við það. AstraZeneca tilkynnti um niðurstöður prófana með bóluefnið á mánudaginn.  Þá kom fram Lesa meira

Flugfélagið ætlar að krefjast þess að farþegar séu bólusettir gegn kórónuveirunni

Flugfélagið ætlar að krefjast þess að farþegar séu bólusettir gegn kórónuveirunni

Pressan
24.11.2020

Ástralska flugfélagið Qantas hyggst krefjast þess að þeir sem vilja fljúga með félaginu hafi verið bólusettir gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19. Þetta sagði Alan Joyce, forstjóri félagsins, í samtali við Channel Nine. Hann sagðist telja að krafa sem þessi verði „almenn“ í fluggeiranum í framtíðinni. Hann sagði að félagið muni taka upp þessa kröfu um leið og bóluefni gegn veirunni er Lesa meira

Bóluefni AstraZeneca með 70 til 90% virkni – Hefur einn stóran kost fram yfir hin

Bóluefni AstraZeneca með 70 til 90% virkni – Hefur einn stóran kost fram yfir hin

Pressan
24.11.2020

Bresk/sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca tilkynnti í gær að prófanir á bóluefni þess, sem það hefur unnið að í samvinnu við vísindamenn í Oxfordháskóla, hafi leitt í ljós að bóluefnið veiti að meðaltali 70% bólusettra vernd. Það veitir þó allt að 90% vernd ef fólk fær fyrst hálfan skammt og síðan fullan skammt eftir einn mánuð. Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla Lesa meira

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“

Nafn hennar vekur athygli – „Hvernig finnst þér að eyðileggja heiminn?“

Pressan
24.11.2020

Á hverjum degi hringja ókunnugir í 49 ára fimm barna móður sem býr í Oldham á Englandi. Ástæðan er að fólkið er hissa á nafni hennar og sumir vilja kanna hvort það sé virkilega rétt og enn aðrir úthúða henni. BBC skýrir frá þessu. Konan heitir Corona Newton og er óhætt að segja að líf hennar hafi breyst mikið eftir að Lesa meira

Hyggjast byrja að bólusetja börn gegn kórónuveirunni

Hyggjast byrja að bólusetja börn gegn kórónuveirunni

Pressan
23.11.2020

Bandarísk yfirvöld vonast til að geta hafi bólusetningar gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, um miðjan desember. Síðan er stefnan að prófa bóluefnið á unglingum og börnum allt niður í 12 mánaða aldur. Þetta sagði Moncef Slaoui, yfirmaður bólusetningamálefna, í viðtali við CNN í gær. Enn er beðið eftir samþykki bandaríska lyfjaeftirlitsins, FDA, á notkun þeirra bóluefna sem eru tilbúin til notkunar Lesa meira

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“

Stefan Löfven – „Það sem við gerum núna sker úr um hverjir verða enn hjá okkur um jólin“

Pressan
23.11.2020

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, flutti sjónvarpsávarp í gærkvöldi þar sem hann ræddi þá alvarlegu stöðu sem uppi er í landinu vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Hann sagði að allir landsmenn verði að leggja meira á sig til að þjóðin komist í gegnum faraldurinn. Tölur síðustu daga, varðandi faraldurinn, hafa verið skelfilegar í Svíþjóð. Nýtt met er sett nær Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af