Læknir varar við – „Ef fyrsta bylgjan kom í vor þá er þetta flóðbylgja“
Pressan„Ef það sem gerðist á Skáni í vor var fyrsta bylgjan, þá er þetta flóðbylgja,“ þetta skrifaði Mattias Bergström, svæfinga- og gjörgæslulæknir á Háskólasjúkrahúsinu í Malmö á Facebook. Með færslu sinni birti hann línurit sem sýnir að nú eru þrisvar sinnum fleiri COVID-19-sjúklingar á sjúkrahúsinu en í vor. En ekki nóg með það því margir starfsmenn hafa smitast af veirunni: „Stór Lesa meira
Hafa fundið nýtt afbrigði kórónuveirunnar í Bretlandi – Dreifir sér enn hraðar
PressanMatt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að nýtt afbrigði kórónuveirunnar hafi greinst þar í landi. Það dreifir sé að sögn hraðar en ekki hefur verið sýnt fram á að fólk verði veikara af þessu afbrigði en öðrum afbrigðum veirunnar eða að bóluefni virki ekki gegn því að hans sögn. BBC skýrir frá þessu. „Við verðum því miður að Lesa meira
Bóluefnafyrirtækin sjá fram á ótrúlegan gróða
PressanBólusetningar gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, er hafnar í Bretlandi og hefjast í Bandaríkjunum í dag. Væntanlega líður ekki á löngu þar til bólusetningar hefjast hér á landi og víðar í Evrópu en það var bóluefnið frá Pfizer og BioNTech sem var það fyrsta til að fá samþykki lyfjaeftirlitsstofnana. Í Bandaríkjunum var veitt leyfi til Lesa meira
Dýrkeypt hrekkjavökusamkvæmi hjá sænsku sjúkrahúsi – Fjórir sjúklingar létust
PressanHrekkjavökusamkvæmi í lok október, hjá starfsfólki gjörgæsludeildar fyrir hjartasjúklinga á sjúkrahúsinu í Växjö í Svíþjóð, gæti hafa reynst dýrkeypt. Talið er að fjórir sjúklingar á gjörgæsludeildinni hafi látist í kjölfarið af völdum COVID-19. Strax eftir samkvæmið lagðist einn veislugestanna í veikindi, hann reyndist vera með COVID-19. Síðan veiktust fleiri starfsmenn gjörgæsludeildarinnar og smit bárust í sjúklinga. Sænska ríkisútvarpið skýrir Lesa meira
Örlagarík ráðstefna – Hægt að rekja allt að 300.000 kórónuveirusmit til hennar
PressanÞað er óhætt að segja að tveggja daga ráðstefna, sem fór fram á Boston Marriot Long Wharf hótelinu í Boston í febrúar, hafi verið örlagarík. 175 manns sóttu ráðstefnuna en á þessum tíma voru ekki margir sem töluðu um andlitsgrímur, félagsforðun, lokanir samfélaga eða fjölda andláta af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Á ráðstefnunni kynnti lyfjafyrirtækið Biogen nýtt lyf við Alzheimerssjúkdómnum. Þegar spurt var út í óljósan Lesa meira
Segir ríku löndin hamstra bóluefni gegn kórónuveirunni og skilja þróunarríkin eftir
PressanRíku löndin hafa keypt nóg af bóluefni gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, til að bólusetja alla íbúa sína þrisvar. Á sama tíma eru þróunarríkin skilin eftir í kapphlaupinu um að binda enda á heimsfaraldurinn. Þetta segir People‘s Vaccine Alliance sem fylgist með ýmsu er varðar bóluefni í heiminum. People‘s Vaccine Alliance, eða GAVI, var stofnað árið 2000 til að bæta aðgengi íbúa fátækra Lesa meira
Dýrar átta sekúndur – Sektaður um 450.000 krónur
PressanHann opnaði dyrnar á hótelherberginu sínu og fór fram á gang í örskotsstund eða nákvæmlega átta sekúndur samkvæmt því sem upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna. En það var nóg og hann varð sem svarar til 450.000 íslenskra króna fátækari. Hér er um farandverkamann frá Filippseyjum að ræða sem braut gegn reglum um sóttkví í Taívan. CNN skýrir frá Lesa meira
80% Dana vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
PressanNiðurstöður nýrrar skoðanakönnun, sem Megafon gerði fyrir TV2 og Politiken, sýnir að 80% Dana vilja láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni sem veldur COVID-19 þegar hægt verður. Í könnuninni var rætt við 1.095 manns. 80% þeirra sögðust sammála eða mjög sammála um að þeir séu tilbúnir til að láta bólusetja sig þegar bólusetning verður í boði. Tíu prósent sögðust ósammála eða að mestu Lesa meira
„Við þurfum hjálp,“ segir yfirmaður heilbrigðismála í Stokkhólmi – Gjörgæsludeildir nær fullar
PressanÁstandið vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er slæmt í Svíþjóð og lítið sem ekkert hefur gengið að ná tökum á útbreiðslu veirunnar. Nú er svo komið í Stokkhólmi að 99% af gjörgæslurýmum eru full. Í Helsingborg verða margir kórónuveirusjúklingar að vera saman í herbergjum vegna skorts á plássi. „Við sjáum að það sem við töldum vera kúrfuna að fletjast út og Lesa meira
Rúmlega 3.000 létust af völdum COVID-19 á einum sólarhring í Bandaríkjunum
PressanBandarísk heilbrigðisyfirvöld hafa um langa hríð varað við fjölgun dauðsfalla af völdum COVID-19 í kjölfar þakkargjörðarhátíðarinnar og síðan aftur í kjölfar jóla og áramóta. En margir virðast ekki hafa viljað hlusta á þessar viðvaranir því dánartölur hækka dag frá degi. Samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans frá í nótt þá létust rúmlega 3.000 af völdum sjúkdómsins Lesa meira