Hætta á að heilbrigðiskerfið í Kaliforníu láti undan álaginu
Pressan„Ég hef séð fleiri deyja síðustu níu mánuði á gjörgæsludeildinni en á öllum mínum 20 ára ferli fram að þessu,“ sagði Amy Arlund hjúkrunarfræðingur á sjúkrahúsi í Fresno í Kaliforníu um ástandið í ríkinu af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar en ástandið í ríkinu er mjög slæmt. Gavin Newsom, ríkisstjóri, varaði íbúana við því fyrir nokkrum vikum Lesa meira
Sjúkrahús í Kaupmannahöfn að fyllast af COVID-19 sjúklingum
PressanRegion Hovedstaden, sem hefur yfirumsjón með heilbrigðiskerfinu í Kaupmannahöfn, tilkynnti í morgun að sjúkrahús borgarinnar séu við það að fyllast af COVID-19 sjúklingum. Eru viðræður nú hafnar við sjúkrahús í öðrum landshlutum um að taka við hluta af þeim sjúklingum sem þurfa á innlögn að halda. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir Kristian Antonsen, varaforstjóra Lesa meira
Bolsonaro gagnrýnir bóluefni gegn kórónuveirunni – „Þú getur breyst í krókódíl“
PressanJair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur gagnrýnt bóluefni gegn kórónuveirunni harðlega og sakar lyfjafyrirtækin um að taka ekki ábyrgð. Hann hefur gefið í skyn að bóluefnið frá Pfizer og BioNTech geti breytt fólki í krókódíla eða skeggjaðar konur. Þessi mjög svo hægrisinnaði þjóðarleiðtogi hefur verið fullur efasemda í garð kórónuveirunnar allt frá því að hún uppgötvaðist fyrir um ári síðan. Hann Lesa meira
Forsætisráðherra hefur tekið bóluefnamálin til sín og leitar að bóluefni
EyjanKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur tekið mál er varða öflun og dreifingu bóluefnis gegn kórónuveirunni til sín og eyddi gærdeginum í fundahöld og símtöl í þeirri von að geta tryggt þjóðinni nægt bóluefni og það tímanlega. Gagnrýni á Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fer vaxandi vegna málsins. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segir að forsætisráðuneytið hafi Lesa meira
Joe Biden er búinn að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni
PressanJoe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, var bólusettur gegn kórónuveirunni í gær. Bólusetningin var send út í beinni sjónvarpsútsendingu frá sjúkrahúsi nærri heimili Biden í Delaware. Útsendingin var liður í aðgerðum til að sannfæra Bandaríkjamenn um öruggt sé að láta bólusetja sig. Biden fékk skammt af bóluefninu frá Pfizer. Nokkrum klukkustundum áður hafði eiginkona hans, Jill Biden, fengið sinn skammt á sama sjúkrahúsi. Biden Lesa meira
Ítölum gert að halda sig heima um jólin
PressanEftir nokkurra daga deilur innan ítölsku ríkisstjórnarinnar tilkynni Giuseppe Conte, forsætisráðherra, loks um hertar sóttvarnaaðgerðir á föstudagskvöldið. Aðgerðunum er ætlað að koma í veg fyrir enn frekari útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Samkvæmt aðgerðunum þá verða allar verslanir, sem ekki teljast selja nauðsynjavörur, að vera lokaðar 24. til 27. desember, 31. desember til 3. janúar og 5. og 6. janúar. Lesa meira
Herða sóttvarnaaðgerðir í Sydney eftir fjölda smita síðustu daga
PressanHertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi í Sydney í Ástralíu á miðnætti að staðartíma. Tilgangurinn er að gera út af við nýja bylgju kórónuveirunnar fyrir jól. Nú hafa reglur um hversu margir mega safnast saman verið hertar sem og um dans og söng. Gladys Berejiklian, forsætisráðherra New South Wales þar sem Sydney er, sagði í gær að frá því að þessi nýja bylgja hafi uppgötvast fyrir þremur dögum Lesa meira
Samþykktu nýjan hjálparpakka upp á 900 milljarða dollara
EyjanLeiðtogar bandaríska þingsins náðu í gær saman um nýjan hjálparpakka upp á um 900 milljarða dollara til að koma landinu í gegnum heimsfaraldur kórónuveirunnar. Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta Repúblikana í öldungadeildinni, tilkynnti þetta. „Að lokum höfum við náð þverpólitískri samstöðu um það sem landið hefur þörf fyrir, sagði McConnell að samningaviðræðum beggja flokka loknum. Ekki liggur enn fyrir hvenær Lesa meira
Öngþveiti yfirvofandi í Bretlandi eftir lokun landamæra – Matarskortur yfirvofandi
PressanFrakkar hafa lokað Ermarsundsgöngunum fyrir umferð farþega og fyrir vöruflutningum. Auk þess hafa bæði Frakkar og Belgar stöðvað ferjusiglingar frá Bretlandi. Að auki hafa nokkur Evrópuríki bannað alla flugumferð frá Bretlandi. Ástæðan er nýtt og bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, sem herjar á Bretland. Reiknað er með að þessar lokanir muni hafa gríðarleg áhrif Lesa meira
Loka fyrir flugumferð frá Bretlandi
PressanÍ kjölfar frétta af stökkbreyttu afbrigði kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, á Bretlandseyjum hafa mörg Evrópuríki gripið til þess ráðs að loka fyrir flugferðir frá Bretlandi. Ástæðan er að nýja afbrigðið er sagt allt að 70% meira smitandi en þau sem fyrir eru en ekkert hefur komið fram sem bendir til að það geri fólk meira veikt Lesa meira